Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2024 12:36 Ólafur Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Einar Stjórnmálafræðiprófessor telur eldræðu formanns Framsóknarflokksins vera að einhverju leyti til að fjarlægja flokkinn stefnu Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Framsókn geri sig líklega til að mynda ríkisstjórn af miðjunni til vinstri. Fyrstu kappræðurnar fyrir komandi alþingiskosningar voru sýndar á RÚV í gærkvöldi þar sem fulltrúar allra flokka voru mættir. Mikill hiti var í mannskapnum og mynduðust hvassar umræður. Ólafur Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir miðjuflokkana tvo, Viðreisn og Framsókn, gera sig líklegri til að mynda ríkisstjórn til vinstri en til hægri komi til þess. „Línurnar í þessum umræðum voru hugmyndafræðilega miklu skýrari heldur en oft áður. Í kosningarannsókninni 2021 spurðum við um viðhorf kjósenda til hefðbundinna hægri vinstri málefna og á menningarás þar sem við skiptum fólk á milli frjálslyndra alþjóðasinna og þjóðlegra íhaldsmanna. Staðsetning flokkanna þá og það sem foringjarnir voru að segja núna rímar mjög vel saman. Þannig hugmyndafræði kjósenda 2021 endurspeglaðist vel í málflutningi forystumannanna í umræðunum í gær,“ segir Ólafur. Heitar umræður voru um útlendinga málin og hefur eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um málaflokkinn vakið mikla athygli. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir! Eða er það kannski vandamálið erlendar glæpaklíkur? Herðum þá tökin á landamærunum!“ sagði Sigurður Ingi. Ólafur segir málflutning Sigurðar afar áhugaverðan. Þarna hafi ný stefna flokksins verið mótuð í beinni og Sigurður reynt enn frekar að fjarlægja framsókn frá Sjálfstæðis og Miðflokknum. „Hann var greinilega að marka sér sérstöðu gagnvart sérstaklega Miðflokknum og Sigmundi Davíð, en líka í rauninni nýlegum málflutningi Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Hann lagði áherslu á að Framsóknarflokkurinn vildi mildi og mannúð í hælisleitendamálum,“ segir Ólafur. Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Fyrstu kappræðurnar fyrir komandi alþingiskosningar voru sýndar á RÚV í gærkvöldi þar sem fulltrúar allra flokka voru mættir. Mikill hiti var í mannskapnum og mynduðust hvassar umræður. Ólafur Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir miðjuflokkana tvo, Viðreisn og Framsókn, gera sig líklegri til að mynda ríkisstjórn til vinstri en til hægri komi til þess. „Línurnar í þessum umræðum voru hugmyndafræðilega miklu skýrari heldur en oft áður. Í kosningarannsókninni 2021 spurðum við um viðhorf kjósenda til hefðbundinna hægri vinstri málefna og á menningarás þar sem við skiptum fólk á milli frjálslyndra alþjóðasinna og þjóðlegra íhaldsmanna. Staðsetning flokkanna þá og það sem foringjarnir voru að segja núna rímar mjög vel saman. Þannig hugmyndafræði kjósenda 2021 endurspeglaðist vel í málflutningi forystumannanna í umræðunum í gær,“ segir Ólafur. Heitar umræður voru um útlendinga málin og hefur eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um málaflokkinn vakið mikla athygli. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir! Eða er það kannski vandamálið erlendar glæpaklíkur? Herðum þá tökin á landamærunum!“ sagði Sigurður Ingi. Ólafur segir málflutning Sigurðar afar áhugaverðan. Þarna hafi ný stefna flokksins verið mótuð í beinni og Sigurður reynt enn frekar að fjarlægja framsókn frá Sjálfstæðis og Miðflokknum. „Hann var greinilega að marka sér sérstöðu gagnvart sérstaklega Miðflokknum og Sigmundi Davíð, en líka í rauninni nýlegum málflutningi Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Hann lagði áherslu á að Framsóknarflokkurinn vildi mildi og mannúð í hælisleitendamálum,“ segir Ólafur.
Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira