Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. nóvember 2024 10:14 Öskjuvatn. Vísir/Rax Jarðskjálfti að stærð 3,0 varð klukkan 08:13 í morgun á austurbakka Öskjuvatns, 1,6 kílómetra frá Víti sem er stærsti sprengigígurinn í Öskju. Þetta er stærsti skjálftinn sem hefur mælst á svæðinu síðan í janúar 2022. Þetta staðfestir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún tekur fram að þetta bendi ekki til þess að það sé að draga til tíðinda í eldstöðinni Öskju en landris hefur mælst stöðugt á svæðinu síðan í júlí á síðasta ári. „Það er mjög algengt að við fáum skjálfta, sérstaklega við austurjaðar Öskjunnar og austan við Öskjuvatn. Þetta eru iðulega skjálftar sem við tengjum við jarðhita. Það hafa verið nokkrir skjálftar á þessu ári rétt undir þremur, svo þetta er ekki áberandi stærsti skjálftinn,“ segir hún og bætir við að skjálftinn tengist jarðhita á svæðinu. Salóme tekur fram að skjálftinn í morgun hafi verið einangrað atvik en ekki hefur mælst aukin skjálftavirkni á svæðinu né smáskjálftar. Tólf skjálftar hafa orðið á svæðinu í þessari viku. „Það hefur hægt töluvert á landrisi í Öskju, síðan í júlí 2023. Það var búið að vera mjög jafnt landris fram að því en þá hægðist á þessu og búinn að vera jafn hraði á þessu síðan. Þann 2. september hafði mælst tólf sentímetra landris síðasta árið.“ Veðurstofan telur líklegt að kvika safnist á um þriggja kílómetra dýpi undir Öskju en engar vísbendingar eru um að hún færist nær yfirborðinu. Askja Eldgos og jarðhræringar Vísindi Þingeyjarsveit Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þetta staðfestir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún tekur fram að þetta bendi ekki til þess að það sé að draga til tíðinda í eldstöðinni Öskju en landris hefur mælst stöðugt á svæðinu síðan í júlí á síðasta ári. „Það er mjög algengt að við fáum skjálfta, sérstaklega við austurjaðar Öskjunnar og austan við Öskjuvatn. Þetta eru iðulega skjálftar sem við tengjum við jarðhita. Það hafa verið nokkrir skjálftar á þessu ári rétt undir þremur, svo þetta er ekki áberandi stærsti skjálftinn,“ segir hún og bætir við að skjálftinn tengist jarðhita á svæðinu. Salóme tekur fram að skjálftinn í morgun hafi verið einangrað atvik en ekki hefur mælst aukin skjálftavirkni á svæðinu né smáskjálftar. Tólf skjálftar hafa orðið á svæðinu í þessari viku. „Það hefur hægt töluvert á landrisi í Öskju, síðan í júlí 2023. Það var búið að vera mjög jafnt landris fram að því en þá hægðist á þessu og búinn að vera jafn hraði á þessu síðan. Þann 2. september hafði mælst tólf sentímetra landris síðasta árið.“ Veðurstofan telur líklegt að kvika safnist á um þriggja kílómetra dýpi undir Öskju en engar vísbendingar eru um að hún færist nær yfirborðinu.
Askja Eldgos og jarðhræringar Vísindi Þingeyjarsveit Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent