Bayern er í 3. sæti þýsku deildarinnar með 23 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Wolfsburg. Frankfurt er í 2. sætinu, einnig með 23 stig, og Bayer Leverkusen getur einnig náð 23 stigum með sigri á RB Leipzig seinna í dag.
Glódís kom Bayern á bragðið á 19. mínútu. Hún skallaði þá hornspyrnu Georgiu Steinway í netið og skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu. Glódís hefur alls skorað tíu mörk fyrir Bayern síðan hún kom til félagsins 2021.
Nach einer schönen Flanke von @StanwayGeorgia steigt @glodisperla am Fünfereck hoch und köpft zu ihrem 10. Tor für den #FCBayern und zur Führung ein! 💪
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) November 17, 2024
🔴 #FCBFCC | 1:0 | 19' https://t.co/v75Z6zb2r0 pic.twitter.com/7Yzkl234wO
Þýska landsliðskonan Klara Buhl tvöfaldaði forskot Bayern tíu mínútum eftir mark Glódísar og staða þýsku meistaranna því vænleg.
Bæjarar bættu svo þremur mörkum við undir lokin í seinni hálfleik. Lea Schuller skoraði tvö markanna og Jovana Damnjanovic eitt.
Lokatölur 5-0 sigur Bayern. Næsti leikur liðsins er gegn Vålerenga í Meistaradeild Evrópu á fimmtudaginn. Næsti deildarleikur er svo gegn Freiburg eftir viku. Síðan kemur landsleikjahlé.