Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2024 23:31 Gianni Infantino, forseti FIFA, og nýju bikarinn sem er vel merktur honum. Getty/Rob Kim/FIFA Gianni Infantino, forseti FIFA, kynnti í vikunni nýjan og glæsilegan bikar sem keppt verður um í nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða næsta sumar. Heimsmeistarakeppnin er nú orðin að 32 liða keppni og er því orðin jafnstór og heimsmeistarakeppni landsliða hefur verið undanfarna áratugi. Nýi bikar keppninnar var hannaður af FIFA og framleiddur af fyrirtækinu Tiffany & Co. Bikarinn er mjög sérstakur og mun skera sig úr meðal annarra bikara sem keppt er um í heimsfótboltanum. Forsetinn hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu ætlar augljóslega að passa upp á það að nafn hans gleymist ekki í framtíðinni. Nafn Gianni Infantino sjálfs er nefnilega grafið tvisvar sinnum á bikarinn. The Athletic fjallar um þetta. Það stendur á bikarnum að Gianni Infantino hafi verið forseti FIFA þegar keppnin varð til og undir því má síðan sjá undirskrift hans. Infantino þurfti samt meiri vottun á mikilvægi sínu á bikarnum því í lýsingu á nýju keppninni á bikarnum kemur fram að keppnin sé til þökk sé innblástri frá Infantino eða á ensku: „Inspired by the FIFA president Gianni Infantino“ Þetta er næstum því eins og langt gengið og þegar fyrsti heimsbikarinn var kallaður Jules Rimet bikarinn eftir manninum sem bjó til heimsmeistarakeppni landsliða á sínum tíma. Sá bikar var í notkun á HM 1930 til 1970 þegar Brasilíumenn unnu hann sér til eignar. Hvort Infantino haldi að mikilvægi sitt sé nafnið og það hjá Jules Rimet fylgir ekki sögunni en forsetinn er augljóst stoltur af vinnu sinni við að koma þessari keppni á laggirnar. Infantino hefur vissulega farið fyrir stækkun heimsmeistarakeppni félagsliða en þessi fjölgun leikja hefur verið gagnrýnd mjög mikið enda eykur hún enn frekar álagið á bestu knattspyrnumenn heims. Það má sjá nýja bikarinn hér fyrir neðan. The trophy is here! ✨Crafted in collaboration with @TiffanyAndCo, this trophy will be awarded for the first time to the winners of the inaugural #FIFACWC taking place next year. #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/x1Wo1T1Lf4— FIFA Club World Cup (@FIFACWC) November 14, 2024 HM félagsliða í fótbolta 2025 FIFA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Leik lokið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Leik lokið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin er nú orðin að 32 liða keppni og er því orðin jafnstór og heimsmeistarakeppni landsliða hefur verið undanfarna áratugi. Nýi bikar keppninnar var hannaður af FIFA og framleiddur af fyrirtækinu Tiffany & Co. Bikarinn er mjög sérstakur og mun skera sig úr meðal annarra bikara sem keppt er um í heimsfótboltanum. Forsetinn hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu ætlar augljóslega að passa upp á það að nafn hans gleymist ekki í framtíðinni. Nafn Gianni Infantino sjálfs er nefnilega grafið tvisvar sinnum á bikarinn. The Athletic fjallar um þetta. Það stendur á bikarnum að Gianni Infantino hafi verið forseti FIFA þegar keppnin varð til og undir því má síðan sjá undirskrift hans. Infantino þurfti samt meiri vottun á mikilvægi sínu á bikarnum því í lýsingu á nýju keppninni á bikarnum kemur fram að keppnin sé til þökk sé innblástri frá Infantino eða á ensku: „Inspired by the FIFA president Gianni Infantino“ Þetta er næstum því eins og langt gengið og þegar fyrsti heimsbikarinn var kallaður Jules Rimet bikarinn eftir manninum sem bjó til heimsmeistarakeppni landsliða á sínum tíma. Sá bikar var í notkun á HM 1930 til 1970 þegar Brasilíumenn unnu hann sér til eignar. Hvort Infantino haldi að mikilvægi sitt sé nafnið og það hjá Jules Rimet fylgir ekki sögunni en forsetinn er augljóst stoltur af vinnu sinni við að koma þessari keppni á laggirnar. Infantino hefur vissulega farið fyrir stækkun heimsmeistarakeppni félagsliða en þessi fjölgun leikja hefur verið gagnrýnd mjög mikið enda eykur hún enn frekar álagið á bestu knattspyrnumenn heims. Það má sjá nýja bikarinn hér fyrir neðan. The trophy is here! ✨Crafted in collaboration with @TiffanyAndCo, this trophy will be awarded for the first time to the winners of the inaugural #FIFACWC taking place next year. #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/x1Wo1T1Lf4— FIFA Club World Cup (@FIFACWC) November 14, 2024
HM félagsliða í fótbolta 2025 FIFA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Leik lokið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Leik lokið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Sjá meira