Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 09:32 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði frábært mark í bikarleik Wolfsburg um helgina. Markið var líka langþráð fyrir íslenska landsliðsframherjann. Getty/Swen Pförtner/ Sveindís Jane Jónsdóttir endaði 49 daga bið sína eftir marki hjá Wolfsburg með stórglæsilegu marki um helgina. Sveindís skoraði markið með heimsklassa afgreiðslu og markið var liði hennar líka gríðarlega mikilvægt í bikarsigri. Sveindís breytti leiknum með tveimur mörkum og einni stoðsendingu og sá öðrum fremur til þess að Wolfsburg er komið í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar. Sveindís kom inn á sem varamaður á 72. mínútu eftir að hafa misst af Meistaradeildarleiknum í vikunni. Hún kom hungruð inn á völinn og lét til sín taka. Wolfsburg var þarna 1-0 undir í leiknum og þurfti á hjálp að halda. Liðið jafnaði á 82. mínútu og Sveindís kom þeim síðan yfir þremur mínútum síðar. Sveindís gerði síðan út um leikinn með því að skora fjórða markið og sitt annað mark í uppbótartíma leiksins. Í millitíðinni lagði Sveindís síðan upp skallamark fyrir Fennu Kalma eftir frábæra fyrirgjöf frá vinstri. Fyrra markið sitt skoraði Sveindís með heimsklassa afgreiðslu, fékk boltann fyrir utan teiginn, lék fram hjá einum varnarmanni á laglegan hátt áður en hún þrumaði boltanum upp í þaknetið utarlega úr teignum. Frábær afgreiðsla. Seinna markið skoraði hún af stuttu færi eftir að hafa verið fyrst að átta sig eftir að markvörður Mainz varði skalla liðsfélaga hennar. Þetta voru langþráð mörk fyrir okkar konu sem hafði ekki skorað fyrir Wolfsburg síðan hún skoraði eitt markanna í 5-0 sigri á Leipzig 4. október síðastliðinn. Hún er alls með þrjú mörk í fjórtán leikjum í deild (1), bikar (2) og Evrópukeppnum (0) á þessu tímabili. Það má sjá mörkin hennar sem og stoðsendinguna hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=TrTQbXZePR0">watch on YouTube</a> Þýski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Sveindís skoraði markið með heimsklassa afgreiðslu og markið var liði hennar líka gríðarlega mikilvægt í bikarsigri. Sveindís breytti leiknum með tveimur mörkum og einni stoðsendingu og sá öðrum fremur til þess að Wolfsburg er komið í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar. Sveindís kom inn á sem varamaður á 72. mínútu eftir að hafa misst af Meistaradeildarleiknum í vikunni. Hún kom hungruð inn á völinn og lét til sín taka. Wolfsburg var þarna 1-0 undir í leiknum og þurfti á hjálp að halda. Liðið jafnaði á 82. mínútu og Sveindís kom þeim síðan yfir þremur mínútum síðar. Sveindís gerði síðan út um leikinn með því að skora fjórða markið og sitt annað mark í uppbótartíma leiksins. Í millitíðinni lagði Sveindís síðan upp skallamark fyrir Fennu Kalma eftir frábæra fyrirgjöf frá vinstri. Fyrra markið sitt skoraði Sveindís með heimsklassa afgreiðslu, fékk boltann fyrir utan teiginn, lék fram hjá einum varnarmanni á laglegan hátt áður en hún þrumaði boltanum upp í þaknetið utarlega úr teignum. Frábær afgreiðsla. Seinna markið skoraði hún af stuttu færi eftir að hafa verið fyrst að átta sig eftir að markvörður Mainz varði skalla liðsfélaga hennar. Þetta voru langþráð mörk fyrir okkar konu sem hafði ekki skorað fyrir Wolfsburg síðan hún skoraði eitt markanna í 5-0 sigri á Leipzig 4. október síðastliðinn. Hún er alls með þrjú mörk í fjórtán leikjum í deild (1), bikar (2) og Evrópukeppnum (0) á þessu tímabili. Það má sjá mörkin hennar sem og stoðsendinguna hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=TrTQbXZePR0">watch on YouTube</a>
Þýski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira