Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 10:01 Pep Clotet, þjálfari Triestina, var mjög ósáttur þegar leikmaður hans var rekinn af velli snemma leiks. X Þjálfari ítalska fótboltafélagsins Triestina missti stjórn á skapi sínu þegar einn leikmanna hans lét reka sig út snemma leiks í gærkvöldi. Triestina hefur byrjað tímabilið hræðilega og tapaði enn á ný þegar liðið mætti Giana Erminio í gær. Giana Erminio vann leikinn 1-0 en sigurmarkið kom þó ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok. Þá voru leikmenn Triestina búnir að vera manni færri í 53 mínútur. Pep Clotet, þjálfari Triestina, réðst á eigin leikmann þegar Raimonds Krollis fékk rauða spjaldið strax á 34. mínútu leiksins. Clotet er reynslumikill þjálfari sem stýrði á sínum tíma enska liðinu Birmingham og hefur þjálfað mörg félög á Ítalíu. Clotet greip í treyju leikmannsins þegar hann labbaði fram hjá hinum á leið til búningsklefans. Þjálfarinn hristi leikmanninn sinn til og ýtti honum langt til baka áður en hann henti Krollis frá sér. Með Triestina spilar íslenski knattspyrnumaðurinn Kristófer Jónsson en hann sat allan tímann á bekknum í gær. Kristófer er 21 árs gamall miðjumaður sem kom til Triestina frá Val árið 2023. Hinn átján ára gamli Stígur Þórðarson er einnig í unglingaliði félagsins. Eftir leikinn situr Triestina í botnsæti C-deildarinnar með sex stig úr fjórtán leikjum. Liðið hefur aðeins unnið einn leik en tapað níu. Former Birmingham manager Pep Clotet has completely lost his head at his OWN player after getting sent off over in Italy 😳😳 pic.twitter.com/e9hRrvRElk— Second Tier podcast (@secondtierpod) November 8, 2024 Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Triestina hefur byrjað tímabilið hræðilega og tapaði enn á ný þegar liðið mætti Giana Erminio í gær. Giana Erminio vann leikinn 1-0 en sigurmarkið kom þó ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok. Þá voru leikmenn Triestina búnir að vera manni færri í 53 mínútur. Pep Clotet, þjálfari Triestina, réðst á eigin leikmann þegar Raimonds Krollis fékk rauða spjaldið strax á 34. mínútu leiksins. Clotet er reynslumikill þjálfari sem stýrði á sínum tíma enska liðinu Birmingham og hefur þjálfað mörg félög á Ítalíu. Clotet greip í treyju leikmannsins þegar hann labbaði fram hjá hinum á leið til búningsklefans. Þjálfarinn hristi leikmanninn sinn til og ýtti honum langt til baka áður en hann henti Krollis frá sér. Með Triestina spilar íslenski knattspyrnumaðurinn Kristófer Jónsson en hann sat allan tímann á bekknum í gær. Kristófer er 21 árs gamall miðjumaður sem kom til Triestina frá Val árið 2023. Hinn átján ára gamli Stígur Þórðarson er einnig í unglingaliði félagsins. Eftir leikinn situr Triestina í botnsæti C-deildarinnar með sex stig úr fjórtán leikjum. Liðið hefur aðeins unnið einn leik en tapað níu. Former Birmingham manager Pep Clotet has completely lost his head at his OWN player after getting sent off over in Italy 😳😳 pic.twitter.com/e9hRrvRElk— Second Tier podcast (@secondtierpod) November 8, 2024
Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira