Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 09:32 Arne Slot og Xabi Alonso mætast með lið sín á Anfield í Meistaradeildinni í kvöld. Getty/ Jan Kruger/Jörg Schüler Liverpool tekur á móti Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni í kvöld og það munu örugglega fáir stuðningsmenn Liverpool missa af þessum leik. Xabi Alonso stýrir liði Leverkusen en hann var mikið orðaður við það að verða eftirmaður Jürgen Klopp hjá Liverpool. Alonso hélt áfram hjá Leverkusen og Liverpool réð í staðinn Hollendinginn Arne Slot. Leverkusen tapaði ekki leik á síðasta tímabili og vann sinn fyrsta þýska meistaratitil frá upphafi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í ár og í fyrra hjá lærisveinum Alonso en Slot hefur aftur á móti byrjað frábærlega með Liverpool. Alonso fékk hrós frá kollega sínum á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað gerir hann að svo sérstökum stjóra þegar þú vinnur ekki með honum daglega en hann er sérstakur, það er á hreinu,“ sagði Slot. „Liðið var í hópi neðstu liðanna þegar hann tók við, þeir eyddu ekki miklum pening og notuðu nánast sömu leikmenn. Þetta lið tapaði bara einum leik og sá var í úrslitaleik Evrópudeildarinnar,“ sagði Slot. „Það er eins og áður sagði erfitt að segja hvað gerir hann svona góðan en eitt af því er örugglega það að hafa spilað fyrir svo marga ótrúlega stjóra á sínum leikmannaferli. Hann þekkir líka og skilur hvernig leikmönnum líður á ákveðnum tímapunktum,“ sagði Slot. „Besta leiðin til að komast að því hvað gerir hann svo sérstakan væri að spyrja leikmennina sem hafa spilað fyrir hann,“ sagði Slot. Leikur Liverpool og Bayer Leverkusen hefst klukkan 20.00 í kvöld en útsendingin á Vodafone Sport hefst klukakn 19.50. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Xabi Alonso stýrir liði Leverkusen en hann var mikið orðaður við það að verða eftirmaður Jürgen Klopp hjá Liverpool. Alonso hélt áfram hjá Leverkusen og Liverpool réð í staðinn Hollendinginn Arne Slot. Leverkusen tapaði ekki leik á síðasta tímabili og vann sinn fyrsta þýska meistaratitil frá upphafi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í ár og í fyrra hjá lærisveinum Alonso en Slot hefur aftur á móti byrjað frábærlega með Liverpool. Alonso fékk hrós frá kollega sínum á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað gerir hann að svo sérstökum stjóra þegar þú vinnur ekki með honum daglega en hann er sérstakur, það er á hreinu,“ sagði Slot. „Liðið var í hópi neðstu liðanna þegar hann tók við, þeir eyddu ekki miklum pening og notuðu nánast sömu leikmenn. Þetta lið tapaði bara einum leik og sá var í úrslitaleik Evrópudeildarinnar,“ sagði Slot. „Það er eins og áður sagði erfitt að segja hvað gerir hann svona góðan en eitt af því er örugglega það að hafa spilað fyrir svo marga ótrúlega stjóra á sínum leikmannaferli. Hann þekkir líka og skilur hvernig leikmönnum líður á ákveðnum tímapunktum,“ sagði Slot. „Besta leiðin til að komast að því hvað gerir hann svo sérstakan væri að spyrja leikmennina sem hafa spilað fyrir hann,“ sagði Slot. Leikur Liverpool og Bayer Leverkusen hefst klukkan 20.00 í kvöld en útsendingin á Vodafone Sport hefst klukakn 19.50.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira