Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2024 12:22 Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konu á salerni skemmtistaðar á Suðurlandi árið 2022. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst 2022, á salerni skemmtistaðar haldið annarri hendi konunnar fastri upp við vegg salernisins, káfað á brjóstum hennar utan klæða, kysst háls hennar og sleikt hægra eyra, og farið með hendi sína inn undir kjól hennar og niður fyrir buxnastreng sokkabuxna sem hún var íklædd. Mætti ekki Þess hafi verið krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar. Maðurinn hafi hvorki mætt við þingfestingu málsins né síðari fyrirtöku þess þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 2. september sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Því var málið dómtekið án þess að maðurinn héldi uppi vörnum og útivistardómur gekk í því. Sannað hafi verið að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir og hann því sakfelldur. Hæfileg refsing hafi verið metin níutíu daga fangelsi en þar sem hann hefði ekki hlotið refsingu áður þætti rétt að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 600 þúsund Þá hafi konan krafist tveggja milljóna króna í miskabætur úr hendi mannsins en hæfilegt væri að hann greiddi konunni 600 þúsund krónur. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, samtals 918 þúsund krónur. Þar af er þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola 862 þúsund krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Næturlíf Veitingastaðir Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst 2022, á salerni skemmtistaðar haldið annarri hendi konunnar fastri upp við vegg salernisins, káfað á brjóstum hennar utan klæða, kysst háls hennar og sleikt hægra eyra, og farið með hendi sína inn undir kjól hennar og niður fyrir buxnastreng sokkabuxna sem hún var íklædd. Mætti ekki Þess hafi verið krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar. Maðurinn hafi hvorki mætt við þingfestingu málsins né síðari fyrirtöku þess þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 2. september sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Því var málið dómtekið án þess að maðurinn héldi uppi vörnum og útivistardómur gekk í því. Sannað hafi verið að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir og hann því sakfelldur. Hæfileg refsing hafi verið metin níutíu daga fangelsi en þar sem hann hefði ekki hlotið refsingu áður þætti rétt að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 600 þúsund Þá hafi konan krafist tveggja milljóna króna í miskabætur úr hendi mannsins en hæfilegt væri að hann greiddi konunni 600 þúsund krónur. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, samtals 918 þúsund krónur. Þar af er þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola 862 þúsund krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts.
Næturlíf Veitingastaðir Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira