Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2024 16:01 Ståle Solbakken tók við norska landsliðinu í lok árs 2020, af Lars Lagerbäck. Getty/Simon Stacpoole Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, fékk sig fullsaddan af ítrekuðum spurningum blaðamanns VG um Martin Ödegaard og skipaði honum að róa sig niður. „Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken við blaðamanninn. Það var þó full ástæða fyrir norska fjölmiðlamenn að spyrja Solbakken og lækni landsliðsins, Ola Sand, út í stöðuna á Ödegaard. Landsliðsfyrirliðinn er nýkominn af stað eftir meiðsli en gat þó spilað níutíu mínútur fyrir Arsenal gegn Chelsea á sunnudaginn. Ödegaard var kallaður inn í norska landsliðshópinn á mánudaginn en niðurstaðan varð þó sú að hann færi aftur til Lundúna daginn eftir, til að sinna frekari endurhæfingu eftir tveggja mánaða ökklameiðsli sín. Hann verður því ekki með Noregi í landsleikjum gegn Slóveníu á morgun og gegn Kasakstan á sunnudaginn. Mats Arntzen, blaðamaður VG, þjarmaði að Solbakken á blaðamannafundi í gær og vildi meina að það væri alveg ljóst að Arsenal hefði forgang fram yfir norska landsliðið. Myndband frá fundinum má meðal annars sjá á vef NRK. „Ef að Arsenal hefði átt að mæta Manchester City á sunnudaginn, í stað þess að Noregur væri að fara að mæta Kasakstan, heldur þú þá ekki að það væri sennilegt að hann myndi spila þann leik?“ spurði Arntzen. Ladies and gentlemen, dette er vår landslagstrener🤡 Womp, Womp , Ståle! Hyller reporteren 11/10 ganger i uka!🙈 pic.twitter.com/rcHAGyEtrC— Marcus Haraldsen (@marcusharaldsen) November 12, 2024 „Ég ræð engu um það. Það yrðu bara getgátur,“ svaraði Ola Sand landsliðslæknir en Arntzen lét ekki þar við sitja og sagði: „En hann er annað hvort meiddur eða ekki meiddur?“ Við þetta brast Solbakken þolinmæðin og við tóku snörp orðaskipti á milli hans og Arntzen, og var landsliðsþjálfarinn ansi hvassyrtur. „Mátt ekki vera svona hörundsár“ „Þú mátt ekki vera svona hörundsár. Þú ert rosalega hörundsár. Þú verður að slappa aðeins af. Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken sem sagði engan mun á forgangi fyrir Arsenal og norska landsliðið. Hann treysti fullkomlega mati lækna og sjúkraþjálfara, og Ödegaards sjálfs. Þeir héldu áfram að skiptast á orðum og Arntzen benti á að Arsenal-mennirnir Declan Rice og Bukayo Saka væru ekki heldur með í komandi landsleikjum með Englandi. „Þú ert kannski með góðar upplýsingar um þá líka? Ég ætti kannski að taka þig inn í læknateymið því þú veist allt best,“ sagði Solbakken. Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Sjá meira
Það var þó full ástæða fyrir norska fjölmiðlamenn að spyrja Solbakken og lækni landsliðsins, Ola Sand, út í stöðuna á Ödegaard. Landsliðsfyrirliðinn er nýkominn af stað eftir meiðsli en gat þó spilað níutíu mínútur fyrir Arsenal gegn Chelsea á sunnudaginn. Ödegaard var kallaður inn í norska landsliðshópinn á mánudaginn en niðurstaðan varð þó sú að hann færi aftur til Lundúna daginn eftir, til að sinna frekari endurhæfingu eftir tveggja mánaða ökklameiðsli sín. Hann verður því ekki með Noregi í landsleikjum gegn Slóveníu á morgun og gegn Kasakstan á sunnudaginn. Mats Arntzen, blaðamaður VG, þjarmaði að Solbakken á blaðamannafundi í gær og vildi meina að það væri alveg ljóst að Arsenal hefði forgang fram yfir norska landsliðið. Myndband frá fundinum má meðal annars sjá á vef NRK. „Ef að Arsenal hefði átt að mæta Manchester City á sunnudaginn, í stað þess að Noregur væri að fara að mæta Kasakstan, heldur þú þá ekki að það væri sennilegt að hann myndi spila þann leik?“ spurði Arntzen. Ladies and gentlemen, dette er vår landslagstrener🤡 Womp, Womp , Ståle! Hyller reporteren 11/10 ganger i uka!🙈 pic.twitter.com/rcHAGyEtrC— Marcus Haraldsen (@marcusharaldsen) November 12, 2024 „Ég ræð engu um það. Það yrðu bara getgátur,“ svaraði Ola Sand landsliðslæknir en Arntzen lét ekki þar við sitja og sagði: „En hann er annað hvort meiddur eða ekki meiddur?“ Við þetta brast Solbakken þolinmæðin og við tóku snörp orðaskipti á milli hans og Arntzen, og var landsliðsþjálfarinn ansi hvassyrtur. „Mátt ekki vera svona hörundsár“ „Þú mátt ekki vera svona hörundsár. Þú ert rosalega hörundsár. Þú verður að slappa aðeins af. Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken sem sagði engan mun á forgangi fyrir Arsenal og norska landsliðið. Hann treysti fullkomlega mati lækna og sjúkraþjálfara, og Ödegaards sjálfs. Þeir héldu áfram að skiptast á orðum og Arntzen benti á að Arsenal-mennirnir Declan Rice og Bukayo Saka væru ekki heldur með í komandi landsleikjum með Englandi. „Þú ert kannski með góðar upplýsingar um þá líka? Ég ætti kannski að taka þig inn í læknateymið því þú veist allt best,“ sagði Solbakken.
Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Sjá meira