„Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2024 22:00 Stofnandi Lýðræðisflokksins hafnar því að vera bendlaður við öfgahyggju, og formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn vera að færast til vinstri. Þá þykir formanni Viðreisnar fróðlegt að hlusta á málfutning flokkanna sem best megi lýsa sem „Litla- og Stóra-Miðflokki.“ Leiðtogar flokkanna fjögurra tókust á í líflegum umræðum um stjórnmálin í dag. Einstaklingsfrelsi og íhald, útlendinga- og efnahagsmál, þungunarrof og EES-samningurinn voru meðal þess sem bar á góma í umræðum formannanna sem mættust í Kosningapallborðinu á Vísi. Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar hefur ekki mátt góðu gengi fagna í skoðanakönnunum að undanförnu.Vísir/Vilhelm Formaður Lýðræðisflokksins meðal annars Sjálfstæðisflokkinn um að standa ekki vörð um fullveldi Íslands. „Það er alrangt sem Arnar kemur hér með inn að flokkurinn láti sig ekki varða fullveldi landsins. Þetta eru hins vegar öfgaskoðanir sem hann er að koma með að borðinu, er í raun og veru ekki lengur talsmaður þess lengur að við viljum vera í EES samstarfinu þegar vel er að gáð,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Við þessum ummælum brást Arnar Þór illa. „Ef að formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að hörfa ofan í þá skotgröf gagnvart mér að fara að klína því á mig að ég sé öfgamaður í einhverjum skilningi þá skora ég á formann Sjálfstæðisflokksins að rökstyðja þá fullyrðingu,“ sagði Arnar sem sagði Bjarna ekki túlka málflutning sinn rétt. Formennirnir skutu einnig hver á annan á víxl og sökuðu hina um íhaldssemi og skort á frelsi. Þorgerður sagðist ósammála mörgu því sem kollegar hennar sem einnig voru mættir í settið héldu á lofti.Vísir/Vilhelm „Með fullri virðingu, ég sé bara íhaldssemi hérna mér á hægri hönd og ég veit ekki, ég held að ákallið í dag sé um breytingar, að fara frá því gamla. Það er ekkert endilega ákall um meira íhald heldur en hefur verið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Það er fróðlegt að hlusta á þá félagana í þessum flokkum, Litla eða Stóra Miðflokki eða hvernig þeir vilja skilgreina sig,“ sagði Þorgerður enn fremur og vísaði þar til Arnars og Sigmundar. „Sami breiði flokkurinn“ Sigmundur beindi spjótum sínum einnig að Bjarna. „Þessi gamla skilgreining á hægri og vinstri hún kannski dugar ekki alveg til að skilgreina stjórnmálin eins og þau eru orðin núna. Sjálfstæðisflokkur Bjarna er búinn að sigla til vinstri við okkur þrátt fyrir að við séum bara á sama stað á miðjunni,“ sagði Sigmundur. Sigmundur klórar sér í kollinum á meðan Bjarni fer yfir málin.Vísir/Vilhelm Sjálfur vill Bjarni meina að málflutningur hinna formannanna sé til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn sú breiðfylking sem hann hafi ávallt verið. „Hérna hefurðu heyrt tvo formenn flokka segja, annar segir heyrðu þau eru ekki nógu frjálslynd og svo kemur hinn og segir þau eru ekki nógu íhaldssöm. Við erum ennþá í grundvallaratriðum sami breiði flokkurinn,“ sagði Bjarni. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Leiðtogar flokkanna fjögurra tókust á í líflegum umræðum um stjórnmálin í dag. Einstaklingsfrelsi og íhald, útlendinga- og efnahagsmál, þungunarrof og EES-samningurinn voru meðal þess sem bar á góma í umræðum formannanna sem mættust í Kosningapallborðinu á Vísi. Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar hefur ekki mátt góðu gengi fagna í skoðanakönnunum að undanförnu.Vísir/Vilhelm Formaður Lýðræðisflokksins meðal annars Sjálfstæðisflokkinn um að standa ekki vörð um fullveldi Íslands. „Það er alrangt sem Arnar kemur hér með inn að flokkurinn láti sig ekki varða fullveldi landsins. Þetta eru hins vegar öfgaskoðanir sem hann er að koma með að borðinu, er í raun og veru ekki lengur talsmaður þess lengur að við viljum vera í EES samstarfinu þegar vel er að gáð,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Við þessum ummælum brást Arnar Þór illa. „Ef að formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að hörfa ofan í þá skotgröf gagnvart mér að fara að klína því á mig að ég sé öfgamaður í einhverjum skilningi þá skora ég á formann Sjálfstæðisflokksins að rökstyðja þá fullyrðingu,“ sagði Arnar sem sagði Bjarna ekki túlka málflutning sinn rétt. Formennirnir skutu einnig hver á annan á víxl og sökuðu hina um íhaldssemi og skort á frelsi. Þorgerður sagðist ósammála mörgu því sem kollegar hennar sem einnig voru mættir í settið héldu á lofti.Vísir/Vilhelm „Með fullri virðingu, ég sé bara íhaldssemi hérna mér á hægri hönd og ég veit ekki, ég held að ákallið í dag sé um breytingar, að fara frá því gamla. Það er ekkert endilega ákall um meira íhald heldur en hefur verið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Það er fróðlegt að hlusta á þá félagana í þessum flokkum, Litla eða Stóra Miðflokki eða hvernig þeir vilja skilgreina sig,“ sagði Þorgerður enn fremur og vísaði þar til Arnars og Sigmundar. „Sami breiði flokkurinn“ Sigmundur beindi spjótum sínum einnig að Bjarna. „Þessi gamla skilgreining á hægri og vinstri hún kannski dugar ekki alveg til að skilgreina stjórnmálin eins og þau eru orðin núna. Sjálfstæðisflokkur Bjarna er búinn að sigla til vinstri við okkur þrátt fyrir að við séum bara á sama stað á miðjunni,“ sagði Sigmundur. Sigmundur klórar sér í kollinum á meðan Bjarni fer yfir málin.Vísir/Vilhelm Sjálfur vill Bjarni meina að málflutningur hinna formannanna sé til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn sú breiðfylking sem hann hafi ávallt verið. „Hérna hefurðu heyrt tvo formenn flokka segja, annar segir heyrðu þau eru ekki nógu frjálslynd og svo kemur hinn og segir þau eru ekki nógu íhaldssöm. Við erum ennþá í grundvallaratriðum sami breiði flokkurinn,“ sagði Bjarni.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira