Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 11:37 Diego lætur gjarnan fara vel um sig í A4 í Skeifunni. Vísir Hvarf kattarins Diego er ekki formlega komið inn á borð lögreglu en fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leit að kettinum sem var numinn á brott úr Skeifunni í fyrradag. Sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga á leit að dýri. Enn er leitað að kettinum Diego sem var tekinn úr bæli sínu í versluninni A fjórum í Skeifunni á sunnudaginn. Diego er heimilisköttur en hefur vakið athygli þar sem hann er fastagestur og á eigið bæli í nokkrum verslunum í Skeifunni þar sem bæði starfsfólk og viðskiptavinir kannast vel við kisa. Brottnám kattarins sást á öryggismyndavélum í versluninni og þá sáu sjónarvottar viðkomandi taka Diego með sér í Strætó og farið út við Bíó Paradís á Hverfisgötu. Eygló Anna Guðlaugsdóttir, er sjálfboðaliði hjá félagasamtökunum Dýrfinnu sem sérhæfa sig í leit að týndum dýrum. „Við fengum þær upplýsingar eftir viðtölin okkar í gær frá vitnum sem sáu einstaklinginn bæði fyrir utan strætó og svo einstakling sem var inni í strætisvagninum á þessum tíma sem gat staðfest við okkur hvar einstaklingurinn fór út og að Diego hafi verið meðferðis. Þetta er búið að þrengja leitarsvæðið hjá okkur, sem og myndefnið af einstaklingnum þegar hann labbar inn í A4 þannig að þetta er búið að þrengja leitarsvæðið og við erum bara að vonast til að fá hann í hendurnar í dag ef þessar ábendingar reynast réttar,“ segir Eygló. Leitarsvæðið miðist nú helst við miðborgina umhverfis Hverfisgötu. „Það er gríðarlegur fjöldi sem er að sýna þessu áhuga og vilja finna hann. Hópurinn er kominn upp í sautján þúsund meðlimi af einstaklingum sem eru að fylgjast með,“ segir Eygló og vísar þar til Facebook-hópsins Spottaði Diegó. Eygló segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga. „Það er auðvitað gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða sem að leitar þegar týnt dýr er úti en ég held að Diego sé eitthvað annað.“ Lögreglumenn aðstoði þótt engin formleg rannsókn sé hafin Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði meint kattarán ekki komið formlega inn á borð embættisins nú í morgun. Málið hafi hins vegar vakið athygli á lögreglustöðinni að sögn aðalvarðstjóra. Eygló segir þó að sjálfboðaliðar njóti aðstoðar úr ýmsum áttum við leitina. „Allar þær tilkynningar sem hafa komið til okkar fóru á borð rannsóknarlögreglumanns sem að tekur svo við keflinu þannig að núna erum við í rauninni bara að bíða,“ segir Eygló. „Þeir eru alla veganna að vinna með okkur. Þótt að þetta sé kannski ekki akút þá eru þeir alla veganna að hjálpa.“ Dýr Kettir Kötturinn Diegó Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Enn er leitað að kettinum Diego sem var tekinn úr bæli sínu í versluninni A fjórum í Skeifunni á sunnudaginn. Diego er heimilisköttur en hefur vakið athygli þar sem hann er fastagestur og á eigið bæli í nokkrum verslunum í Skeifunni þar sem bæði starfsfólk og viðskiptavinir kannast vel við kisa. Brottnám kattarins sást á öryggismyndavélum í versluninni og þá sáu sjónarvottar viðkomandi taka Diego með sér í Strætó og farið út við Bíó Paradís á Hverfisgötu. Eygló Anna Guðlaugsdóttir, er sjálfboðaliði hjá félagasamtökunum Dýrfinnu sem sérhæfa sig í leit að týndum dýrum. „Við fengum þær upplýsingar eftir viðtölin okkar í gær frá vitnum sem sáu einstaklinginn bæði fyrir utan strætó og svo einstakling sem var inni í strætisvagninum á þessum tíma sem gat staðfest við okkur hvar einstaklingurinn fór út og að Diego hafi verið meðferðis. Þetta er búið að þrengja leitarsvæðið hjá okkur, sem og myndefnið af einstaklingnum þegar hann labbar inn í A4 þannig að þetta er búið að þrengja leitarsvæðið og við erum bara að vonast til að fá hann í hendurnar í dag ef þessar ábendingar reynast réttar,“ segir Eygló. Leitarsvæðið miðist nú helst við miðborgina umhverfis Hverfisgötu. „Það er gríðarlegur fjöldi sem er að sýna þessu áhuga og vilja finna hann. Hópurinn er kominn upp í sautján þúsund meðlimi af einstaklingum sem eru að fylgjast með,“ segir Eygló og vísar þar til Facebook-hópsins Spottaði Diegó. Eygló segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga. „Það er auðvitað gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða sem að leitar þegar týnt dýr er úti en ég held að Diego sé eitthvað annað.“ Lögreglumenn aðstoði þótt engin formleg rannsókn sé hafin Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði meint kattarán ekki komið formlega inn á borð embættisins nú í morgun. Málið hafi hins vegar vakið athygli á lögreglustöðinni að sögn aðalvarðstjóra. Eygló segir þó að sjálfboðaliðar njóti aðstoðar úr ýmsum áttum við leitina. „Allar þær tilkynningar sem hafa komið til okkar fóru á borð rannsóknarlögreglumanns sem að tekur svo við keflinu þannig að núna erum við í rauninni bara að bíða,“ segir Eygló. „Þeir eru alla veganna að vinna með okkur. Þótt að þetta sé kannski ekki akút þá eru þeir alla veganna að hjálpa.“
Dýr Kettir Kötturinn Diegó Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira