Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 10:01 Pep Clotet, þjálfari Triestina, var mjög ósáttur þegar leikmaður hans var rekinn af velli snemma leiks. X Þjálfari ítalska fótboltafélagsins Triestina missti stjórn á skapi sínu þegar einn leikmanna hans lét reka sig út snemma leiks í gærkvöldi. Triestina hefur byrjað tímabilið hræðilega og tapaði enn á ný þegar liðið mætti Giana Erminio í gær. Giana Erminio vann leikinn 1-0 en sigurmarkið kom þó ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok. Þá voru leikmenn Triestina búnir að vera manni færri í 53 mínútur. Pep Clotet, þjálfari Triestina, réðst á eigin leikmann þegar Raimonds Krollis fékk rauða spjaldið strax á 34. mínútu leiksins. Clotet er reynslumikill þjálfari sem stýrði á sínum tíma enska liðinu Birmingham og hefur þjálfað mörg félög á Ítalíu. Clotet greip í treyju leikmannsins þegar hann labbaði fram hjá hinum á leið til búningsklefans. Þjálfarinn hristi leikmanninn sinn til og ýtti honum langt til baka áður en hann henti Krollis frá sér. Með Triestina spilar íslenski knattspyrnumaðurinn Kristófer Jónsson en hann sat allan tímann á bekknum í gær. Kristófer er 21 árs gamall miðjumaður sem kom til Triestina frá Val árið 2023. Hinn átján ára gamli Stígur Þórðarson er einnig í unglingaliði félagsins. Eftir leikinn situr Triestina í botnsæti C-deildarinnar með sex stig úr fjórtán leikjum. Liðið hefur aðeins unnið einn leik en tapað níu. Former Birmingham manager Pep Clotet has completely lost his head at his OWN player after getting sent off over in Italy 😳😳 pic.twitter.com/e9hRrvRElk— Second Tier podcast (@secondtierpod) November 8, 2024 Ítalski boltinn Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira
Triestina hefur byrjað tímabilið hræðilega og tapaði enn á ný þegar liðið mætti Giana Erminio í gær. Giana Erminio vann leikinn 1-0 en sigurmarkið kom þó ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok. Þá voru leikmenn Triestina búnir að vera manni færri í 53 mínútur. Pep Clotet, þjálfari Triestina, réðst á eigin leikmann þegar Raimonds Krollis fékk rauða spjaldið strax á 34. mínútu leiksins. Clotet er reynslumikill þjálfari sem stýrði á sínum tíma enska liðinu Birmingham og hefur þjálfað mörg félög á Ítalíu. Clotet greip í treyju leikmannsins þegar hann labbaði fram hjá hinum á leið til búningsklefans. Þjálfarinn hristi leikmanninn sinn til og ýtti honum langt til baka áður en hann henti Krollis frá sér. Með Triestina spilar íslenski knattspyrnumaðurinn Kristófer Jónsson en hann sat allan tímann á bekknum í gær. Kristófer er 21 árs gamall miðjumaður sem kom til Triestina frá Val árið 2023. Hinn átján ára gamli Stígur Þórðarson er einnig í unglingaliði félagsins. Eftir leikinn situr Triestina í botnsæti C-deildarinnar með sex stig úr fjórtán leikjum. Liðið hefur aðeins unnið einn leik en tapað níu. Former Birmingham manager Pep Clotet has completely lost his head at his OWN player after getting sent off over in Italy 😳😳 pic.twitter.com/e9hRrvRElk— Second Tier podcast (@secondtierpod) November 8, 2024
Ítalski boltinn Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira