Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2024 21:43 Verksamningur verður undirritaður í golfskálanum við Selfoss á miðvikudag og fyrsta skóflustunga tekin strax á eftir. Vegagerðin Ein stærsta fréttin frá lokadegi Alþingis í dag er að smíði nýrrar Ölfusárbrúar var tryggð, verkefni sem áætlað er að kosti 17,9 milljarða króna. Skrifað verður undir verksamning á miðvikudag og drifið í að taka fyrstu skóflustungu, þótt enn eigi eftir að hanna brúna og langt sé í upphaf jarðsvegsvinnu. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Vegagerðin hyggst skrifa undir verksamning við ÞG-verk í Golfskálanum á Selfossi á miðvikudag og þá á strax að taka fyrstu skóflustungu. Verkið er hins vegar í alútboði þannig að verktakinn þarf fyrst að hanna brúna og vegtengingar áður en brúarsmíðin getur farið á fullt. Verktakinn, Þorvaldur Gissurarson, sagði í samtali við fréttastofu að jarðvegsvinna hæfist ekki fyrr en undir næsta vor og sjálf brúarsmíðin sennilega ekki fyrr en haustið 2025. Einhver jarðvegssýni yrðu þó tekin fljótlega. Svo virðist sem mönnum liggi samt á að taka fyrstu skóflustungu. Þannig hyggst innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson sjálfur taka hana á miðvikudag, tíu dögum fyrir alþingiskosningar. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er áformað að ráðherrann setjist upp í stóra gröfu og taki fyrstu skóflustunguna. Rifja má upp að fyrir síðustu kosningar lofaði hann því að brúin yrði tilbúin annaðhvort síðla árs 2023 eða á árinu 2024, sem augljóslega næst ekki. Núna er gert ráð fyrir að brúin verði tilbúin eftir tæp fjögur ár og að umferð verði hleypt á hana haustið 2028. Ný Ölfusárbrú Vegagerð Samgöngur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Ölfus Flóahreppur Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. 18. nóvember 2024 14:44 Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Vegagerðin hyggst skrifa undir verksamning við ÞG-verk í Golfskálanum á Selfossi á miðvikudag og þá á strax að taka fyrstu skóflustungu. Verkið er hins vegar í alútboði þannig að verktakinn þarf fyrst að hanna brúna og vegtengingar áður en brúarsmíðin getur farið á fullt. Verktakinn, Þorvaldur Gissurarson, sagði í samtali við fréttastofu að jarðvegsvinna hæfist ekki fyrr en undir næsta vor og sjálf brúarsmíðin sennilega ekki fyrr en haustið 2025. Einhver jarðvegssýni yrðu þó tekin fljótlega. Svo virðist sem mönnum liggi samt á að taka fyrstu skóflustungu. Þannig hyggst innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson sjálfur taka hana á miðvikudag, tíu dögum fyrir alþingiskosningar. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er áformað að ráðherrann setjist upp í stóra gröfu og taki fyrstu skóflustunguna. Rifja má upp að fyrir síðustu kosningar lofaði hann því að brúin yrði tilbúin annaðhvort síðla árs 2023 eða á árinu 2024, sem augljóslega næst ekki. Núna er gert ráð fyrir að brúin verði tilbúin eftir tæp fjögur ár og að umferð verði hleypt á hana haustið 2028.
Ný Ölfusárbrú Vegagerð Samgöngur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Ölfus Flóahreppur Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. 18. nóvember 2024 14:44 Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. 18. nóvember 2024 14:44
Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. 4. nóvember 2024 21:31
Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?