Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 07:30 Íslenska landsliðið er á leið í umspil í mars og það skýrist á föstudag hvaða liði Ísland mætir. Það skýrist hins vegar í kvöld hvort umspilið verður um að komast í A-deild eða að forðast fall í C-deild. Getty/Filip Filipovic Íslenska karlalandsliðið í fótbolta stendur frammi fyrir tveimur afar ólíkum kostum í kvöld þegar það mætir Wales. Sigur myndi skila Íslandi í áttina að elítuhópi landsliða í Evrópu en jafntefli eða tap þýðir að Ísland gæti fallið niður í mun ómerkilegri flokk. Ísland og Wales mætast í Cardiff í kvöld klukkan 19:45, í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi, en það er ljóst að Ísland getur aðeins endað í 2. eða 3. sæti riðilsins og það veltur aðeins á leiknum við Wales í kvöld. Það er því einnig ljóst að Ísland mun leika í umspili í lok mars. Það er bara spurning hvað verður í húfi í þeim umspilsleikjum (og reyndar er einnig spurning hvar Ísland mun spila sinn heimaleik í þessu umspili, vegna vallarmála hér á landi). Belgar erfiðastir í efra umspilinu Með sigri í kvöld fer Ísland í umspil um að komast upp í A-deild og mætir þar einu af liðunum sem enda í 3. sæti síns riðils í núverandi A-deild. Þetta eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Af þessum liðum eru Belgar langefstir á heimslista. Gætu mætt Slóvökum aftur Ef Íslandi tekst ekki að vinna í kvöld fer liðið í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í C-deild eru: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. Af þessum liðum eru Slóvakar, sem Ísland mætti í undankeppni EM á síðasta ári, efstir á heimslistanum. Það munaði litlu að Færeyjar kæmust í þetta umspil en liðið endaði einu stigi á eftir Armeníu í riðli fjögur. Svíar enduðu þremur stigum fyrir ofan Slóvaka í riðli eitt og komust beint upp í B-deildina. Dregið á föstudag Dregið verður í umspilið í höfuðstöðvum UEFA í Sviss á föstudaginn. Þar verður einnig dregið í 8-liða úrslit keppninnar en þar spila bestu lið Evrópu, eða sem sagt liðin sem enduðu í tveimur efstu sætum sinna riðla í A-deildinni. Í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn eru: Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Í neðri styrkleikaflokki eru: Króatía, Ítalía, Holland og Danmörk. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Ísland og Wales mætast í Cardiff í kvöld klukkan 19:45, í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi, en það er ljóst að Ísland getur aðeins endað í 2. eða 3. sæti riðilsins og það veltur aðeins á leiknum við Wales í kvöld. Það er því einnig ljóst að Ísland mun leika í umspili í lok mars. Það er bara spurning hvað verður í húfi í þeim umspilsleikjum (og reyndar er einnig spurning hvar Ísland mun spila sinn heimaleik í þessu umspili, vegna vallarmála hér á landi). Belgar erfiðastir í efra umspilinu Með sigri í kvöld fer Ísland í umspil um að komast upp í A-deild og mætir þar einu af liðunum sem enda í 3. sæti síns riðils í núverandi A-deild. Þetta eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Af þessum liðum eru Belgar langefstir á heimslista. Gætu mætt Slóvökum aftur Ef Íslandi tekst ekki að vinna í kvöld fer liðið í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í C-deild eru: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. Af þessum liðum eru Slóvakar, sem Ísland mætti í undankeppni EM á síðasta ári, efstir á heimslistanum. Það munaði litlu að Færeyjar kæmust í þetta umspil en liðið endaði einu stigi á eftir Armeníu í riðli fjögur. Svíar enduðu þremur stigum fyrir ofan Slóvaka í riðli eitt og komust beint upp í B-deildina. Dregið á föstudag Dregið verður í umspilið í höfuðstöðvum UEFA í Sviss á föstudaginn. Þar verður einnig dregið í 8-liða úrslit keppninnar en þar spila bestu lið Evrópu, eða sem sagt liðin sem enduðu í tveimur efstu sætum sinna riðla í A-deildinni. Í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn eru: Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Í neðri styrkleikaflokki eru: Króatía, Ítalía, Holland og Danmörk.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn