Aukin netöryggisógn, götulokanir og vopnuð lögregla á Íslandi næstu daga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. október 2024 19:39 Mikill öryggisviðbúnaður var einnig í Reykjavík í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu í fyrravor. Visir/Vilhelm Aukin netöryggisógn beinist að Íslandi í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst á morgun. Viðbúnaðarstig lögreglu verður hækkað og verður mikill öryggisviðbúnaður og götulokanir á afmörkuðum svæðum. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. Götulokanir taka gildi á afmörkuðu svæði í miðbæ Reykjavíkur klukkan átta í fyrramálið og verða í gildi fram á miðvikudag. Þá verður ekki heimilt að fljúga drónum á tilteknum svæðum og einhver áhrif verða einnig á ferðir Strætó. Þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndum eru væntanlegir til landsins til að taka þátt í fundinum auk annarra gesta, en forgangsakstur með lögreglufylgd getur haft einhver áhrif á umferð í höfuðborginni og í tengslum við fundi á Bessastöðum og á Þingvöllum. „Það er helst seinni partinn á morgun, mánudag og aðeins fyrri hluta dags á þriðjudag þá mega borgarar búast við því að það verði einhverjar umferðartafir á meðan við förum með fylgdina um borgina. En við reynum nú að takmarka það eins og hægt er og ég myndi segja að það ætti ekki að valda verulegum töfum en við biðjum um skilning borgara rétt á meðan það er að eiga sér stað. Þetta er yfirleitt ekki langur tími í senn,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Hann bendir á að nánari upplýsingar um götulokanir og önnur áhrif fundarins á almenning sé að finna á island.is. Um þrjú hundruð lögreglumenn verða að störfum í tengslum við viðburðinn, en koma Úkraínuforseta kallar einnig á sérstakar ráðstafanir. „Hann kallar á alveg sér ráðstafanir sem við höfum unnið með með hans öryggisteymi í nokkrar vikur. En það er eðlilega talsverðar öryggiskröfur sem hafa fylgt hans lífi síðan að innrásin var gerð,“ segir Karl Steinar. Viðbúið er að almenningur geti orðið var við vopnaða lögreglumenn í borginni og á þeim stöðum sem leiðtogafundir fara fram. „Hluti af þeim lögreglumönnum sem starfa við öryggisgæsluna tengt þessu eru vopnaðir. Það þýðir það ekki að allir lögreglumenn í borginni séu vopnaðir, en þeir sem að sinna sérstaklega öryggisgæslu í tengslum við Norðurlandaráðsþingið og í tengslum við þá gesti sem eru að koma hingað. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Á varðbergi vegna netöryggis Mesta hættan sem stafar að Íslandi í tengslum við þingið felst í aukinni netöryggisógn að sögn Karls Steinars. „Við teljum að það sé mesta hættan sem að sé hér og við fundum nú aðeins fyrir því á meðan leiðtogafundurinn var og það er nú kannski það sem að við erum líka að undirbúa okkur fyrir. Það er hluti af þeim öryggisatriðum sem við erum búin að vera að undirbúa það tengist netöryggi,“ segir Karl Steinar. Almenningur og fyrirtæki ættu einnig að vera á varðbergi hvað það varðar. „Það má alveg búast við því og þær stofnanir hjá okkur sem koma mest að því þær hafa þegar verið að undirbúa viðbrögð því tengt.“ Öryggis- og varnarmál Lögreglan Norðurlandaráð Reykjavík Utanríkismál Úkraína Netöryggi Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Götulokanir taka gildi á afmörkuðu svæði í miðbæ Reykjavíkur klukkan átta í fyrramálið og verða í gildi fram á miðvikudag. Þá verður ekki heimilt að fljúga drónum á tilteknum svæðum og einhver áhrif verða einnig á ferðir Strætó. Þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndum eru væntanlegir til landsins til að taka þátt í fundinum auk annarra gesta, en forgangsakstur með lögreglufylgd getur haft einhver áhrif á umferð í höfuðborginni og í tengslum við fundi á Bessastöðum og á Þingvöllum. „Það er helst seinni partinn á morgun, mánudag og aðeins fyrri hluta dags á þriðjudag þá mega borgarar búast við því að það verði einhverjar umferðartafir á meðan við förum með fylgdina um borgina. En við reynum nú að takmarka það eins og hægt er og ég myndi segja að það ætti ekki að valda verulegum töfum en við biðjum um skilning borgara rétt á meðan það er að eiga sér stað. Þetta er yfirleitt ekki langur tími í senn,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Hann bendir á að nánari upplýsingar um götulokanir og önnur áhrif fundarins á almenning sé að finna á island.is. Um þrjú hundruð lögreglumenn verða að störfum í tengslum við viðburðinn, en koma Úkraínuforseta kallar einnig á sérstakar ráðstafanir. „Hann kallar á alveg sér ráðstafanir sem við höfum unnið með með hans öryggisteymi í nokkrar vikur. En það er eðlilega talsverðar öryggiskröfur sem hafa fylgt hans lífi síðan að innrásin var gerð,“ segir Karl Steinar. Viðbúið er að almenningur geti orðið var við vopnaða lögreglumenn í borginni og á þeim stöðum sem leiðtogafundir fara fram. „Hluti af þeim lögreglumönnum sem starfa við öryggisgæsluna tengt þessu eru vopnaðir. Það þýðir það ekki að allir lögreglumenn í borginni séu vopnaðir, en þeir sem að sinna sérstaklega öryggisgæslu í tengslum við Norðurlandaráðsþingið og í tengslum við þá gesti sem eru að koma hingað. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Á varðbergi vegna netöryggis Mesta hættan sem stafar að Íslandi í tengslum við þingið felst í aukinni netöryggisógn að sögn Karls Steinars. „Við teljum að það sé mesta hættan sem að sé hér og við fundum nú aðeins fyrir því á meðan leiðtogafundurinn var og það er nú kannski það sem að við erum líka að undirbúa okkur fyrir. Það er hluti af þeim öryggisatriðum sem við erum búin að vera að undirbúa það tengist netöryggi,“ segir Karl Steinar. Almenningur og fyrirtæki ættu einnig að vera á varðbergi hvað það varðar. „Það má alveg búast við því og þær stofnanir hjá okkur sem koma mest að því þær hafa þegar verið að undirbúa viðbrögð því tengt.“
Öryggis- og varnarmál Lögreglan Norðurlandaráð Reykjavík Utanríkismál Úkraína Netöryggi Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent