Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2024 10:44 Gylfi Magnússon er eins og margir hugsi yfir niðurstöðum kosninganna í gær. Vísir/Vilhelm Prófessor við viðskiptafræðisdeild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra er hugsi eftir að ljóst er að Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Bakslag í hnattrænni hlýnun, tangarhald kristinna hægri manna á Hæstarétt og uppgangur Rússlands á kostnað Úkraínu er meðal þess sem tínt er til. Gylfi Magnússon er meðal fjölmargra sem ýmist eru hugsi eða fagna niðurstöðunni vestan hafs sem þó á eftir að staðfesta fyrir víst. Þjóðarleiðtogar eru þegar farnir að óska Trump til hamingju með sigurinn. Þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands. Gylfi setur fyrirvara við spá sína um afleiðingar kosninganna en sér ýmislegt við í kortunum. Það verður verulegt bakslag í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun enda mun Bandaríkjastjórn hvetja til bruna á kolum og olíu eins og enginn sé morgundagurinn. Úkraína verður neydd til að gefast upp og afhenda Rússum veruleg landsvæði. Úkraínumenn gætu jafnvel neyðst til að koma á rússneskri leppstjórn og verða í svipaðri stöðu og Belarús. Það mun svo aftur þýða að Eystrasaltslöndin, Georgía og fleiri nágrannalönd Rússlands verða í stórhættu. NATÓ verður gagnslítið eða -laust þegar hernaðarmáttur Bandaríkjamanna stendur í raun ekki að baki því. Rússneska „heimsveldið“ sem þannig verður endurreist að hluta er hins vegar svo fúið og veikburða (bláfátæk, gerspillt bensínstöð með kjarnorkuvopn) að það mun einhvern veginn liðast í sundur fyrr eða síðar, hugsanlega með mjög blóðugum átökum. Tollastríð við Kína (þar sem ESB mun líka taka þátt) mun valda samdrætti í milliríkjaverslun, aukinni verðbólgu og hægja á heimshagkerfinu. Lífskjör versna fyrir vikið. Ísrael mun fara sínu fram í Gaza og Vesturbakkanum (svo sem engin breyting þar) en líklega ekki fá stuðning til að ráðast af fullum þunga á Íran. Fjöldi Bandaríkjamanna mun missa aðgang að heilbrigðisþjónustu þegar undið verður að hluta ofan af umbótum Obama á því sviði. „Kristilegir“ hægri menn munu halda meiri hluta í hæstarétti Bandaríkjanna í marga áratugi til viðbótar. Það hefur auðvitað margs konar afleiðingar. Gylfi vonar að þróun geti orðið skárri en eins og hann sjái hana fyrir sér. Hins vegar sé nánast ómögulegt að sjá fyrir að eitthvað gott geti komið út úr tilvonandi valdasetu Trumps. Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur á Gylfa og spyr hvort það geti verið að hann sé ekki aðdáandi Trump. Aðrir taka undir með Gylfa og segja sumir hann frekar bjartsýnan en annað. Í könnun sem Prósent gerði í vikunni kom fram að einn af hverjum tíu Íslendingum studdu Trump. Kjósendur Miðflokksins skæru sig þó úr en fjórir af hverjum tíu kjósendum flokksins væru stuðningsmenn Trump. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Gylfi Magnússon er meðal fjölmargra sem ýmist eru hugsi eða fagna niðurstöðunni vestan hafs sem þó á eftir að staðfesta fyrir víst. Þjóðarleiðtogar eru þegar farnir að óska Trump til hamingju með sigurinn. Þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands. Gylfi setur fyrirvara við spá sína um afleiðingar kosninganna en sér ýmislegt við í kortunum. Það verður verulegt bakslag í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun enda mun Bandaríkjastjórn hvetja til bruna á kolum og olíu eins og enginn sé morgundagurinn. Úkraína verður neydd til að gefast upp og afhenda Rússum veruleg landsvæði. Úkraínumenn gætu jafnvel neyðst til að koma á rússneskri leppstjórn og verða í svipaðri stöðu og Belarús. Það mun svo aftur þýða að Eystrasaltslöndin, Georgía og fleiri nágrannalönd Rússlands verða í stórhættu. NATÓ verður gagnslítið eða -laust þegar hernaðarmáttur Bandaríkjamanna stendur í raun ekki að baki því. Rússneska „heimsveldið“ sem þannig verður endurreist að hluta er hins vegar svo fúið og veikburða (bláfátæk, gerspillt bensínstöð með kjarnorkuvopn) að það mun einhvern veginn liðast í sundur fyrr eða síðar, hugsanlega með mjög blóðugum átökum. Tollastríð við Kína (þar sem ESB mun líka taka þátt) mun valda samdrætti í milliríkjaverslun, aukinni verðbólgu og hægja á heimshagkerfinu. Lífskjör versna fyrir vikið. Ísrael mun fara sínu fram í Gaza og Vesturbakkanum (svo sem engin breyting þar) en líklega ekki fá stuðning til að ráðast af fullum þunga á Íran. Fjöldi Bandaríkjamanna mun missa aðgang að heilbrigðisþjónustu þegar undið verður að hluta ofan af umbótum Obama á því sviði. „Kristilegir“ hægri menn munu halda meiri hluta í hæstarétti Bandaríkjanna í marga áratugi til viðbótar. Það hefur auðvitað margs konar afleiðingar. Gylfi vonar að þróun geti orðið skárri en eins og hann sjái hana fyrir sér. Hins vegar sé nánast ómögulegt að sjá fyrir að eitthvað gott geti komið út úr tilvonandi valdasetu Trumps. Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur á Gylfa og spyr hvort það geti verið að hann sé ekki aðdáandi Trump. Aðrir taka undir með Gylfa og segja sumir hann frekar bjartsýnan en annað. Í könnun sem Prósent gerði í vikunni kom fram að einn af hverjum tíu Íslendingum studdu Trump. Kjósendur Miðflokksins skæru sig þó úr en fjórir af hverjum tíu kjósendum flokksins væru stuðningsmenn Trump.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent