Stóð ógn af kærastanum en óforsvaranlegt að stinga hann Jón Þór Stefánsson skrifar 3. nóvember 2024 09:30 Atvik málsins áttu sér stað í íbúð konunnar í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Kona hefur hlotið sex mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna stunguárásar sem var framin á heimili hennar í Mosfellsbæ um nótt í aprílmánuði 2021. Sá sem varð fyrir árásinni var þáverandi kærasti hennar, en fyrir dómi viðurkenndi konan að hafa stungið hann tvívegis en sagði hann hafa beitt hana grófu ofbeldi í aðdragandanum. Hún neitaði sök á þeim forsendum að um neyðarvörn væri að ræða. Henni var gefið að sök að leggja ítrekað til mannsins með hníf sem var með fimmtán sentímetra löngu blaði. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ Í skýrslutöku fyrir dómi sagði konan að maðurinn hefði tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Síðan hafi hann grýtt henni í gólfið og sparkað í hana. Hún sagðist hafa óttast um líf sitt. „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig.“ Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Í greinargerð verjanda konunnar sagði að hún hefði stungið manninn til þess að bjarga lífi sínu. Árás hans hefði getað endað með andláti hennar og því hafi hnífstungurnar verið forsvaranlegar til að komast undan á lífi. Annað en að beita hnífnum hafi ekki verið mögulegt til að verjast árás mannsins. Sá aldrei hnífinn Fyrir dómi sagði maðurinn að þau hefðu verið í sambandi á þessum tíma en það hafi verið stormasamt. Þetta kvöld hafi komið upp ósætti á milli þeirra og hann sagst vilja slíta sambandinu. Hann hafi skyndilega fundið fyrir því að hafa verið stunginn aftan í hnéð. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Maðurinn hafi í kjölfarið ætlað úr íbúðinni, en þá hafi komið til ryskinga milli þeirra tveggja. Hann sagði að það mætti vel vera að konan hafi hlotið einhverja áverka við það. Einnig sagði hann að það gæti staðist að hann hafi gripið í konuna og tekið í hár hennar. Áður en hann hafi komist út hafi hún stungið hann í aftanvert læri og í öxl, en hann sagðist aldrei hafa séð hnífinn. Að sögn mannsins skar hann ekki föt utan af konunni eins og hún hafð lýst. Hann sagðist í raun ekkert hafa verið með hníf umrætt kvöld. Eftir hnífstunguna væri hann með varanlegan áverka á hné, en hann gæti ekki lyft fætinum eðlilega. Stóð ógn af manninum en ekki rétta að grípa til hnífs Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekkert bendi til annars en að konan hafi hlotið áverka eftir átök við manninn. Myndbönd sem konan tók umrætt kvöld sýni að maðurinn hafi verið talsvert ölvaður og framkoma hans í garð konunnar ekki viðeigandi. Þá væri hægt að gera ráð fyrir því að hann hefði líkamlega yfirburði yfir konunni Í dómnum segir að eflaust hafi konunni staðið ógn af manninum í því ástandi sem hann var. Þrátt fyrir það er það mat dómsins að ekki sé hægt að fullyrða að lífi konunnar hafi verið ógnað, og nauðsynlegt fyrir hana að grípa til hnífs. Dómurinn féllst ekki á að um neyðarvörn hafi verið að ræða og því var konan sakfelld. Líkt og áður segir hlaut hún sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er henni gert að greiða manninum 500 þúsund krónur, sem og sakarkostnað málsins sem er tæplega 1,3 milljónir króna. Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Erlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Bíll valt í Garðabæ Innlent „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Innlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent Fleiri fréttir Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Sjá meira
Sá sem varð fyrir árásinni var þáverandi kærasti hennar, en fyrir dómi viðurkenndi konan að hafa stungið hann tvívegis en sagði hann hafa beitt hana grófu ofbeldi í aðdragandanum. Hún neitaði sök á þeim forsendum að um neyðarvörn væri að ræða. Henni var gefið að sök að leggja ítrekað til mannsins með hníf sem var með fimmtán sentímetra löngu blaði. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ Í skýrslutöku fyrir dómi sagði konan að maðurinn hefði tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Síðan hafi hann grýtt henni í gólfið og sparkað í hana. Hún sagðist hafa óttast um líf sitt. „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig.“ Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Í greinargerð verjanda konunnar sagði að hún hefði stungið manninn til þess að bjarga lífi sínu. Árás hans hefði getað endað með andláti hennar og því hafi hnífstungurnar verið forsvaranlegar til að komast undan á lífi. Annað en að beita hnífnum hafi ekki verið mögulegt til að verjast árás mannsins. Sá aldrei hnífinn Fyrir dómi sagði maðurinn að þau hefðu verið í sambandi á þessum tíma en það hafi verið stormasamt. Þetta kvöld hafi komið upp ósætti á milli þeirra og hann sagst vilja slíta sambandinu. Hann hafi skyndilega fundið fyrir því að hafa verið stunginn aftan í hnéð. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Maðurinn hafi í kjölfarið ætlað úr íbúðinni, en þá hafi komið til ryskinga milli þeirra tveggja. Hann sagði að það mætti vel vera að konan hafi hlotið einhverja áverka við það. Einnig sagði hann að það gæti staðist að hann hafi gripið í konuna og tekið í hár hennar. Áður en hann hafi komist út hafi hún stungið hann í aftanvert læri og í öxl, en hann sagðist aldrei hafa séð hnífinn. Að sögn mannsins skar hann ekki föt utan af konunni eins og hún hafð lýst. Hann sagðist í raun ekkert hafa verið með hníf umrætt kvöld. Eftir hnífstunguna væri hann með varanlegan áverka á hné, en hann gæti ekki lyft fætinum eðlilega. Stóð ógn af manninum en ekki rétta að grípa til hnífs Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekkert bendi til annars en að konan hafi hlotið áverka eftir átök við manninn. Myndbönd sem konan tók umrætt kvöld sýni að maðurinn hafi verið talsvert ölvaður og framkoma hans í garð konunnar ekki viðeigandi. Þá væri hægt að gera ráð fyrir því að hann hefði líkamlega yfirburði yfir konunni Í dómnum segir að eflaust hafi konunni staðið ógn af manninum í því ástandi sem hann var. Þrátt fyrir það er það mat dómsins að ekki sé hægt að fullyrða að lífi konunnar hafi verið ógnað, og nauðsynlegt fyrir hana að grípa til hnífs. Dómurinn féllst ekki á að um neyðarvörn hafi verið að ræða og því var konan sakfelld. Líkt og áður segir hlaut hún sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er henni gert að greiða manninum 500 þúsund krónur, sem og sakarkostnað málsins sem er tæplega 1,3 milljónir króna.
Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Vígamenn leggja undir sig úthverfi höfuðborgarinnar Erlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Bíll valt í Garðabæ Innlent „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Innlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent Fleiri fréttir Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Sjá meira