Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2024 14:09 Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þetta herma heimildir fréttastofu og sömuleiðis að Dagur hafi ekki sóst eftir forystusæti á listanum. Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík mun kynna tillögur sína að listum fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í Þróttaraheimilinu klukkan 11 á morgun. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun samkvæmt heimildum skipa efsta sætið í sama kjördæmi og Dagur, það er Reykjavíkurkjördæmi norður, og að Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður skipi efsta sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá mun Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, skipa annað sætið á eftir Jóhanni Páli. Ragna hefur þegar greint frá því á Facebook að hún muni skipa annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og fyrrverandi forseti ASÍ, greindi frá því í færslu á Facebook skömmu fyrir klukkan 14 að hann myndi skipa þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Kristrún leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum 2021 og Helga Vala Helgadóttir lögmaður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Helga Vala lét af þingmennsku á miðju kjörtímabili. Samfylkingin náði þremur mönnum inn á þing í kosningunum 2021, þar af tvo í Reykjavíkurkjördæmi norður og einn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson við vinnslu fréttarinnar. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. 17. október 2024 15:25 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu og sömuleiðis að Dagur hafi ekki sóst eftir forystusæti á listanum. Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík mun kynna tillögur sína að listum fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í Þróttaraheimilinu klukkan 11 á morgun. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun samkvæmt heimildum skipa efsta sætið í sama kjördæmi og Dagur, það er Reykjavíkurkjördæmi norður, og að Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður skipi efsta sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá mun Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, skipa annað sætið á eftir Jóhanni Páli. Ragna hefur þegar greint frá því á Facebook að hún muni skipa annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og fyrrverandi forseti ASÍ, greindi frá því í færslu á Facebook skömmu fyrir klukkan 14 að hann myndi skipa þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Kristrún leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum 2021 og Helga Vala Helgadóttir lögmaður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Helga Vala lét af þingmennsku á miðju kjörtímabili. Samfylkingin náði þremur mönnum inn á þing í kosningunum 2021, þar af tvo í Reykjavíkurkjördæmi norður og einn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson við vinnslu fréttarinnar.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. 17. október 2024 15:25 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira
Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. 17. október 2024 15:25