„Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. október 2024 09:02 Glódís Perla Viggósdóttir fagnar hér sigri á þýska landsliðinu í sumar. Hún hefur átt marga stórleiki með Bayern München og íslenska landsliðinu á þessu ári. Getty/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir segist vera stolt af því að vera valin besti miðvörður heims en að sama skapi ekki hrifin af einstaklingsverðlaunum í knattspyrnu. Fótbolti sé hópíþrótt. Landsliðsfyrirliðinn varð í 22. sæti í Ballon d'Or kjörinu á mánudagskvöldið. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur knattspyrnumaður er í kjörinu um besta knattspyrnumann heims. Engin miðvörður var ofar en hún á listanum og því er sú íslenska best í heiminum í sinni stöðu. Aitana Bonmatí, miðjumaður Spánar og Barcelona, hlaut Gullboltann kvennamegin og Spánverjinn Rodri, leikmaður Manchester City karlamegin. „Það er ótrúlega mikil heiður að vera tilnefnd til að byrja með og gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu,“ segir Glódís í Sportpakkanum í gærkvöldi sem gat horft á athöfnina í Bandaríkjunum þar sem íslenska landsliðið var. Besta árið „Ég fylgdist með þessu í tölvunni. Við vorum að fara leggja af stað í ferðalag í Bandaríkjunum.“ Glódís Perla er bæði fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München sem og fyrirliði íslenska landsliðsins. Íslensku stelpurnar voru í hópi fyrstu þjóða til að tryggja sér sæti á EM og unnu meðal annars stórsigur á Þýskalandi í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir lyftir hér meistaraskildinum eftir sigur Bayern München í þýsku bundesligunni.Getty/Uwe Anspach „Ætli það sé ekki hægt að segja að árið hafi verið mitt besta ár og næsta ár verði enn betra og síðan áfram næstu ár.“ Íslenska landsliðið lék tvo vináttulandsleiki við Bandaríkin á dögunum og fóru þeir báðir 3-1 fyrir þær bandarísku. „Ég er gríðarlega stolt af því hvernig við tökum á þessum leikjum og náum í rauninni að gefa þeim virkilega góðan leik í báðum leikjunum. Eins og í seinni leiknum erum við með þetta svolítið í okkar höndum fram að 75. mínútu og svo eftir dómaramistök, að okkar mati, skora þær 1-0. En við látum þær ekkert vaða yfir okkur í leikjunum og það eru einkenni sem við verðum að hafa í okkar leik.“ Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn varð í 22. sæti í Ballon d'Or kjörinu á mánudagskvöldið. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur knattspyrnumaður er í kjörinu um besta knattspyrnumann heims. Engin miðvörður var ofar en hún á listanum og því er sú íslenska best í heiminum í sinni stöðu. Aitana Bonmatí, miðjumaður Spánar og Barcelona, hlaut Gullboltann kvennamegin og Spánverjinn Rodri, leikmaður Manchester City karlamegin. „Það er ótrúlega mikil heiður að vera tilnefnd til að byrja með og gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu,“ segir Glódís í Sportpakkanum í gærkvöldi sem gat horft á athöfnina í Bandaríkjunum þar sem íslenska landsliðið var. Besta árið „Ég fylgdist með þessu í tölvunni. Við vorum að fara leggja af stað í ferðalag í Bandaríkjunum.“ Glódís Perla er bæði fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München sem og fyrirliði íslenska landsliðsins. Íslensku stelpurnar voru í hópi fyrstu þjóða til að tryggja sér sæti á EM og unnu meðal annars stórsigur á Þýskalandi í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir lyftir hér meistaraskildinum eftir sigur Bayern München í þýsku bundesligunni.Getty/Uwe Anspach „Ætli það sé ekki hægt að segja að árið hafi verið mitt besta ár og næsta ár verði enn betra og síðan áfram næstu ár.“ Íslenska landsliðið lék tvo vináttulandsleiki við Bandaríkin á dögunum og fóru þeir báðir 3-1 fyrir þær bandarísku. „Ég er gríðarlega stolt af því hvernig við tökum á þessum leikjum og náum í rauninni að gefa þeim virkilega góðan leik í báðum leikjunum. Eins og í seinni leiknum erum við með þetta svolítið í okkar höndum fram að 75. mínútu og svo eftir dómaramistök, að okkar mati, skora þær 1-0. En við látum þær ekkert vaða yfir okkur í leikjunum og það eru einkenni sem við verðum að hafa í okkar leik.“
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira