Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2024 06:25 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir ekki um að ræða faraldur. Vísir/Arnar Nokkrir einstaklingar hér á landi hafa greinst með bráða lifrarbólgu B á síðustu mánuðum en svo virðist sem um sé að ræða smit sem hefur átt sér stað við kynmök. Frá þessu greinir Morgunblaðið. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó ekki um að ræða faraldur en sýni séu enn í vinnslu og einstaklingar í eftirliti. Smitaðir séu ekki í sóttkví og ekki talið þörf á frekari aðgerðum en gripið hefur verið til. „Þetta eru nokkrir einstaklingar og einhverjir af þeim tengjast, en það er ekki alveg búið að rekja þetta og ekki vitað hvort allir tengist,“ hefur Morgunblaðið eftir Guðrúnu. „Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til eru að vekja athygli á þessu og hvetja til meiri skimunar á lifrarbólgu B, til dæmis þegar fólk greinist með kynsjúkdóm. Eins bendum við á bólusetningu fyrir áhættuhópa.“ Á Heilsuveru segir um lifrarbólgu B: „Lifrarbólga B er veirusýking sem berst með blóði eða öðrum líkamsvessum milli einstaklinga. Sjúkdómurinn getur smitast þegar nálum er deilt, við stunguslys eða við notkun rakvéla eða tannbursta frá sýktum einstaklingi. Einnig getur sjúkdómurinn smitast við samfarir án smokks. Flest sem smitast af lifrarbólgu B jafna sig á nokkrum mánuðum. Hluti þeirra sem smitast af lifrarbólgu B losa sig ekki við veiruna og fær langvinna sýkingu. Fólk sem smitast ungt af lifrarbólgu B, til dæmis frá móður í fæðingu, er í mestri hættu á að fá langvinna sýkingu sem getur leitt til skorpulifrar og krabbameins í lifur. Lifrarbólga B er greind með blóðprufu og hægt er að meðhöndla sjúkdóminn með veirulyfjum. Mælt er með að eftirfarandi einstaklingar í áhættuhópum fái bólusetningu: Heilbrigðisstarfsfólk Fólk sem notar sprautulyf Samkynhneigðir karlmenn Börn mæðra með lifrarbólgu B Fólk sem ferðast til svæða þar sem sýkingin er algeng Bóluefnið veitir vörn gegn Lifrarbólgu B. Einnig er mælt með notkun smokka til að koma í veg fyrir smit.“ Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó ekki um að ræða faraldur en sýni séu enn í vinnslu og einstaklingar í eftirliti. Smitaðir séu ekki í sóttkví og ekki talið þörf á frekari aðgerðum en gripið hefur verið til. „Þetta eru nokkrir einstaklingar og einhverjir af þeim tengjast, en það er ekki alveg búið að rekja þetta og ekki vitað hvort allir tengist,“ hefur Morgunblaðið eftir Guðrúnu. „Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til eru að vekja athygli á þessu og hvetja til meiri skimunar á lifrarbólgu B, til dæmis þegar fólk greinist með kynsjúkdóm. Eins bendum við á bólusetningu fyrir áhættuhópa.“ Á Heilsuveru segir um lifrarbólgu B: „Lifrarbólga B er veirusýking sem berst með blóði eða öðrum líkamsvessum milli einstaklinga. Sjúkdómurinn getur smitast þegar nálum er deilt, við stunguslys eða við notkun rakvéla eða tannbursta frá sýktum einstaklingi. Einnig getur sjúkdómurinn smitast við samfarir án smokks. Flest sem smitast af lifrarbólgu B jafna sig á nokkrum mánuðum. Hluti þeirra sem smitast af lifrarbólgu B losa sig ekki við veiruna og fær langvinna sýkingu. Fólk sem smitast ungt af lifrarbólgu B, til dæmis frá móður í fæðingu, er í mestri hættu á að fá langvinna sýkingu sem getur leitt til skorpulifrar og krabbameins í lifur. Lifrarbólga B er greind með blóðprufu og hægt er að meðhöndla sjúkdóminn með veirulyfjum. Mælt er með að eftirfarandi einstaklingar í áhættuhópum fái bólusetningu: Heilbrigðisstarfsfólk Fólk sem notar sprautulyf Samkynhneigðir karlmenn Börn mæðra með lifrarbólgu B Fólk sem ferðast til svæða þar sem sýkingin er algeng Bóluefnið veitir vörn gegn Lifrarbólgu B. Einnig er mælt með notkun smokka til að koma í veg fyrir smit.“
Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira