Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 09:32 Arne Slot og Xabi Alonso mætast með lið sín á Anfield í Meistaradeildinni í kvöld. Getty/ Jan Kruger/Jörg Schüler Liverpool tekur á móti Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni í kvöld og það munu örugglega fáir stuðningsmenn Liverpool missa af þessum leik. Xabi Alonso stýrir liði Leverkusen en hann var mikið orðaður við það að verða eftirmaður Jürgen Klopp hjá Liverpool. Alonso hélt áfram hjá Leverkusen og Liverpool réð í staðinn Hollendinginn Arne Slot. Leverkusen tapaði ekki leik á síðasta tímabili og vann sinn fyrsta þýska meistaratitil frá upphafi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í ár og í fyrra hjá lærisveinum Alonso en Slot hefur aftur á móti byrjað frábærlega með Liverpool. Alonso fékk hrós frá kollega sínum á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað gerir hann að svo sérstökum stjóra þegar þú vinnur ekki með honum daglega en hann er sérstakur, það er á hreinu,“ sagði Slot. „Liðið var í hópi neðstu liðanna þegar hann tók við, þeir eyddu ekki miklum pening og notuðu nánast sömu leikmenn. Þetta lið tapaði bara einum leik og sá var í úrslitaleik Evrópudeildarinnar,“ sagði Slot. „Það er eins og áður sagði erfitt að segja hvað gerir hann svona góðan en eitt af því er örugglega það að hafa spilað fyrir svo marga ótrúlega stjóra á sínum leikmannaferli. Hann þekkir líka og skilur hvernig leikmönnum líður á ákveðnum tímapunktum,“ sagði Slot. „Besta leiðin til að komast að því hvað gerir hann svo sérstakan væri að spyrja leikmennina sem hafa spilað fyrir hann,“ sagði Slot. Leikur Liverpool og Bayer Leverkusen hefst klukkan 20.00 í kvöld en útsendingin á Vodafone Sport hefst klukakn 19.50. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Körfubolti Fleiri fréttir Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Sjá meira
Xabi Alonso stýrir liði Leverkusen en hann var mikið orðaður við það að verða eftirmaður Jürgen Klopp hjá Liverpool. Alonso hélt áfram hjá Leverkusen og Liverpool réð í staðinn Hollendinginn Arne Slot. Leverkusen tapaði ekki leik á síðasta tímabili og vann sinn fyrsta þýska meistaratitil frá upphafi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í ár og í fyrra hjá lærisveinum Alonso en Slot hefur aftur á móti byrjað frábærlega með Liverpool. Alonso fékk hrós frá kollega sínum á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað gerir hann að svo sérstökum stjóra þegar þú vinnur ekki með honum daglega en hann er sérstakur, það er á hreinu,“ sagði Slot. „Liðið var í hópi neðstu liðanna þegar hann tók við, þeir eyddu ekki miklum pening og notuðu nánast sömu leikmenn. Þetta lið tapaði bara einum leik og sá var í úrslitaleik Evrópudeildarinnar,“ sagði Slot. „Það er eins og áður sagði erfitt að segja hvað gerir hann svona góðan en eitt af því er örugglega það að hafa spilað fyrir svo marga ótrúlega stjóra á sínum leikmannaferli. Hann þekkir líka og skilur hvernig leikmönnum líður á ákveðnum tímapunktum,“ sagði Slot. „Besta leiðin til að komast að því hvað gerir hann svo sérstakan væri að spyrja leikmennina sem hafa spilað fyrir hann,“ sagði Slot. Leikur Liverpool og Bayer Leverkusen hefst klukkan 20.00 í kvöld en útsendingin á Vodafone Sport hefst klukakn 19.50.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Körfubolti Fleiri fréttir Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Sjá meira