Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2024 20:53 Einu viðmæli föður Ara við fréttunum voru að hann yrði nú að fara að vanda málfarið. Vísir Ari Eldjárn, grínisti með meiru, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar sem afhent voru í Eddu í dag, á degi íslenskrar tungu. Þegar hann tók við verðlaununum sagðist hann hafa upplifað svokallað loddaraheilkenni. „Sérstaklega af því að ég hef ekki skrifað stafkrók í fimmtán ár,“ sagði hann en verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti. „Ég var mjög feginn þegar ég heyrði í ræðu og riti. Ég er í raun og veru bara í munnlegri geymd. Kannski bara eins gott því það litla sem að eftir mig liggur á prenti það eldist ekki vel eins og heyra má á rökstuðningi dómnefndar,“ sagði Ari og vísaði til kvikmyndagagnrýni sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, las upp úr sem var einmitt skrifuð af Ara í Helgarpóstinum árið 1997, þegar hann var fimmtán ára gamall. Verði að hætta að segja „beisiklí“ „Sá sem ritaði þessi orð hafði ekki aldur til að muna sjálfur eftir frumsýningu fyrstu Star Trek-myndanna, hann var bara fimmtán ára en hafði samt skrifað í blaðið í næstum því ár. Umræddur gagnrýnandi, Ari Eldjárn, hefur síðan orðið einn ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar. Í uppistandi sínu beinir hann gjarna sjónum að íslenskri tungu; sköpunarmætti hennar, afkáraleika, sérstöðu en líka skyldleika við önnur tungumál, ekki síst þau norrænu. Þá er Ari einstök eftirherma en hæfileikar hans eru ekki aðeins fólgnir í því að ná málrómi og sérkennum einstaklinga heldur hefur hann næmt eyra fyrir því sem einkennir málsnið þeirra og ólíkra hópa í samfélaginu,“ sagði Lilja Dögg áður en hún afhenti Ara verðlaunin. Mikið var hlegið þegar Ari tók við verðlaununum.Stjórnarráðið Ari fékk þau tilmæli frá föður sínum Þórarni, sem hlotið hefur sömu verðlaun, að nú yrði hann að fara að vanda málfarið. „Ég tilkynnti pabba þetta því að hann fékk þetta nú á sínum tíma. Og ég ætlaði að hnýta eitthvað í hann og segja jæja kallinn minn, nú er ég kominn með þetta líka. En hann sagði: Já, þá verðurðu að hætta að segja beisiklí. Það var allt og sumt. Þannig að ég er hættur því, í hnotskurn.“ Ekki eina viðurkenning dagsins Ari var þó ekki sá eini sem hlaut viðurkenningu í dag. Auk Jónasarverðlaunana er sérstök viðurkenning fyrir stuðning við íslenska tungu veitt. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að viðurkenningarhafar hafi komið úr ýmsum áttum, til að mynda Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum og hljómsveitin Stuðmenn. Að þessu sinni hlutu aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnskólann í Vestmannaeyjum þá viðurkenningu. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri Hamraskóla og Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmanneyjarbæjar tóku við viðurkenningunni fyrir hönd þróunarverkefnisins Kveikjum neistann.Stjórnarráðið „En frá því að því var hleypt af stokkunum árið 2021 hefur það skilað eftirtektarverðum árangri hvað varðar bætta líðan nemenda en líka færni í lestri. Verkefnið er til 10 ára og er stutt af Vestmannaeyjabæ, Menntamálaráðuneytinu, Háskóla Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Einn af áhugaverðustu þáttum verkefnisins er hvernig það samþættir áherslur í lestri, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og áhugahvöt,“ segir á vef stjórnarráðsins. Íslensk tunga Menning Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Sjá meira
„Sérstaklega af því að ég hef ekki skrifað stafkrók í fimmtán ár,“ sagði hann en verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti. „Ég var mjög feginn þegar ég heyrði í ræðu og riti. Ég er í raun og veru bara í munnlegri geymd. Kannski bara eins gott því það litla sem að eftir mig liggur á prenti það eldist ekki vel eins og heyra má á rökstuðningi dómnefndar,“ sagði Ari og vísaði til kvikmyndagagnrýni sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, las upp úr sem var einmitt skrifuð af Ara í Helgarpóstinum árið 1997, þegar hann var fimmtán ára gamall. Verði að hætta að segja „beisiklí“ „Sá sem ritaði þessi orð hafði ekki aldur til að muna sjálfur eftir frumsýningu fyrstu Star Trek-myndanna, hann var bara fimmtán ára en hafði samt skrifað í blaðið í næstum því ár. Umræddur gagnrýnandi, Ari Eldjárn, hefur síðan orðið einn ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar. Í uppistandi sínu beinir hann gjarna sjónum að íslenskri tungu; sköpunarmætti hennar, afkáraleika, sérstöðu en líka skyldleika við önnur tungumál, ekki síst þau norrænu. Þá er Ari einstök eftirherma en hæfileikar hans eru ekki aðeins fólgnir í því að ná málrómi og sérkennum einstaklinga heldur hefur hann næmt eyra fyrir því sem einkennir málsnið þeirra og ólíkra hópa í samfélaginu,“ sagði Lilja Dögg áður en hún afhenti Ara verðlaunin. Mikið var hlegið þegar Ari tók við verðlaununum.Stjórnarráðið Ari fékk þau tilmæli frá föður sínum Þórarni, sem hlotið hefur sömu verðlaun, að nú yrði hann að fara að vanda málfarið. „Ég tilkynnti pabba þetta því að hann fékk þetta nú á sínum tíma. Og ég ætlaði að hnýta eitthvað í hann og segja jæja kallinn minn, nú er ég kominn með þetta líka. En hann sagði: Já, þá verðurðu að hætta að segja beisiklí. Það var allt og sumt. Þannig að ég er hættur því, í hnotskurn.“ Ekki eina viðurkenning dagsins Ari var þó ekki sá eini sem hlaut viðurkenningu í dag. Auk Jónasarverðlaunana er sérstök viðurkenning fyrir stuðning við íslenska tungu veitt. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að viðurkenningarhafar hafi komið úr ýmsum áttum, til að mynda Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum og hljómsveitin Stuðmenn. Að þessu sinni hlutu aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnskólann í Vestmannaeyjum þá viðurkenningu. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri Hamraskóla og Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmanneyjarbæjar tóku við viðurkenningunni fyrir hönd þróunarverkefnisins Kveikjum neistann.Stjórnarráðið „En frá því að því var hleypt af stokkunum árið 2021 hefur það skilað eftirtektarverðum árangri hvað varðar bætta líðan nemenda en líka færni í lestri. Verkefnið er til 10 ára og er stutt af Vestmannaeyjabæ, Menntamálaráðuneytinu, Háskóla Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Einn af áhugaverðustu þáttum verkefnisins er hvernig það samþættir áherslur í lestri, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og áhugahvöt,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Íslensk tunga Menning Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Sjá meira