Togað hafi verið í stýrið og afturhluti vélar strokið flugbrautina Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. október 2024 10:25 Stél vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu á Lal Bahadur Shastri-flugvellinum í Indlandi. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að togað hafi verið í hæðarstýrið eftir að lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt í lendingu, þegar stél á flugvél Icelandair straukst við flugbraut í Indlandi í fyrra. Flugvél Icelandair var í leiguverkefni í Indlandi í nóvember í fyrra, þegar stél vélarinnar rakst við flugbraut við lendingu á flugvellinum Lal Bahadur Shastri við borgina Varanasi. Umtalsverðar skemmdir urðu neðarlega á burðarvirki flugvélarinnar aftan við jafnþrýstirými skrokksins. Öll kerfi vélarinnar virkuðu sem skyldi Í skýrslu RNSA segir að við skoðun á flugritagögnum hafi komið í ljós að kerfi flugvélarinnar hafi virkað sem skyldi í lendingunni. Veður á flugvellinum hafi verið gott, mistur en laust við ský undir 5000 fetum, skyggni 2200 metrar. Engin ummerki hafi fundist um vindhvörf í lendingunni eða í lokaaðfluginu. „Aðflug flugsins inn að flugbraut 27 á flugvellinum reyndist eðlilegt og fékk áhöfn flugs ICE1253 heimild frá flugumferðarstjórn til lendingar.“ Of hröð virkjun lyftispilla geti valdið því að stél rekist í flugbraut Í þjálfunarhandbók flugmanna er tekið fram að til að forðast það að stél flugvélarinnar rekist niður í flugbrautina skuli passa að halli vélarinnar (kink/pitch) aukist ekki eftir að aðalhjólin snerta flugbrautina. Einnig kemur fram að báðir flugmennirnir ættu að fylgjast með hvort að lyftispillar (bremsur) virkjast eftir lendingu og ef þeir gera það ekki sjálfvirkt þá þarf að virkja þá handvirkt. „Samkvæmt þjálfunarbók flugmanna þá veldur sjálfvirk virkjun á lyftispillum (speedbrakes) ekki auknu kinkhorni, en hröð handvirk virkjun á lyftispillum getur valdið hækkuðu kinkhorni sem getur leitt til þess að stél flugvélarinnar rekist í flugbrautina. Því ætti að lækka nefhjól flugvélarinnar rólega í átt að flugbrautinni á sama tíma og lyftispillarnir eru rólega virkjaðir.“ Klukkan 05:38:45 hafi lyftispillarnir virkjast, og flugmaðurinn hafi þá kallað „speedbrakes up“, og þá voru þeir komnir upp um 1,5 sekúndu síðar. Strax í kjölfar þess hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast. „Var þá hæðarstýrið fært í lárétta stöðu, en jafnframt tekið strax aftur í það og það fært aftur í 6,5 gráður klukkan 05:38:48. Klukkan 05:38:49 var flughraðinn kominn niður í 120 hnúta og hafði kink flugvélarinnar þá aukist upp í 11,4 gráður og hélst það horn í um eina sekúndu. Er það mat RNSA að þarna hafi flugvélin dregið stélið eftir jörðinni.“ „RNSA telur að orsök atviksins megi rekja til þess að eftir að aðalhjólin snertu flugbrautina og lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt, þá hafi aftur verið togað í hæðarstýrið. Við það hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast enn frekar, uns stél flugvélarinnar rakst í flugbrautina um fimm sekúndum eftir að aðalhjólin höfðu snert flugbrautina.“ Fréttir af flugi Indland Icelandair Samgönguslys Tengdar fréttir Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. 22. desember 2023 17:45 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sjá meira
Flugvél Icelandair var í leiguverkefni í Indlandi í nóvember í fyrra, þegar stél vélarinnar rakst við flugbraut við lendingu á flugvellinum Lal Bahadur Shastri við borgina Varanasi. Umtalsverðar skemmdir urðu neðarlega á burðarvirki flugvélarinnar aftan við jafnþrýstirými skrokksins. Öll kerfi vélarinnar virkuðu sem skyldi Í skýrslu RNSA segir að við skoðun á flugritagögnum hafi komið í ljós að kerfi flugvélarinnar hafi virkað sem skyldi í lendingunni. Veður á flugvellinum hafi verið gott, mistur en laust við ský undir 5000 fetum, skyggni 2200 metrar. Engin ummerki hafi fundist um vindhvörf í lendingunni eða í lokaaðfluginu. „Aðflug flugsins inn að flugbraut 27 á flugvellinum reyndist eðlilegt og fékk áhöfn flugs ICE1253 heimild frá flugumferðarstjórn til lendingar.“ Of hröð virkjun lyftispilla geti valdið því að stél rekist í flugbraut Í þjálfunarhandbók flugmanna er tekið fram að til að forðast það að stél flugvélarinnar rekist niður í flugbrautina skuli passa að halli vélarinnar (kink/pitch) aukist ekki eftir að aðalhjólin snerta flugbrautina. Einnig kemur fram að báðir flugmennirnir ættu að fylgjast með hvort að lyftispillar (bremsur) virkjast eftir lendingu og ef þeir gera það ekki sjálfvirkt þá þarf að virkja þá handvirkt. „Samkvæmt þjálfunarbók flugmanna þá veldur sjálfvirk virkjun á lyftispillum (speedbrakes) ekki auknu kinkhorni, en hröð handvirk virkjun á lyftispillum getur valdið hækkuðu kinkhorni sem getur leitt til þess að stél flugvélarinnar rekist í flugbrautina. Því ætti að lækka nefhjól flugvélarinnar rólega í átt að flugbrautinni á sama tíma og lyftispillarnir eru rólega virkjaðir.“ Klukkan 05:38:45 hafi lyftispillarnir virkjast, og flugmaðurinn hafi þá kallað „speedbrakes up“, og þá voru þeir komnir upp um 1,5 sekúndu síðar. Strax í kjölfar þess hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast. „Var þá hæðarstýrið fært í lárétta stöðu, en jafnframt tekið strax aftur í það og það fært aftur í 6,5 gráður klukkan 05:38:48. Klukkan 05:38:49 var flughraðinn kominn niður í 120 hnúta og hafði kink flugvélarinnar þá aukist upp í 11,4 gráður og hélst það horn í um eina sekúndu. Er það mat RNSA að þarna hafi flugvélin dregið stélið eftir jörðinni.“ „RNSA telur að orsök atviksins megi rekja til þess að eftir að aðalhjólin snertu flugbrautina og lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt, þá hafi aftur verið togað í hæðarstýrið. Við það hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast enn frekar, uns stél flugvélarinnar rakst í flugbrautina um fimm sekúndum eftir að aðalhjólin höfðu snert flugbrautina.“
Fréttir af flugi Indland Icelandair Samgönguslys Tengdar fréttir Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. 22. desember 2023 17:45 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sjá meira
Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. 22. desember 2023 17:45