Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 09:01 Pedri er fæddur og uppalinn á eyjunni Tenerife. Getty/Robbie Jay Barratt Það gerist ekki oft að spænska karlalandsliðið í fótbolta spili leik á Íslendinganýlendunni Tenerife en þannig verður það í kvöld. Það gerir leikinn sérstaklega spennandi fyrir einn af leikmönnum spænska liðsins. Spánn tekur á móti Sviss í kvöld í lokaumferð Þjóðadeildarinnar. Leikurinn hefur litla þýðingu þar sem Spánverjar hafa þegar tryggt sér efsta sæti 4. riðils A-deildarinnar, og Svisslendingar eru fallnir niður í B-deild. Leikurinn hefur hins vegar mikla þýðingu fyrir hinn 21 árs gamla Pedri, stórstjörnuna úr Barcelona sem leikur sinn þrítugasta A-landsleik í kvöld, og reyndar fleiri leikmenn spænska landsliðsins. Pedri er nefnilega fæddur á Tenerife og æfði með liðinu Tegueste, og hóf meistaraflokksferilinn með Las Palmas sem einnig er á Kanaríeyjum. Óhætt er að segja að Pedri hafi verið vinsæll á opinni æfingu spænska liðsins, eins og sjá má hér að neðan. 😍 ¡¡LOCURA por @pedri en Tenerife!!Si no es el día más feliz de esta chica, poco le falta.La afición más solidaria, volcada con una @SEFutbol que le ha devuelto el cariño con firmas y fotos.#VamosEspaña | #NationsLeague pic.twitter.com/KKRVfSZyXD— Selección Española Masculina de Fútbol (@SEFutbol) November 17, 2024 Pedri viðurkennir að hann hlakki sérstaklega til kvöldsins og að fá að spila á Tenerife. „Þetta fyllir mann stolti, og einnig Ayoze Perez og Yeremy Pino [báðir frá Kanaríeyjum]. Þetta verður mjög sérstakur leikur. Það er langt síðan að landsliðið hefur verið hérna svo að vonandi getum við gefið stuðningsmönnunum eitthvað til að gleðjast yfir. Ég er afskaplega ánægður með að vera hér,“ sagði Pedri á blaðamannafundi í gær. Hann hefur óneitanlega orðið var við mikinn áhuga hjá vinum og kunningjum: „Ég bað um marga miða á leikinn en mér tókst ekki að redda öllum þeim sem ég vildi. Ég bað um 45 miða,“ sagði Pedri. Leikur Spánar og Sviss hefst klukkan 20:45 að íslenskum tíma í kvöld og er sýndur á Vodafone Sport. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira
Spánn tekur á móti Sviss í kvöld í lokaumferð Þjóðadeildarinnar. Leikurinn hefur litla þýðingu þar sem Spánverjar hafa þegar tryggt sér efsta sæti 4. riðils A-deildarinnar, og Svisslendingar eru fallnir niður í B-deild. Leikurinn hefur hins vegar mikla þýðingu fyrir hinn 21 árs gamla Pedri, stórstjörnuna úr Barcelona sem leikur sinn þrítugasta A-landsleik í kvöld, og reyndar fleiri leikmenn spænska landsliðsins. Pedri er nefnilega fæddur á Tenerife og æfði með liðinu Tegueste, og hóf meistaraflokksferilinn með Las Palmas sem einnig er á Kanaríeyjum. Óhætt er að segja að Pedri hafi verið vinsæll á opinni æfingu spænska liðsins, eins og sjá má hér að neðan. 😍 ¡¡LOCURA por @pedri en Tenerife!!Si no es el día más feliz de esta chica, poco le falta.La afición más solidaria, volcada con una @SEFutbol que le ha devuelto el cariño con firmas y fotos.#VamosEspaña | #NationsLeague pic.twitter.com/KKRVfSZyXD— Selección Española Masculina de Fútbol (@SEFutbol) November 17, 2024 Pedri viðurkennir að hann hlakki sérstaklega til kvöldsins og að fá að spila á Tenerife. „Þetta fyllir mann stolti, og einnig Ayoze Perez og Yeremy Pino [báðir frá Kanaríeyjum]. Þetta verður mjög sérstakur leikur. Það er langt síðan að landsliðið hefur verið hérna svo að vonandi getum við gefið stuðningsmönnunum eitthvað til að gleðjast yfir. Ég er afskaplega ánægður með að vera hér,“ sagði Pedri á blaðamannafundi í gær. Hann hefur óneitanlega orðið var við mikinn áhuga hjá vinum og kunningjum: „Ég bað um marga miða á leikinn en mér tókst ekki að redda öllum þeim sem ég vildi. Ég bað um 45 miða,“ sagði Pedri. Leikur Spánar og Sviss hefst klukkan 20:45 að íslenskum tíma í kvöld og er sýndur á Vodafone Sport.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira