„Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2024 06:59 Gideon Saar tók við sem utanríkisráðherra Ísrael fyrr í mánuðinum, af Israel Katz. Getty/Amir Levy Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael, sagði í gær að „ákveðinn árangur“ hefði náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon. Talsmenn Hezbollah staðfesta að viðræður eigi sér stað en segja engar ákveðnar tillögur liggja fyrir að svo stöddu. Ísraelsher hefur barist við Hezbollah við landamæri Ísrael og Líbanon í rúmt ár, frá því að samtökin hófu árásir á norðurhluta Ísrael 8. október 2023, til að sýna „samstöðu“ með Hamas. Ísraelsmenn hafa síðan ráðist inn í Líbanon og staðið í hörðum aðgerðum gegn Hezbollah í suðurhluta landsins, til að freista þess að draga úr getu samtakanna til að ráðast gegn byggðum í norðurhluta Ísrael. Fjöldi íbúa á svæðinu, beggja megin landamærana, hafa neyðst til að flýja heimili sín eftir að átökin brutust út. Saar sagði stjórnvöld í Ísrael reiðubúin til að ræða vopnahlé, að því gefnu að liðsmenn Hezbollah hétu því að halda sig norðan Litani-ár og að komið yrði í veg fyrir endurvopnun þeirra. Bandaríkjamenn hafa átt milligöngu um viðræður um vopnahlé og þá er annar ísraelskur ráðherra, Ron Dermer, sagður hafa ferðast til Rússlands í síðustu viku til að ræða möguleikann á því að Rússar tryggi að Hezbollah fái ekki vopn um Sýrland. Najib Mikati, starfandi forsætisráðherra Líbanon, er einnig sagður hafa fundað með ýmsum leiðtogum Arabaríkja, meðal annars Abdullah II, konung Jórdaníu, og Sabah Al-Khalid Al Sabah, krónprins Kúvæt. Mohammad Afif, talsmaður Hezbollah, sagði hins vegar á blaðamannafundi í gær að þrátt fyrir að þreifingar hefðu átt sér stað milli stjórnvalda í Washington, Moskvu, Tehran og víðar væru viðræður á frumstigi og engar ákveðnar tillögur á borðinu. Þess ber þó að geta að framkvæmdastjóri Hezbollah, Naim Qassem, hefur sagt samtökin reiðubúin til viðræðna og að þau hafi horfið frá fyrri skilyrðum sínum um vopnahlé á Gasa. Ísrael Líbanon Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Ísraelsher hefur barist við Hezbollah við landamæri Ísrael og Líbanon í rúmt ár, frá því að samtökin hófu árásir á norðurhluta Ísrael 8. október 2023, til að sýna „samstöðu“ með Hamas. Ísraelsmenn hafa síðan ráðist inn í Líbanon og staðið í hörðum aðgerðum gegn Hezbollah í suðurhluta landsins, til að freista þess að draga úr getu samtakanna til að ráðast gegn byggðum í norðurhluta Ísrael. Fjöldi íbúa á svæðinu, beggja megin landamærana, hafa neyðst til að flýja heimili sín eftir að átökin brutust út. Saar sagði stjórnvöld í Ísrael reiðubúin til að ræða vopnahlé, að því gefnu að liðsmenn Hezbollah hétu því að halda sig norðan Litani-ár og að komið yrði í veg fyrir endurvopnun þeirra. Bandaríkjamenn hafa átt milligöngu um viðræður um vopnahlé og þá er annar ísraelskur ráðherra, Ron Dermer, sagður hafa ferðast til Rússlands í síðustu viku til að ræða möguleikann á því að Rússar tryggi að Hezbollah fái ekki vopn um Sýrland. Najib Mikati, starfandi forsætisráðherra Líbanon, er einnig sagður hafa fundað með ýmsum leiðtogum Arabaríkja, meðal annars Abdullah II, konung Jórdaníu, og Sabah Al-Khalid Al Sabah, krónprins Kúvæt. Mohammad Afif, talsmaður Hezbollah, sagði hins vegar á blaðamannafundi í gær að þrátt fyrir að þreifingar hefðu átt sér stað milli stjórnvalda í Washington, Moskvu, Tehran og víðar væru viðræður á frumstigi og engar ákveðnar tillögur á borðinu. Þess ber þó að geta að framkvæmdastjóri Hezbollah, Naim Qassem, hefur sagt samtökin reiðubúin til viðræðna og að þau hafi horfið frá fyrri skilyrðum sínum um vopnahlé á Gasa.
Ísrael Líbanon Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent