Rekja stuld á korti af Ísrael úr Seltjarnarneskirkju til átakanna Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2024 10:48 Kortið sem hékk í anddyri Seltjarnarneskirkju nýttist meðal annars til þess að skýra sögusvið Biblíunnar. Vísir Óþekktur einstaklingur tók upphleypt kort af Ísrael ófrjálsri hendi úr anddyri Seltjarnarneskirkju í síðustu viku. Prestur þar tengir stuldinn við umfjöllun um Ísrael og átök þess við Palestínumenn. Upphleypta kortið sem Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju, keypti á ferðalagi í Ísrael hafði hangið í anddyri við safnaðarheimili kirkjunnar frá 2018. Það sýndi meðal annars sigdalinn sem Dauðahafið situr í og nýttist við að fræða börn og fullorðna um söguslóðir Biblíunnar. „Þarna er Gasa inni á svæðinu og skiptingin kemur eins og hún er núna. Maður notar það auðvitað bara til að sýna hvar Jerúsalem og Nasaret og þessir staðir sem við erum alltaf að fjalla um eru,“ segir Bjarni við Vísi. Innrammaða kortið hvarf sporlaust úr kirkjunni í síðustu viku. Ingimar Sigurðsson, kirkjuvörður í Seltjarnarneskirkju, segist hafa orðið var við að kortið væri ekki lengur á sínum stað á miðvikudag. Því hafi væntanlega verið stolið einhvern tímann frá sunnudegskvöldinu áður. „Við tengjum þetta við þessa umfjöllun um Ísrael og þessa hryllilegu atburði sem eiga sér stað þar. En það er bara ályktun, við vitum það ekki fyrir víst,“ segir Bjarni sóknarprestur. Engar athugasemdir borist um kortið Tugir þúsunda Palestínumanna hafa fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni síðasta árið eftir að vígamenn samtakanna drápu um 1.200 Ísraela og tóku hundruð í gíslingu 7. otkóber í fyrra. Þá hafa átökin breiðst út til nágrannaríkisins Líbanon þar sem Ísraelar láta til skarar skríða gegn Hezbollah-skæruliðasveitunum sem hafa ítrekað skotið eldflaugum á Ísrael. Enginn gerði athugasemdir við kortið í Seltjarnarneskirkju en Bjarni segir skrýtið að það skuli hverfa núna þegar fréttir frá botni Miðjarðarhafs séu í hámæli. „Maður hefur á tilfinningunni að einhver þoli ekki að sjá kortið þarna uppi á vegg,“ segir presturinn. Bjarni auglýsti eftir kortinu í Facebook-hópi fyrir íbúa Seltjarnarness. Hvatti hann þann sem hefði kortið undir höndum að skila því enda hefði það ekkert með stríðsátökin að gera. Seltjarnarnes Þjóðkirkjan Trúmál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Upphleypta kortið sem Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju, keypti á ferðalagi í Ísrael hafði hangið í anddyri við safnaðarheimili kirkjunnar frá 2018. Það sýndi meðal annars sigdalinn sem Dauðahafið situr í og nýttist við að fræða börn og fullorðna um söguslóðir Biblíunnar. „Þarna er Gasa inni á svæðinu og skiptingin kemur eins og hún er núna. Maður notar það auðvitað bara til að sýna hvar Jerúsalem og Nasaret og þessir staðir sem við erum alltaf að fjalla um eru,“ segir Bjarni við Vísi. Innrammaða kortið hvarf sporlaust úr kirkjunni í síðustu viku. Ingimar Sigurðsson, kirkjuvörður í Seltjarnarneskirkju, segist hafa orðið var við að kortið væri ekki lengur á sínum stað á miðvikudag. Því hafi væntanlega verið stolið einhvern tímann frá sunnudegskvöldinu áður. „Við tengjum þetta við þessa umfjöllun um Ísrael og þessa hryllilegu atburði sem eiga sér stað þar. En það er bara ályktun, við vitum það ekki fyrir víst,“ segir Bjarni sóknarprestur. Engar athugasemdir borist um kortið Tugir þúsunda Palestínumanna hafa fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni síðasta árið eftir að vígamenn samtakanna drápu um 1.200 Ísraela og tóku hundruð í gíslingu 7. otkóber í fyrra. Þá hafa átökin breiðst út til nágrannaríkisins Líbanon þar sem Ísraelar láta til skarar skríða gegn Hezbollah-skæruliðasveitunum sem hafa ítrekað skotið eldflaugum á Ísrael. Enginn gerði athugasemdir við kortið í Seltjarnarneskirkju en Bjarni segir skrýtið að það skuli hverfa núna þegar fréttir frá botni Miðjarðarhafs séu í hámæli. „Maður hefur á tilfinningunni að einhver þoli ekki að sjá kortið þarna uppi á vegg,“ segir presturinn. Bjarni auglýsti eftir kortinu í Facebook-hópi fyrir íbúa Seltjarnarness. Hvatti hann þann sem hefði kortið undir höndum að skila því enda hefði það ekkert með stríðsátökin að gera.
Seltjarnarnes Þjóðkirkjan Trúmál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira