Rekja stuld á korti af Ísrael úr Seltjarnarneskirkju til átakanna Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2024 10:48 Kortið sem hékk í anddyri Seltjarnarneskirkju nýttist meðal annars til þess að skýra sögusvið Biblíunnar. Vísir Óþekktur einstaklingur tók upphleypt kort af Ísrael ófrjálsri hendi úr anddyri Seltjarnarneskirkju í síðustu viku. Prestur þar tengir stuldinn við umfjöllun um Ísrael og átök þess við Palestínumenn. Upphleypta kortið sem Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju, keypti á ferðalagi í Ísrael hafði hangið í anddyri við safnaðarheimili kirkjunnar frá 2018. Það sýndi meðal annars sigdalinn sem Dauðahafið situr í og nýttist við að fræða börn og fullorðna um söguslóðir Biblíunnar. „Þarna er Gasa inni á svæðinu og skiptingin kemur eins og hún er núna. Maður notar það auðvitað bara til að sýna hvar Jerúsalem og Nasaret og þessir staðir sem við erum alltaf að fjalla um eru,“ segir Bjarni við Vísi. Innrammaða kortið hvarf sporlaust úr kirkjunni í síðustu viku. Ingimar Sigurðsson, kirkjuvörður í Seltjarnarneskirkju, segist hafa orðið var við að kortið væri ekki lengur á sínum stað á miðvikudag. Því hafi væntanlega verið stolið einhvern tímann frá sunnudegskvöldinu áður. „Við tengjum þetta við þessa umfjöllun um Ísrael og þessa hryllilegu atburði sem eiga sér stað þar. En það er bara ályktun, við vitum það ekki fyrir víst,“ segir Bjarni sóknarprestur. Engar athugasemdir borist um kortið Tugir þúsunda Palestínumanna hafa fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni síðasta árið eftir að vígamenn samtakanna drápu um 1.200 Ísraela og tóku hundruð í gíslingu 7. otkóber í fyrra. Þá hafa átökin breiðst út til nágrannaríkisins Líbanon þar sem Ísraelar láta til skarar skríða gegn Hezbollah-skæruliðasveitunum sem hafa ítrekað skotið eldflaugum á Ísrael. Enginn gerði athugasemdir við kortið í Seltjarnarneskirkju en Bjarni segir skrýtið að það skuli hverfa núna þegar fréttir frá botni Miðjarðarhafs séu í hámæli. „Maður hefur á tilfinningunni að einhver þoli ekki að sjá kortið þarna uppi á vegg,“ segir presturinn. Bjarni auglýsti eftir kortinu í Facebook-hópi fyrir íbúa Seltjarnarness. Hvatti hann þann sem hefði kortið undir höndum að skila því enda hefði það ekkert með stríðsátökin að gera. Seltjarnarnes Þjóðkirkjan Trúmál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Upphleypta kortið sem Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju, keypti á ferðalagi í Ísrael hafði hangið í anddyri við safnaðarheimili kirkjunnar frá 2018. Það sýndi meðal annars sigdalinn sem Dauðahafið situr í og nýttist við að fræða börn og fullorðna um söguslóðir Biblíunnar. „Þarna er Gasa inni á svæðinu og skiptingin kemur eins og hún er núna. Maður notar það auðvitað bara til að sýna hvar Jerúsalem og Nasaret og þessir staðir sem við erum alltaf að fjalla um eru,“ segir Bjarni við Vísi. Innrammaða kortið hvarf sporlaust úr kirkjunni í síðustu viku. Ingimar Sigurðsson, kirkjuvörður í Seltjarnarneskirkju, segist hafa orðið var við að kortið væri ekki lengur á sínum stað á miðvikudag. Því hafi væntanlega verið stolið einhvern tímann frá sunnudegskvöldinu áður. „Við tengjum þetta við þessa umfjöllun um Ísrael og þessa hryllilegu atburði sem eiga sér stað þar. En það er bara ályktun, við vitum það ekki fyrir víst,“ segir Bjarni sóknarprestur. Engar athugasemdir borist um kortið Tugir þúsunda Palestínumanna hafa fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni síðasta árið eftir að vígamenn samtakanna drápu um 1.200 Ísraela og tóku hundruð í gíslingu 7. otkóber í fyrra. Þá hafa átökin breiðst út til nágrannaríkisins Líbanon þar sem Ísraelar láta til skarar skríða gegn Hezbollah-skæruliðasveitunum sem hafa ítrekað skotið eldflaugum á Ísrael. Enginn gerði athugasemdir við kortið í Seltjarnarneskirkju en Bjarni segir skrýtið að það skuli hverfa núna þegar fréttir frá botni Miðjarðarhafs séu í hámæli. „Maður hefur á tilfinningunni að einhver þoli ekki að sjá kortið þarna uppi á vegg,“ segir presturinn. Bjarni auglýsti eftir kortinu í Facebook-hópi fyrir íbúa Seltjarnarness. Hvatti hann þann sem hefði kortið undir höndum að skila því enda hefði það ekkert með stríðsátökin að gera.
Seltjarnarnes Þjóðkirkjan Trúmál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira