Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 22:17 Þessir tveir til hægri skoruðu mörk sinna liða í kvöld. Piero Cruciatti/Getty Images Inter og Napoli mættust í stórleik helgarinnar í Serie A, ítölsku efstu deildar karla í fótbolta. Heimamenn hefðu með sigri komist á topp deildarinnar á kostnað Napoli en leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Hakan Çalhanoğlu, markaskorari Inter, brenndi af vítaspyrnu í stöðunni 1-1. Leikurinn var eins og við var búist leikinn heldur varfærnislega af báðum liðum. Á endanum var það fast leikatriði gestanna sem leiddi til þess að skoski miðjumaðurinn Scott McTominay kom Napoli yfir. Amir Rrahmani sendi þá hornspyrnu Khvicha Kvaratskhelia að marki þar sem Skotinn smellti boltanum í netið af stuttu færi. Scott fagnar.EPA-EFE/NICOLA MARFISI Það virtist sem gestirnir myndu fara inn í hálfleikshléið með forystuna en þegar 43 mínútur voru komnar á klukkuna jöfnuðu heimamenn í Inter metin. Alessandro Bastoni átti þá stutta sendingu á Çalhanoğlu sem skoraði með þrumuskoti lengst fyrir utan teig. Hakan Çalhanoğlu fagnar vel og innilega.Piero Cruciatti/Getty Images Staðan því 1-1 að loknum fyrri hálfleik og virtust bæði lið nokkuð sátt með stigið í síðari hálfleik. Það voru hins vegar heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að tryggja sér stigin þrjú og þar með toppsæti deildarinnar þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá braut Frank Anguissa af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Hinn gríðarlega örugga vítaskytta Çalhanoğlu fór á punktinn en þrumaði boltanum í stöngina. Staðan því enn jöfn 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. The points are shared in Milan! 🤝#InterNapoli pic.twitter.com/0JB2Mt9GMW— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 10, 2024 Eftir 12 umferðir er Napoli á toppnum með 26 stig. Þar á eftir koma Atalanta, Fiorentina, Inter og Lazio með 25 stig. Juventus er svo í 6. sætinu með 24 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Leikurinn var eins og við var búist leikinn heldur varfærnislega af báðum liðum. Á endanum var það fast leikatriði gestanna sem leiddi til þess að skoski miðjumaðurinn Scott McTominay kom Napoli yfir. Amir Rrahmani sendi þá hornspyrnu Khvicha Kvaratskhelia að marki þar sem Skotinn smellti boltanum í netið af stuttu færi. Scott fagnar.EPA-EFE/NICOLA MARFISI Það virtist sem gestirnir myndu fara inn í hálfleikshléið með forystuna en þegar 43 mínútur voru komnar á klukkuna jöfnuðu heimamenn í Inter metin. Alessandro Bastoni átti þá stutta sendingu á Çalhanoğlu sem skoraði með þrumuskoti lengst fyrir utan teig. Hakan Çalhanoğlu fagnar vel og innilega.Piero Cruciatti/Getty Images Staðan því 1-1 að loknum fyrri hálfleik og virtust bæði lið nokkuð sátt með stigið í síðari hálfleik. Það voru hins vegar heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að tryggja sér stigin þrjú og þar með toppsæti deildarinnar þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá braut Frank Anguissa af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Hinn gríðarlega örugga vítaskytta Çalhanoğlu fór á punktinn en þrumaði boltanum í stöngina. Staðan því enn jöfn 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. The points are shared in Milan! 🤝#InterNapoli pic.twitter.com/0JB2Mt9GMW— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 10, 2024 Eftir 12 umferðir er Napoli á toppnum með 26 stig. Þar á eftir koma Atalanta, Fiorentina, Inter og Lazio með 25 stig. Juventus er svo í 6. sætinu með 24 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira