Valur eyddi færslu um stærstu söluna Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 10:24 Fanney Inga Birkisdóttir varð bikarmeistari annað árið í röð með Val í sumar, og Íslandsmeistari í fyrra. vísir/Anton Valsmenn hafa tekið úr birtingu færslu sem ekki stóð til að færi strax í loftið, um sölu á landsliðsmarkverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur til Häcken í Svíþjóð. Greint var frá „sölunni“ á föstudaginn síðasta um leið og tilkynnt var að Valur hefði fengið markvörðinn Tinnu Brá Magnúsdóttur frá Fylki. Haft var eftir Birni Steinari Jónssyni, þáverandi varaformanni og nú nýjum formanni knattspyrnudeildar Vals, að upphæðin sem félagið fengi frá Häcken væri hærri en áður hefði sést í íslenska kvennaboltanum. Fanney Inga greindi hins vegar frá því í viðtali við Fótbolta.net að málið væri ekki frágengið. „Það er ekki alveg búið að ganga frá þessu,“ sagði hún. Björn Steinar segir í samtali við Vísi í dag að samkomulag sé í höfn á milli félaganna. Drög að tilkynningu um söluna hefðu verið gerð en hefðu ekki átt að fara í birtingu strax, enda eigi Fanney Inga eftir læknisskoðun hjá Häcken og að semja um sín persónulegu kaup og kjör. Landsleikir við Ólympíumeistara fram undan Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur Fanney Inga verið aðalmarkvörður Vals síðustu tvö ár og unnið einn Íslandsmeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. Þá hefur hún verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og stóð til að mynda á milli stanganna þegar liðið vann Þýskaland 3-0 og tryggði sig inn á EM í Sviss næsta sumar. Fanney Inga er einmitt núna stödd í Bandaríkjunum með íslenska landsliðinu sem á fyrir höndum tvo leiki við Ólympíumeistara Bandaríkjanna. Búast má við því að hún gangi frá sínum málum við Häcken að leikjunum loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni er Häcken í 2. sæti með 58 stig, ellefu stigum á eftir meisturum Rosengård með Guðrúnu Arnardóttur innanborðs. Häcken er því á leið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð og lék einnig í henni í sumar en féll þá úr keppni eftir tap gegn Arsenal. Á síðustu leiktíð, sem lauk í vor, komst Häcken í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Greint var frá „sölunni“ á föstudaginn síðasta um leið og tilkynnt var að Valur hefði fengið markvörðinn Tinnu Brá Magnúsdóttur frá Fylki. Haft var eftir Birni Steinari Jónssyni, þáverandi varaformanni og nú nýjum formanni knattspyrnudeildar Vals, að upphæðin sem félagið fengi frá Häcken væri hærri en áður hefði sést í íslenska kvennaboltanum. Fanney Inga greindi hins vegar frá því í viðtali við Fótbolta.net að málið væri ekki frágengið. „Það er ekki alveg búið að ganga frá þessu,“ sagði hún. Björn Steinar segir í samtali við Vísi í dag að samkomulag sé í höfn á milli félaganna. Drög að tilkynningu um söluna hefðu verið gerð en hefðu ekki átt að fara í birtingu strax, enda eigi Fanney Inga eftir læknisskoðun hjá Häcken og að semja um sín persónulegu kaup og kjör. Landsleikir við Ólympíumeistara fram undan Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur Fanney Inga verið aðalmarkvörður Vals síðustu tvö ár og unnið einn Íslandsmeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla. Þá hefur hún verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og stóð til að mynda á milli stanganna þegar liðið vann Þýskaland 3-0 og tryggði sig inn á EM í Sviss næsta sumar. Fanney Inga er einmitt núna stödd í Bandaríkjunum með íslenska landsliðinu sem á fyrir höndum tvo leiki við Ólympíumeistara Bandaríkjanna. Búast má við því að hún gangi frá sínum málum við Häcken að leikjunum loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni er Häcken í 2. sæti með 58 stig, ellefu stigum á eftir meisturum Rosengård með Guðrúnu Arnardóttur innanborðs. Häcken er því á leið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð og lék einnig í henni í sumar en féll þá úr keppni eftir tap gegn Arsenal. Á síðustu leiktíð, sem lauk í vor, komst Häcken í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira