Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. nóvember 2024 11:44 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Formaður Læknafélags Íslands segir ríkið þrýsta læknum út í harðari verkfallsaðgerðir en lagt var upp með, með því að lýsa því yfir að boðaðar aðgerðir séu ólöglegar. Stefnt er að því að hefja nýja atkvæðagreiðslu um verkföll lækna í dag, sem myndu hefjast seint í nóvember. Fulltrúar Læknafélagsins annars vegar og ríkisins funda nú hjá Ríkissáttasemjara og munu gera fram eftir degi. Í gær var greint frá því að Læknafélagið ætlaði að ráðast í nýja atkvæðagreiðslu um möguleg verkföll, þar sem ríkið teldi áður samþykkt verkföll stangast á við lög. Formaður félagsins segist ósammála túlkun ríkisins um að aðgerðirnar séu ólöglega boðaðar. „En bara til þess að tefja ekki frekar, þá ákváðum við eftir þessa skoðun okkar um helgina að fara í nýja atkvæðagreiðslu um nýja uppsetningu á okkar aðgerðum, í samræmi við þeirra athugasemdir,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Ný atkvæðagreiðsla, sem stefnt er að því að hefja í dag, feli í sér frestun aðgerða um eina viku. „Þannig að í stað þess að við hefjum aðgerðir 18. nóvember, þá frestast þær til 25. nóvember, ef læknar samþykkja nýja aðgerðaáætlun.“ Breytingarnar sem gerðar voru til að bregðast við athugasemdum ríkisins, sem Læknafélagið telur þó ekki á rökum reistar, hafa í för með sér að ráðist verði í aðgerðir á öllum Landspítalanum samtímis, í stað þess að vera með aðgerðir á einstaka deild í einu. „Eins og þetta blasir við okkur þá þýðir þetta bara því miður harðari aðgerðir fyrr. Okkur þykir leitt að hafa á vissan hátt verið þrýst út í það, því við vitum að um viðkvæma starfsemi er að ræða, og hefðum viljað byrja varfærnislegar.“ Steinunn segir nokkuð langt hafa verið á milli deiluaðila að undanförnu. „En við sjáum hvað gerist núna, á allra næstu dögum.“ Læknaverkfall 2024 Heilbrigðiseftirlit Landspítalinn Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Fulltrúar Læknafélagsins annars vegar og ríkisins funda nú hjá Ríkissáttasemjara og munu gera fram eftir degi. Í gær var greint frá því að Læknafélagið ætlaði að ráðast í nýja atkvæðagreiðslu um möguleg verkföll, þar sem ríkið teldi áður samþykkt verkföll stangast á við lög. Formaður félagsins segist ósammála túlkun ríkisins um að aðgerðirnar séu ólöglega boðaðar. „En bara til þess að tefja ekki frekar, þá ákváðum við eftir þessa skoðun okkar um helgina að fara í nýja atkvæðagreiðslu um nýja uppsetningu á okkar aðgerðum, í samræmi við þeirra athugasemdir,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Ný atkvæðagreiðsla, sem stefnt er að því að hefja í dag, feli í sér frestun aðgerða um eina viku. „Þannig að í stað þess að við hefjum aðgerðir 18. nóvember, þá frestast þær til 25. nóvember, ef læknar samþykkja nýja aðgerðaáætlun.“ Breytingarnar sem gerðar voru til að bregðast við athugasemdum ríkisins, sem Læknafélagið telur þó ekki á rökum reistar, hafa í för með sér að ráðist verði í aðgerðir á öllum Landspítalanum samtímis, í stað þess að vera með aðgerðir á einstaka deild í einu. „Eins og þetta blasir við okkur þá þýðir þetta bara því miður harðari aðgerðir fyrr. Okkur þykir leitt að hafa á vissan hátt verið þrýst út í það, því við vitum að um viðkvæma starfsemi er að ræða, og hefðum viljað byrja varfærnislegar.“ Steinunn segir nokkuð langt hafa verið á milli deiluaðila að undanförnu. „En við sjáum hvað gerist núna, á allra næstu dögum.“
Læknaverkfall 2024 Heilbrigðiseftirlit Landspítalinn Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira