Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 07:02 Vilborg Ása Guðjónsdóttir fjallaði um alþjóðastarf Alþingis í doktorsverkefninu sínu. Vísir Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. „Þetta er alls ekki ofið inn í störf þingsins með neinum hætti, þú tekur þér bara frí frá þínum daglegu störfum, frá þinginu, ef þú ætlar að sinna þessu og sinnir þar af leiðandi ekki raunverulega aðalstarfi þingmannsins sem er að starfa í nefndum þingsins, þú þarft að kalla inn varamann fyrir þig og stundum færðu ekki að kalla inn varamanninn ef ferðin er stutt og þá ertu ekki að sinna því starfi,“ segir viðmælandi í doktorsverkefni Vilborgar Ásu Guðjónsdóttir í alþjóðastjórnmálum. Vilborg ræddi við tvo embættismenn, sex fyrrverandi alþingismenn og átta sitjandi alþingismenn, þar af tvo ráðherra um alþjóðastarf á Alþingi. Hún hefur áður starfað sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viðmælendurnir sögðu yfirstjórn þingsins líta á alþjóðastarf sem eins konar áhugamál þingmanna. Ferðalögin á fundi alþjóðlegra þingmannasamtaka séu álitnar „fyllerís- og fríferðir.“ Árangur af alþjóðastarfi færi því einungis eftir framtaki hvers og eins þingmanns. „Það er ennþá stemning gagnvart alþjóðastarfi, ennþá fullyrðingar að þetta séu bara fríferðir þingmanna og þar af leiðandi má ekki leyfa okkur að fara of mikið eða vera of dugleg í að taka þátt, þess vegna er okkur skammtaðir kvótar, hversu mikið við megum fara út.“ Neikvæð áhrif á pólitískan frama Álit almennings á alþjóðastarfi sé neikvætt og ýmsar ranghugmyndir séu uppi. Litið sé á ferðalög í þágu alþjóðastarfs sem lúxus og forréttindi. Almenningsálitið hefur samt sem áður mikil áhrif á starf á alþjóðavettvangi. „Ef þú ert bara að hugsa um kjörfylgi þitt fyrir næsta prófkjör að þá velurðu það að vera ekki í alþjóðastarfi, það mun aðeins taka athygli þína frá verkum sem fá athygli á Íslandi og er þar af leiðandi ekki gott fyrir þinn pólitíska frama,“ segir viðmælandi Vilborgar. Kjósendur á landsbyggðinni séu neikvæðari gagnvart alþjóðastarfinu en þeir sem kjósa á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarkjósendur vilja frekar að þingmennirnir sínir einbeiti sér alfarið að málefnum kjördæmisins í stað þess að taka þátt í alþjóðastarfi. Þingmennirnir sjá því engan pólitískan ávinning af því að taka þátt í starfinu og segja það hafa neikvæð áhrif á pólitískan frama. Viðmælendurnir bentu einnig á lítinn áhuga fjölmiðla á starfinu. „Umfjöllun og þekking á utanríkismálum skortir því miður dýpt á Íslandi,“ segir viðmælandi. Þarf að endurskoða starfið Flestir viðmælendur Vilborgar voru sammála um að endurskoða þyrfti alþjóðastarf Alþingis. Nú eru átta alþjóðanefndir starfandi en voru flestir sammála um að stofna þurfi eins konar yfiralþjóðanefnd sem yfir alþjóðastarfinu. „Einhver veginn getur maður tekið undir að sumir fundir eru algjör óþarfi, þú veist, maður hefur farið út og heyrðu ég fékk ekkert út úr þessum fundi,“ segir viðmælandi Vilborgar. Önnur lykilatriði væru aukið samstarf á milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins ásamt aukins samstarfs milli alþjóðanefnda og fastanefnda. Vilborg kynnti doktorsverkefnið á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Yfirskrift erindisins var „Þú ert alltaf í fríi í útlöndum í staðinn fyrir að vera heima að vinna.“ Vísindi Alþingi Utanríkismál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Þetta er alls ekki ofið inn í störf þingsins með neinum hætti, þú tekur þér bara frí frá þínum daglegu störfum, frá þinginu, ef þú ætlar að sinna þessu og sinnir þar af leiðandi ekki raunverulega aðalstarfi þingmannsins sem er að starfa í nefndum þingsins, þú þarft að kalla inn varamann fyrir þig og stundum færðu ekki að kalla inn varamanninn ef ferðin er stutt og þá ertu ekki að sinna því starfi,“ segir viðmælandi í doktorsverkefni Vilborgar Ásu Guðjónsdóttir í alþjóðastjórnmálum. Vilborg ræddi við tvo embættismenn, sex fyrrverandi alþingismenn og átta sitjandi alþingismenn, þar af tvo ráðherra um alþjóðastarf á Alþingi. Hún hefur áður starfað sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viðmælendurnir sögðu yfirstjórn þingsins líta á alþjóðastarf sem eins konar áhugamál þingmanna. Ferðalögin á fundi alþjóðlegra þingmannasamtaka séu álitnar „fyllerís- og fríferðir.“ Árangur af alþjóðastarfi færi því einungis eftir framtaki hvers og eins þingmanns. „Það er ennþá stemning gagnvart alþjóðastarfi, ennþá fullyrðingar að þetta séu bara fríferðir þingmanna og þar af leiðandi má ekki leyfa okkur að fara of mikið eða vera of dugleg í að taka þátt, þess vegna er okkur skammtaðir kvótar, hversu mikið við megum fara út.“ Neikvæð áhrif á pólitískan frama Álit almennings á alþjóðastarfi sé neikvætt og ýmsar ranghugmyndir séu uppi. Litið sé á ferðalög í þágu alþjóðastarfs sem lúxus og forréttindi. Almenningsálitið hefur samt sem áður mikil áhrif á starf á alþjóðavettvangi. „Ef þú ert bara að hugsa um kjörfylgi þitt fyrir næsta prófkjör að þá velurðu það að vera ekki í alþjóðastarfi, það mun aðeins taka athygli þína frá verkum sem fá athygli á Íslandi og er þar af leiðandi ekki gott fyrir þinn pólitíska frama,“ segir viðmælandi Vilborgar. Kjósendur á landsbyggðinni séu neikvæðari gagnvart alþjóðastarfinu en þeir sem kjósa á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarkjósendur vilja frekar að þingmennirnir sínir einbeiti sér alfarið að málefnum kjördæmisins í stað þess að taka þátt í alþjóðastarfi. Þingmennirnir sjá því engan pólitískan ávinning af því að taka þátt í starfinu og segja það hafa neikvæð áhrif á pólitískan frama. Viðmælendurnir bentu einnig á lítinn áhuga fjölmiðla á starfinu. „Umfjöllun og þekking á utanríkismálum skortir því miður dýpt á Íslandi,“ segir viðmælandi. Þarf að endurskoða starfið Flestir viðmælendur Vilborgar voru sammála um að endurskoða þyrfti alþjóðastarf Alþingis. Nú eru átta alþjóðanefndir starfandi en voru flestir sammála um að stofna þurfi eins konar yfiralþjóðanefnd sem yfir alþjóðastarfinu. „Einhver veginn getur maður tekið undir að sumir fundir eru algjör óþarfi, þú veist, maður hefur farið út og heyrðu ég fékk ekkert út úr þessum fundi,“ segir viðmælandi Vilborgar. Önnur lykilatriði væru aukið samstarf á milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins ásamt aukins samstarfs milli alþjóðanefnda og fastanefnda. Vilborg kynnti doktorsverkefnið á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Yfirskrift erindisins var „Þú ert alltaf í fríi í útlöndum í staðinn fyrir að vera heima að vinna.“
Vísindi Alþingi Utanríkismál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira