Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2024 12:36 Ólafur Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Einar Stjórnmálafræðiprófessor telur eldræðu formanns Framsóknarflokksins vera að einhverju leyti til að fjarlægja flokkinn stefnu Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Framsókn geri sig líklega til að mynda ríkisstjórn af miðjunni til vinstri. Fyrstu kappræðurnar fyrir komandi alþingiskosningar voru sýndar á RÚV í gærkvöldi þar sem fulltrúar allra flokka voru mættir. Mikill hiti var í mannskapnum og mynduðust hvassar umræður. Ólafur Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir miðjuflokkana tvo, Viðreisn og Framsókn, gera sig líklegri til að mynda ríkisstjórn til vinstri en til hægri komi til þess. „Línurnar í þessum umræðum voru hugmyndafræðilega miklu skýrari heldur en oft áður. Í kosningarannsókninni 2021 spurðum við um viðhorf kjósenda til hefðbundinna hægri vinstri málefna og á menningarás þar sem við skiptum fólk á milli frjálslyndra alþjóðasinna og þjóðlegra íhaldsmanna. Staðsetning flokkanna þá og það sem foringjarnir voru að segja núna rímar mjög vel saman. Þannig hugmyndafræði kjósenda 2021 endurspeglaðist vel í málflutningi forystumannanna í umræðunum í gær,“ segir Ólafur. Heitar umræður voru um útlendinga málin og hefur eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um málaflokkinn vakið mikla athygli. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir! Eða er það kannski vandamálið erlendar glæpaklíkur? Herðum þá tökin á landamærunum!“ sagði Sigurður Ingi. Ólafur segir málflutning Sigurðar afar áhugaverðan. Þarna hafi ný stefna flokksins verið mótuð í beinni og Sigurður reynt enn frekar að fjarlægja framsókn frá Sjálfstæðis og Miðflokknum. „Hann var greinilega að marka sér sérstöðu gagnvart sérstaklega Miðflokknum og Sigmundi Davíð, en líka í rauninni nýlegum málflutningi Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Hann lagði áherslu á að Framsóknarflokkurinn vildi mildi og mannúð í hælisleitendamálum,“ segir Ólafur. Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Fyrstu kappræðurnar fyrir komandi alþingiskosningar voru sýndar á RÚV í gærkvöldi þar sem fulltrúar allra flokka voru mættir. Mikill hiti var í mannskapnum og mynduðust hvassar umræður. Ólafur Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir miðjuflokkana tvo, Viðreisn og Framsókn, gera sig líklegri til að mynda ríkisstjórn til vinstri en til hægri komi til þess. „Línurnar í þessum umræðum voru hugmyndafræðilega miklu skýrari heldur en oft áður. Í kosningarannsókninni 2021 spurðum við um viðhorf kjósenda til hefðbundinna hægri vinstri málefna og á menningarás þar sem við skiptum fólk á milli frjálslyndra alþjóðasinna og þjóðlegra íhaldsmanna. Staðsetning flokkanna þá og það sem foringjarnir voru að segja núna rímar mjög vel saman. Þannig hugmyndafræði kjósenda 2021 endurspeglaðist vel í málflutningi forystumannanna í umræðunum í gær,“ segir Ólafur. Heitar umræður voru um útlendinga málin og hefur eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um málaflokkinn vakið mikla athygli. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir! Eða er það kannski vandamálið erlendar glæpaklíkur? Herðum þá tökin á landamærunum!“ sagði Sigurður Ingi. Ólafur segir málflutning Sigurðar afar áhugaverðan. Þarna hafi ný stefna flokksins verið mótuð í beinni og Sigurður reynt enn frekar að fjarlægja framsókn frá Sjálfstæðis og Miðflokknum. „Hann var greinilega að marka sér sérstöðu gagnvart sérstaklega Miðflokknum og Sigmundi Davíð, en líka í rauninni nýlegum málflutningi Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Hann lagði áherslu á að Framsóknarflokkurinn vildi mildi og mannúð í hælisleitendamálum,“ segir Ólafur.
Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira