Gerði ekki kröfu um oddvitasæti og fær annað sætið Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 14:46 Dagur B. Eggertsson lét nýverið af störfum sem borgarstjóri eftir áratug í brúnni. Stöð 2/Arnar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, gaf kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Hann taldi rétt að sækjast eftir því í stað oddvitasætis í ljósi þess að hann er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku sinni. Frá þessu greinir Dagur í færslu á Facebook en fyrr í dag greindi Vísir frá því að hann yrði ekki oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokkurinn í dauðafæri Dagur segist oft hafa verið hvattur til að fara í landsmálin en hingað til ekki gefið kost á því. Nú sé það breytt. „Í fyrsta lagi hef ég stigið úr stóli borgarstjóra eftir tíu ára feril. Í öðru lagi stendur Samfylkingin gríðarlega sterkt í Reykjavík. Flokkurinn mælist stærstur í borginni í öllum nýjum könnunum. Fylgið mælist nú 26% og flokkurinn hefur bætt við sig yfir 5% frá síðustu borgastjórnarkosningum. Ég man ekki eftir jafnmiklu fylgi á miðju kjörtímabili. Í þriðja lagi eru öflugir félagar mínir í borgarstjórnarflokknum og samhentum meirihluta borgarstjórnar sem ég treysti vel til að vinna áfram að verkefnum Reykjavíkur.“ Á landsvísu sé Samfylkingin í dauðafæri á að verða kjölfestuflokkur og forystuafl til framtíðar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns. Gerði ekki kröfu um oddvitasæti Í komandi þingkosningum hafi Samfylkingin sett heilbrigðismál og umönnun eldra fólks í forgang. „Það eru mér hjartans mál. Þjóðareign á auðlindum og að þær nýtist í almannaþágu er það sömuleiðis. Samgöngumál, menntamál, húsnæðismál, loftslagsmál og svo margt fleira þarf skýrari forystu á þingi. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til að leggjast á árarnar með Kristrúnu Frostadóttur formanni flokksins, öflugum hópi frambjóðenda og stuðningsfólki og bjóða mig fram til Alþings.“ Á fyrsta fundi uppstillingarnefndar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík í síðustu viku hafi hann boðið fram krafta sína í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður á eftir Kristrúnu. „Mér er ljóst að margir höfðu hvatt mig til að sækjast eftir oddvitasæti. Ég met það hins vegar svo að annað sætið undirstriki að ég er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku minni. Og ætla þar að taka eitt skref í einu um leið og ég lofa að leggja mig allan fram um að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar á nýjum vettvangi.“ Hefur myndað fjóra meirihluta og treystir engum betur en Kristrúnu Dagur segir að hann komi með drjúga reynslu að borðinu, meðal annars af því að mynda fjóra meirihluta í Reykjavík, sem hafi unnið vel saman og setið út kjörtímabilið. „Í mínum huga er það eitt af brýnustu verkefnum landsmálanna, að mynduð verði frjálslynd félagshyggjustjórn og komið á festu við stjórn landsins. Engri manneskju treysti ég betur til þess en Kristrúnu Frostadóttur til að leiða slíka stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf frí. Það er víða verk að vinna og mikilvægt að áherslur og stefnumál Samfylkingarinnar sem hafa verið mótuð í samtali við þjóðina nái fram að ganga. Því mun ég leggja allt það lið sem ég get.“ Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Frá þessu greinir Dagur í færslu á Facebook en fyrr í dag greindi Vísir frá því að hann yrði ekki oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokkurinn í dauðafæri Dagur segist oft hafa verið hvattur til að fara í landsmálin en hingað til ekki gefið kost á því. Nú sé það breytt. „Í fyrsta lagi hef ég stigið úr stóli borgarstjóra eftir tíu ára feril. Í öðru lagi stendur Samfylkingin gríðarlega sterkt í Reykjavík. Flokkurinn mælist stærstur í borginni í öllum nýjum könnunum. Fylgið mælist nú 26% og flokkurinn hefur bætt við sig yfir 5% frá síðustu borgastjórnarkosningum. Ég man ekki eftir jafnmiklu fylgi á miðju kjörtímabili. Í þriðja lagi eru öflugir félagar mínir í borgarstjórnarflokknum og samhentum meirihluta borgarstjórnar sem ég treysti vel til að vinna áfram að verkefnum Reykjavíkur.“ Á landsvísu sé Samfylkingin í dauðafæri á að verða kjölfestuflokkur og forystuafl til framtíðar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns. Gerði ekki kröfu um oddvitasæti Í komandi þingkosningum hafi Samfylkingin sett heilbrigðismál og umönnun eldra fólks í forgang. „Það eru mér hjartans mál. Þjóðareign á auðlindum og að þær nýtist í almannaþágu er það sömuleiðis. Samgöngumál, menntamál, húsnæðismál, loftslagsmál og svo margt fleira þarf skýrari forystu á þingi. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til að leggjast á árarnar með Kristrúnu Frostadóttur formanni flokksins, öflugum hópi frambjóðenda og stuðningsfólki og bjóða mig fram til Alþings.“ Á fyrsta fundi uppstillingarnefndar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík í síðustu viku hafi hann boðið fram krafta sína í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður á eftir Kristrúnu. „Mér er ljóst að margir höfðu hvatt mig til að sækjast eftir oddvitasæti. Ég met það hins vegar svo að annað sætið undirstriki að ég er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku minni. Og ætla þar að taka eitt skref í einu um leið og ég lofa að leggja mig allan fram um að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar á nýjum vettvangi.“ Hefur myndað fjóra meirihluta og treystir engum betur en Kristrúnu Dagur segir að hann komi með drjúga reynslu að borðinu, meðal annars af því að mynda fjóra meirihluta í Reykjavík, sem hafi unnið vel saman og setið út kjörtímabilið. „Í mínum huga er það eitt af brýnustu verkefnum landsmálanna, að mynduð verði frjálslynd félagshyggjustjórn og komið á festu við stjórn landsins. Engri manneskju treysti ég betur til þess en Kristrúnu Frostadóttur til að leiða slíka stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf frí. Það er víða verk að vinna og mikilvægt að áherslur og stefnumál Samfylkingarinnar sem hafa verið mótuð í samtali við þjóðina nái fram að ganga. Því mun ég leggja allt það lið sem ég get.“
Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira