Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 11:30 Orri Óskarsson skorar hér með skalla gegn Viktoria Plzen í Tékklandi í gærkvöld. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Orri Óskarsson skoraði sitt fyrsta Evrópumark fyrir spænska liðið Real Sociedad í gærkvöldi, sem jafnframt reyndist eina mark liðsins í 2-1 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi. Þetta var þriðji leikur Orra í Evrópudeildinni en hann hafði áður komið inn á sem varamaður gegn Nice og verið í byrjunarliði gegn Anderlecht. Mark Orra í gær kom á 35. mínútu, þegar hann jafnaði metin með skalla eftir fyrirgjöf frá Evrópumeistaranum Mikel Oyarzabal. Markið má sjá hér að neðan. Orri hefur áður skorað fimm mörk í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, þegar hann var leikmaður FC Kaupmannahafnar, en markið í gær var hans fyrsta í aðalhluta Evrópukeppni. Orri hefur nú þegar einnig skorað tvö mörk í spænsku 1. deildinni, þar sem hann hefur leikið þrjá leiki í byrjunarliði og fimm sinnum komið inn á sem varamaður. Eins og Vísir fjallaði um í morgun þykir Orri einn af verðmætustu leikmönnum heims, af þeim sem eru 21 árs og yngri. Real Sociedad keypti hann í sumar fyrir metfé frá FC Kaupmannahöfn, eða á tuttugu milljónir evra, en hann er nú metinn á 36 milljónir evra. Orri skoraði stórglæsilegt mark fyrir Ísland í síðasta mánuði, þegar hann bruanði fram hálfan völlinn og þrumaði í netið gegn Tyrklandi, og hann skoraði með hörkuskalla gegn Svartfjallalandi í september. Þessi tvítugi framherji er að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum sem lýkur riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í þessum mánuði, með útileikjum við Svartfjallaland og Wales. Fyrri leikurinn er við Svartfellinga laugardaginn 16. nóvember og sá seinni við Walesverja þriðjudagskvöldið 19. nóvember. Evrópudeild UEFA Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Þetta var þriðji leikur Orra í Evrópudeildinni en hann hafði áður komið inn á sem varamaður gegn Nice og verið í byrjunarliði gegn Anderlecht. Mark Orra í gær kom á 35. mínútu, þegar hann jafnaði metin með skalla eftir fyrirgjöf frá Evrópumeistaranum Mikel Oyarzabal. Markið má sjá hér að neðan. Orri hefur áður skorað fimm mörk í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, þegar hann var leikmaður FC Kaupmannahafnar, en markið í gær var hans fyrsta í aðalhluta Evrópukeppni. Orri hefur nú þegar einnig skorað tvö mörk í spænsku 1. deildinni, þar sem hann hefur leikið þrjá leiki í byrjunarliði og fimm sinnum komið inn á sem varamaður. Eins og Vísir fjallaði um í morgun þykir Orri einn af verðmætustu leikmönnum heims, af þeim sem eru 21 árs og yngri. Real Sociedad keypti hann í sumar fyrir metfé frá FC Kaupmannahöfn, eða á tuttugu milljónir evra, en hann er nú metinn á 36 milljónir evra. Orri skoraði stórglæsilegt mark fyrir Ísland í síðasta mánuði, þegar hann bruanði fram hálfan völlinn og þrumaði í netið gegn Tyrklandi, og hann skoraði með hörkuskalla gegn Svartfjallalandi í september. Þessi tvítugi framherji er að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum sem lýkur riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í þessum mánuði, með útileikjum við Svartfjallaland og Wales. Fyrri leikurinn er við Svartfellinga laugardaginn 16. nóvember og sá seinni við Walesverja þriðjudagskvöldið 19. nóvember.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira