„Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2024 22:00 Stofnandi Lýðræðisflokksins hafnar því að vera bendlaður við öfgahyggju, og formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn vera að færast til vinstri. Þá þykir formanni Viðreisnar fróðlegt að hlusta á málfutning flokkanna sem best megi lýsa sem „Litla- og Stóra-Miðflokki.“ Leiðtogar flokkanna fjögurra tókust á í líflegum umræðum um stjórnmálin í dag. Einstaklingsfrelsi og íhald, útlendinga- og efnahagsmál, þungunarrof og EES-samningurinn voru meðal þess sem bar á góma í umræðum formannanna sem mættust í Kosningapallborðinu á Vísi. Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar hefur ekki mátt góðu gengi fagna í skoðanakönnunum að undanförnu.Vísir/Vilhelm Formaður Lýðræðisflokksins meðal annars Sjálfstæðisflokkinn um að standa ekki vörð um fullveldi Íslands. „Það er alrangt sem Arnar kemur hér með inn að flokkurinn láti sig ekki varða fullveldi landsins. Þetta eru hins vegar öfgaskoðanir sem hann er að koma með að borðinu, er í raun og veru ekki lengur talsmaður þess lengur að við viljum vera í EES samstarfinu þegar vel er að gáð,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Við þessum ummælum brást Arnar Þór illa. „Ef að formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að hörfa ofan í þá skotgröf gagnvart mér að fara að klína því á mig að ég sé öfgamaður í einhverjum skilningi þá skora ég á formann Sjálfstæðisflokksins að rökstyðja þá fullyrðingu,“ sagði Arnar sem sagði Bjarna ekki túlka málflutning sinn rétt. Formennirnir skutu einnig hver á annan á víxl og sökuðu hina um íhaldssemi og skort á frelsi. Þorgerður sagðist ósammála mörgu því sem kollegar hennar sem einnig voru mættir í settið héldu á lofti.Vísir/Vilhelm „Með fullri virðingu, ég sé bara íhaldssemi hérna mér á hægri hönd og ég veit ekki, ég held að ákallið í dag sé um breytingar, að fara frá því gamla. Það er ekkert endilega ákall um meira íhald heldur en hefur verið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Það er fróðlegt að hlusta á þá félagana í þessum flokkum, Litla eða Stóra Miðflokki eða hvernig þeir vilja skilgreina sig,“ sagði Þorgerður enn fremur og vísaði þar til Arnars og Sigmundar. „Sami breiði flokkurinn“ Sigmundur beindi spjótum sínum einnig að Bjarna. „Þessi gamla skilgreining á hægri og vinstri hún kannski dugar ekki alveg til að skilgreina stjórnmálin eins og þau eru orðin núna. Sjálfstæðisflokkur Bjarna er búinn að sigla til vinstri við okkur þrátt fyrir að við séum bara á sama stað á miðjunni,“ sagði Sigmundur. Sigmundur klórar sér í kollinum á meðan Bjarni fer yfir málin.Vísir/Vilhelm Sjálfur vill Bjarni meina að málflutningur hinna formannanna sé til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn sú breiðfylking sem hann hafi ávallt verið. „Hérna hefurðu heyrt tvo formenn flokka segja, annar segir heyrðu þau eru ekki nógu frjálslynd og svo kemur hinn og segir þau eru ekki nógu íhaldssöm. Við erum ennþá í grundvallaratriðum sami breiði flokkurinn,“ sagði Bjarni. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Leiðtogar flokkanna fjögurra tókust á í líflegum umræðum um stjórnmálin í dag. Einstaklingsfrelsi og íhald, útlendinga- og efnahagsmál, þungunarrof og EES-samningurinn voru meðal þess sem bar á góma í umræðum formannanna sem mættust í Kosningapallborðinu á Vísi. Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar hefur ekki mátt góðu gengi fagna í skoðanakönnunum að undanförnu.Vísir/Vilhelm Formaður Lýðræðisflokksins meðal annars Sjálfstæðisflokkinn um að standa ekki vörð um fullveldi Íslands. „Það er alrangt sem Arnar kemur hér með inn að flokkurinn láti sig ekki varða fullveldi landsins. Þetta eru hins vegar öfgaskoðanir sem hann er að koma með að borðinu, er í raun og veru ekki lengur talsmaður þess lengur að við viljum vera í EES samstarfinu þegar vel er að gáð,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Við þessum ummælum brást Arnar Þór illa. „Ef að formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að hörfa ofan í þá skotgröf gagnvart mér að fara að klína því á mig að ég sé öfgamaður í einhverjum skilningi þá skora ég á formann Sjálfstæðisflokksins að rökstyðja þá fullyrðingu,“ sagði Arnar sem sagði Bjarna ekki túlka málflutning sinn rétt. Formennirnir skutu einnig hver á annan á víxl og sökuðu hina um íhaldssemi og skort á frelsi. Þorgerður sagðist ósammála mörgu því sem kollegar hennar sem einnig voru mættir í settið héldu á lofti.Vísir/Vilhelm „Með fullri virðingu, ég sé bara íhaldssemi hérna mér á hægri hönd og ég veit ekki, ég held að ákallið í dag sé um breytingar, að fara frá því gamla. Það er ekkert endilega ákall um meira íhald heldur en hefur verið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Það er fróðlegt að hlusta á þá félagana í þessum flokkum, Litla eða Stóra Miðflokki eða hvernig þeir vilja skilgreina sig,“ sagði Þorgerður enn fremur og vísaði þar til Arnars og Sigmundar. „Sami breiði flokkurinn“ Sigmundur beindi spjótum sínum einnig að Bjarna. „Þessi gamla skilgreining á hægri og vinstri hún kannski dugar ekki alveg til að skilgreina stjórnmálin eins og þau eru orðin núna. Sjálfstæðisflokkur Bjarna er búinn að sigla til vinstri við okkur þrátt fyrir að við séum bara á sama stað á miðjunni,“ sagði Sigmundur. Sigmundur klórar sér í kollinum á meðan Bjarni fer yfir málin.Vísir/Vilhelm Sjálfur vill Bjarni meina að málflutningur hinna formannanna sé til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn sú breiðfylking sem hann hafi ávallt verið. „Hérna hefurðu heyrt tvo formenn flokka segja, annar segir heyrðu þau eru ekki nógu frjálslynd og svo kemur hinn og segir þau eru ekki nógu íhaldssöm. Við erum ennþá í grundvallaratriðum sami breiði flokkurinn,“ sagði Bjarni.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira