Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2024 11:03 Hakan Calhanoglu tryggði Inter sigur á Arsenal. getty/Piero Cruciatti Inter vann Arsenal, Atlético Madrid sigraði Paris Saint-Germain á dramatískan hátt og öskubuskuævintýri Brest hélt áfram. Þetta og margt fleira gerðist í Meistaradeild Evrópu í gær. Öll mörk gærdagsins má sjá í fréttinni. Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins þegar Inter tók á móti Arsenal í gær. Markið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Inter hefur ekki enn fengið á sig mark í Meistaradeildinni. Ángel Correa skoraði sigurmark Atlético Madrid gegn PSG þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, 1-2. Warren Zaïre-Emery kom Parísarliðinu yfir en Nahuel Molina jafnaði fyrir Spánverjana. Correa skoraði svo sigurmarkið á elleftu stundu. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk þegar Barcelona vann Rauðu stjörnuna, 2-5, í Belgrad. Pólski framherjinn hefur nú skorað 99 mörk í Meistaradeildinni og vantar aðeins eitt mark til að verða sá þriðji til að skora hundrað mörk í keppninni, á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Inigo Martínez, Raphinha og Fermín López skoruðu einnig fyrir Barcelona í gær. Silas Katompa Mvumpa og Felício Milson skoruðu mörk Rauðu stjörnunnar sem hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni. Eftir tvö töp í röð sigraði Bayern München Benfica, 1-0, á heimavelli. Jamal Musiala skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Aston Villa tapaði sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Club Brugge, 1-0. Hans Vaneken skoraði markið úr víti í upphafi seinni hálfleiks. Tyrone Mings, varnarmaður Villa, gerði skelfileg mistök í aðdraganda vítisins. Atalanta hélt hreinu í fjórða sinn í jafn mörgum leikjum í Meistaradeildinni er liðið bar sigurorð af Stuttgart, 0-2. Ademola Lookman og Nicolo Zaniolo skoruðu mörk ítalska liðsins. Hinn tvítugi Karim Konaté skoraði tvívegis þegar Red Bull Salzburg vann sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni, 1-3 gegn Feyenoord. Daouda Guindo skoraði einnig fyrir austurrísku meistarana en Anis Hadj Moussa gerði mark Hollendinganna. Brest heldur áfram að gera frábæra hluti í Meistaradeildinni og vann 1-2 sigur á Sparta Prag á útivelli. Edimilson Fernandes skoraði fyrir Brest og Kasper Kairinen gerði svo sjálfsmark. Victor Olatunji lagaði stöðuna fyrir Sparta Prag. Klippa: Sparta Prag 1-2 Brest Shakhtar Donetsk vann góðan sigur á Young Boys í Gelsenkirchen í Þýskalandi, 2-1. Kastriot Imeri kom Svisslendingunum yfir en Oleksandr Zubkov og Heorhiy Sudakov svöruðu fyrir Úkraínumennina. Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Barcelona vann góðan útisigur í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi en einn leikmaður liðsins er vel merktur eftir kvöldið í Belgrad. 7. nóvember 2024 08:02 Atlético Madríd stal sigrinum í París Atlético Madríd tryggði sér frækinn sigur á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Eftir að lenda undir komu gestirnir frá Madríd til baka og tryggðu sér stigin þrjú með síðustu spyrnu leiksins. 6. nóvember 2024 22:30 Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Inter Milan lagði Arsenal 1-0 í einum af stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar hans Mikel Arteta hafa nú farið tvívegis til Ítalíu á leiktíðinni og mistekist að skora í báðum leikjum sínum þar. 6. nóvember 2024 19:32 Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Barcelona gerði góða ferð til Belgrað í Serbíu þegar lærisveinar Hansi Flick sóttu Rauðu stjörnuna heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. nóvember 2024 19:32 Glórulaus Mings kostaði Villa Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu. 6. nóvember 2024 17:17 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Sjá meira
Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins þegar Inter tók á móti Arsenal í gær. Markið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Inter hefur ekki enn fengið á sig mark í Meistaradeildinni. Ángel Correa skoraði sigurmark Atlético Madrid gegn PSG þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, 1-2. Warren Zaïre-Emery kom Parísarliðinu yfir en Nahuel Molina jafnaði fyrir Spánverjana. Correa skoraði svo sigurmarkið á elleftu stundu. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk þegar Barcelona vann Rauðu stjörnuna, 2-5, í Belgrad. Pólski framherjinn hefur nú skorað 99 mörk í Meistaradeildinni og vantar aðeins eitt mark til að verða sá þriðji til að skora hundrað mörk í keppninni, á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Inigo Martínez, Raphinha og Fermín López skoruðu einnig fyrir Barcelona í gær. Silas Katompa Mvumpa og Felício Milson skoruðu mörk Rauðu stjörnunnar sem hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni. Eftir tvö töp í röð sigraði Bayern München Benfica, 1-0, á heimavelli. Jamal Musiala skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Aston Villa tapaði sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Club Brugge, 1-0. Hans Vaneken skoraði markið úr víti í upphafi seinni hálfleiks. Tyrone Mings, varnarmaður Villa, gerði skelfileg mistök í aðdraganda vítisins. Atalanta hélt hreinu í fjórða sinn í jafn mörgum leikjum í Meistaradeildinni er liðið bar sigurorð af Stuttgart, 0-2. Ademola Lookman og Nicolo Zaniolo skoruðu mörk ítalska liðsins. Hinn tvítugi Karim Konaté skoraði tvívegis þegar Red Bull Salzburg vann sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni, 1-3 gegn Feyenoord. Daouda Guindo skoraði einnig fyrir austurrísku meistarana en Anis Hadj Moussa gerði mark Hollendinganna. Brest heldur áfram að gera frábæra hluti í Meistaradeildinni og vann 1-2 sigur á Sparta Prag á útivelli. Edimilson Fernandes skoraði fyrir Brest og Kasper Kairinen gerði svo sjálfsmark. Victor Olatunji lagaði stöðuna fyrir Sparta Prag. Klippa: Sparta Prag 1-2 Brest Shakhtar Donetsk vann góðan sigur á Young Boys í Gelsenkirchen í Þýskalandi, 2-1. Kastriot Imeri kom Svisslendingunum yfir en Oleksandr Zubkov og Heorhiy Sudakov svöruðu fyrir Úkraínumennina. Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Barcelona vann góðan útisigur í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi en einn leikmaður liðsins er vel merktur eftir kvöldið í Belgrad. 7. nóvember 2024 08:02 Atlético Madríd stal sigrinum í París Atlético Madríd tryggði sér frækinn sigur á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Eftir að lenda undir komu gestirnir frá Madríd til baka og tryggðu sér stigin þrjú með síðustu spyrnu leiksins. 6. nóvember 2024 22:30 Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Inter Milan lagði Arsenal 1-0 í einum af stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar hans Mikel Arteta hafa nú farið tvívegis til Ítalíu á leiktíðinni og mistekist að skora í báðum leikjum sínum þar. 6. nóvember 2024 19:32 Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Barcelona gerði góða ferð til Belgrað í Serbíu þegar lærisveinar Hansi Flick sóttu Rauðu stjörnuna heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. nóvember 2024 19:32 Glórulaus Mings kostaði Villa Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu. 6. nóvember 2024 17:17 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Sjá meira
Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Barcelona vann góðan útisigur í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi en einn leikmaður liðsins er vel merktur eftir kvöldið í Belgrad. 7. nóvember 2024 08:02
Atlético Madríd stal sigrinum í París Atlético Madríd tryggði sér frækinn sigur á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Eftir að lenda undir komu gestirnir frá Madríd til baka og tryggðu sér stigin þrjú með síðustu spyrnu leiksins. 6. nóvember 2024 22:30
Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Inter Milan lagði Arsenal 1-0 í einum af stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar hans Mikel Arteta hafa nú farið tvívegis til Ítalíu á leiktíðinni og mistekist að skora í báðum leikjum sínum þar. 6. nóvember 2024 19:32
Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Barcelona gerði góða ferð til Belgrað í Serbíu þegar lærisveinar Hansi Flick sóttu Rauðu stjörnuna heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. nóvember 2024 19:32
Glórulaus Mings kostaði Villa Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu. 6. nóvember 2024 17:17