„Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2024 19:46 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Vísir/Vilhelm Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. Vegurinn um Eyrarhlíð milli Hnífsdals og Ísafjarðar verður lokaður í kvöld og í nótt eftir að stór skriða féll á hann um þrjúleytið og önnur minni nokkrum tímum síðar. Vegna þessa er hvorki fært til Hnífsdals né Bolungarvíkur frá Ísafirði og hafa fjöldahjálparstöðvar verið opnaðar fyrir þá sem komast ekki til síns heima. Þá er Hnífsdælingum bent á að setja vatn á brúsa ef til þess kemur að loka þurfi fyrir vatnslögn til bæjarins vegna skriðunnar sem féll á veginn um Eyrarhlíð. Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt. Töluverð rigning og hiti hefur verið á svæðinu undanfarna daga og ár flætt yfir vegi. Vegalokanir eru víða enn í gildi og eru vatnsból á svæðinu drullug vegna leysinga. „Sem hefur leitt til þess að hreinsistöðin okkar hefur ekki undan þessu álagi, þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast. Því fór sem fór og vatnsveitan fór að stíflast í gærkvöldi. Og því vöknuðu bæjarbúar og fyrirtæki við brúnt og skítugt vatn í morgun og það er varúðarráðstöfun að nota ekki þetta vatn, hvorki til matvælaframleiðslu eða almennrar neyslu,“ sagði Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Engin matvælaframleiðsla Öllum matvælafyrirtækjum á svæðinu var lokað í dag þar sem ekki þótti forsvaranlegt að framleiða matvæli við þessar aðstæður. „Það hafa ekki verið framleidd nein matvæli í dag en við vonumst til að það geti byrjað aftur á morgun.“ Lokað var fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stóð yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. Gular viðvaranir alla vikuna Gular veðurviðvaranir verða víða í gildi fram á föstudag. Spár gera ráð fyrir að veðrið gangi niður á Vestfjörðum með kvöldinu en spár gera aftur ráð fyrir rigningu á fimmtudag. Jón Páll segir vatnsskortinn óboðlegan fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu. Síðustu þrjú ár hafi verið unnið að því að byggja nýja vatnsveitu sem taka á í notkun í desember. „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót en svona er lífið og við tökumst á við þessi verkefni. En þetta veðrur vonandi í síðasta skipti sem bæjarbúar og fyrirtæki í Bolungarvík þurfa að upplifa svona vandræði í vatnsveitunni okkar.“ Veður Bolungarvík Ísafjarðarbær Samgöngur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Vegurinn um Eyrarhlíð milli Hnífsdals og Ísafjarðar verður lokaður í kvöld og í nótt eftir að stór skriða féll á hann um þrjúleytið og önnur minni nokkrum tímum síðar. Vegna þessa er hvorki fært til Hnífsdals né Bolungarvíkur frá Ísafirði og hafa fjöldahjálparstöðvar verið opnaðar fyrir þá sem komast ekki til síns heima. Þá er Hnífsdælingum bent á að setja vatn á brúsa ef til þess kemur að loka þurfi fyrir vatnslögn til bæjarins vegna skriðunnar sem féll á veginn um Eyrarhlíð. Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt. Töluverð rigning og hiti hefur verið á svæðinu undanfarna daga og ár flætt yfir vegi. Vegalokanir eru víða enn í gildi og eru vatnsból á svæðinu drullug vegna leysinga. „Sem hefur leitt til þess að hreinsistöðin okkar hefur ekki undan þessu álagi, þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast. Því fór sem fór og vatnsveitan fór að stíflast í gærkvöldi. Og því vöknuðu bæjarbúar og fyrirtæki við brúnt og skítugt vatn í morgun og það er varúðarráðstöfun að nota ekki þetta vatn, hvorki til matvælaframleiðslu eða almennrar neyslu,“ sagði Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Engin matvælaframleiðsla Öllum matvælafyrirtækjum á svæðinu var lokað í dag þar sem ekki þótti forsvaranlegt að framleiða matvæli við þessar aðstæður. „Það hafa ekki verið framleidd nein matvæli í dag en við vonumst til að það geti byrjað aftur á morgun.“ Lokað var fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stóð yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. Gular viðvaranir alla vikuna Gular veðurviðvaranir verða víða í gildi fram á föstudag. Spár gera ráð fyrir að veðrið gangi niður á Vestfjörðum með kvöldinu en spár gera aftur ráð fyrir rigningu á fimmtudag. Jón Páll segir vatnsskortinn óboðlegan fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu. Síðustu þrjú ár hafi verið unnið að því að byggja nýja vatnsveitu sem taka á í notkun í desember. „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót en svona er lífið og við tökumst á við þessi verkefni. En þetta veðrur vonandi í síðasta skipti sem bæjarbúar og fyrirtæki í Bolungarvík þurfa að upplifa svona vandræði í vatnsveitunni okkar.“
Veður Bolungarvík Ísafjarðarbær Samgöngur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira