Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. nóvember 2024 11:09 Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbús, segir bruna í varphúsi búsins vera mikið áfall en nú sé bara að bretta upp ermar. Framkvæmdastjóri Nesbús segir eldsvoða sem kviknaði í varphúsi eggjabúsins í nótt vera mikið áfall. Erfitt sé að meta tjónið en bygging á sambærilegu húsi kosti um 150 milljónir. Betur fór þó en á horfðist þökk sé brunavörnum og starfi slökkviliðs. Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoða á eggjabúi Nesbús við Voga á Vatnsleysuströnd í nótt. Allt tiltækt lið brunavarna Suðurnesja var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í þaki eins varphúss skömmu eftir miðnætti. Slökkviliðið glímdi við eldinn langt fram á morgun og er tjónið verulegt. Fréttastofa ræddi við Stefán Má Símonarson, framkvæmdastjóra Nesbús, um eldsvoðann. Eldurinn dreifðist sem betur fer ekki í önnur hólf Hvað gerðist þarna í nótt? „Það kemur upp eldur um eða upp úr miðnætti. Kemur tilkynning um það á þeim tíma. Við nánari athugun kemur í ljós að þetta er bundið við eitt varphúsið og sem betur fer tókst að halda eldinum í því brunahólfi, það dreifðist ekki yfir í önnur hólf. Þakið brann að allmiklu leyti og því miður drapst fuglinn, sennilega af völdum reyks,“ segir Stefán Már. Það kemur fram að þetta séu um sex þúsund hænur, hvað er það stórt hlutfall af heildinni? „Það er svona einhver fimmtán prósent af því sem er þarna,“ segir hann. Og væntanlega áfall fyrir reksturinn? „Já, svona hlutir eru alltaf mikið áfall og mjög miður að svona skyldi fara. Svo er bara að bretta upp ermar og reyna að koma þessu aftur í gang sem fyrst.“ Nýtt varphús kosti 150 milljónir Brunavarnir virðast hafa virkað ágætlega, þessi hólfun. Það hlýtur að vera ánægjuefni. „Sem betur fer gerði hún það og fyrir utan að slökkviliðið stóð sig afskaplega vel að halda eldinum í þessu eina tiltekna hólfi. Þeir eiga þakkir skyldar fyrir það. Þetta fór betur en á horfði á tímabili.“ Eggjabú Nesbús er á Vogum á Vatnsleysuströnd. Hér sést glitta í þakið sem brann. Auðvitað er þetta nýskeð en hefur tjónið verið metið? „Nei, við vitum það ekki. Við höfum ekki heimild til að kanna aðstæður fyrr en rannsókn á upptökum eldsins er lokið. Þá skoðum við málið og sjáum hvað við getum gert.“ Ég sé að þú nefnir í samtali við mbl að sambærilegt hús kosti 150 milljónir innréttað með réttum búnaði. Er altjón á húsinu? „Sú upphæð miðaðist við að byggja þyrfti nýtt hús. Á þessum tímapunkti vitum við ekki hvort að þess þurfi eða hvort það sé hægt að laga það. Það verður bara að koma í ljós. Sú tala miðaðist við nýtt hús með nýjum búnaði.“ „Mjög ónotalegt“ að fá fréttirnar Hvenær færð þú veður af þessu og fórst þú beint á staðinn? „Ég fæ veður af þessu milli tólf og hálf eitt og fer á staðinn í framhaldi af því.“ Og hefur væntanlega verið miður skemmtilegt að fylgjast með húsinu brenna? „Já og þegar maður fær fyrstu fréttir veit maður í fyrsta lagi ekki í hvaða húsi þetta er og í öðru lagi hvort þetta er í einu húsi eða fleirum. Þannig þetta var mjög ónotalegt.“ Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoða á eggjabúi Nesbús við Voga á Vatnsleysuströnd í nótt. Allt tiltækt lið brunavarna Suðurnesja var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í þaki eins varphúss skömmu eftir miðnætti. Slökkviliðið glímdi við eldinn langt fram á morgun og er tjónið verulegt. Fréttastofa ræddi við Stefán Má Símonarson, framkvæmdastjóra Nesbús, um eldsvoðann. Eldurinn dreifðist sem betur fer ekki í önnur hólf Hvað gerðist þarna í nótt? „Það kemur upp eldur um eða upp úr miðnætti. Kemur tilkynning um það á þeim tíma. Við nánari athugun kemur í ljós að þetta er bundið við eitt varphúsið og sem betur fer tókst að halda eldinum í því brunahólfi, það dreifðist ekki yfir í önnur hólf. Þakið brann að allmiklu leyti og því miður drapst fuglinn, sennilega af völdum reyks,“ segir Stefán Már. Það kemur fram að þetta séu um sex þúsund hænur, hvað er það stórt hlutfall af heildinni? „Það er svona einhver fimmtán prósent af því sem er þarna,“ segir hann. Og væntanlega áfall fyrir reksturinn? „Já, svona hlutir eru alltaf mikið áfall og mjög miður að svona skyldi fara. Svo er bara að bretta upp ermar og reyna að koma þessu aftur í gang sem fyrst.“ Nýtt varphús kosti 150 milljónir Brunavarnir virðast hafa virkað ágætlega, þessi hólfun. Það hlýtur að vera ánægjuefni. „Sem betur fer gerði hún það og fyrir utan að slökkviliðið stóð sig afskaplega vel að halda eldinum í þessu eina tiltekna hólfi. Þeir eiga þakkir skyldar fyrir það. Þetta fór betur en á horfði á tímabili.“ Eggjabú Nesbús er á Vogum á Vatnsleysuströnd. Hér sést glitta í þakið sem brann. Auðvitað er þetta nýskeð en hefur tjónið verið metið? „Nei, við vitum það ekki. Við höfum ekki heimild til að kanna aðstæður fyrr en rannsókn á upptökum eldsins er lokið. Þá skoðum við málið og sjáum hvað við getum gert.“ Ég sé að þú nefnir í samtali við mbl að sambærilegt hús kosti 150 milljónir innréttað með réttum búnaði. Er altjón á húsinu? „Sú upphæð miðaðist við að byggja þyrfti nýtt hús. Á þessum tímapunkti vitum við ekki hvort að þess þurfi eða hvort það sé hægt að laga það. Það verður bara að koma í ljós. Sú tala miðaðist við nýtt hús með nýjum búnaði.“ „Mjög ónotalegt“ að fá fréttirnar Hvenær færð þú veður af þessu og fórst þú beint á staðinn? „Ég fæ veður af þessu milli tólf og hálf eitt og fer á staðinn í framhaldi af því.“ Og hefur væntanlega verið miður skemmtilegt að fylgjast með húsinu brenna? „Já og þegar maður fær fyrstu fréttir veit maður í fyrsta lagi ekki í hvaða húsi þetta er og í öðru lagi hvort þetta er í einu húsi eða fleirum. Þannig þetta var mjög ónotalegt.“
Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira