Arnhildur hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2024 21:31 Arnhildur er fjölhæfur sérfræðingur sem brennur fyrir breytingum í borgarskipulagi, arkitektúr og byggingariðnaði. Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni fyrir þverfaglega nálgun og áherslu á minnkaða kolefnislosun og endurnýtingu byggingarefnis. Tilkynnt var um sigurvegara verðlauna Norðurlandaráðs í kvöld. Veitt voru verðlaun í fimm flokkum, flokki bókmennta, kvikmynda, barna- og unglingabókmennta og tónlistar. Tvenn verðlaun rötuðu til Danmerkur, tvenn til Noregs og ein til Íslands. Í rökstuðningi dómnefndar á verðlaunum Arnhildar segir að í vinnu sinni sem arkitekt komi Arnhildur að öllum stigum byggingarverkefna: borgarskipulagi, hönnun og smíðaferli bygginga. Með fjölbreyttum áhugamálum sínum og kunnáttu stuðli hún að breytingum og finni sjálfbærar lausnir í iðnaði sem beri ábyrgð á um fjörutíu prósent af kolefnislosun heimsins. „Hönnunarverkefni hennar, hvort sem um er að ræða einstaka hús eða borgarskipulag, snúast að miklu leyti um að nýta endurunnin og endurnýtt efni, minnkaða orku- og efnisnotkun, kolefnishlutlausar lausnir og ástundun sjálfbærs lífsstíls, t.d. með því að auðvelda notkun almenningssamgangna, deilihagkerfis og fleira,“ segir í rökstuðningnum. Þá segir að um þessar mundir vinni Arnhildur að rannsóknum að því hvort stýra megi hraunrennsli í mót til að nota við byggingargerð. Hún mun sýna vinnu sína við efnið á nítjánda Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025, fyrst Íslendinga. Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2024 hlaut Jakob Martin Strid frá Danmörku fyrir bókina Den fantastiske bus. Tónlistarverðlaun Norðuelandaráðs rötuðu að auki til Danmerkur en tónlistarmaðurinn Rune Glerup hreppti hnossið fyrir verkið Om Lys og Lethed. Norska kvikmyndin Sex eftir Dag Johan Haugerud hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni. Norðmaðurinn Niels Fredrik Dahl hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Fars rygg. Nánar má lesa um verðlaunin á vef ráðsins. Norðurlandaráð Umhverfismál Sjálfbærni Húsavernd Bókmenntir Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Arnhildur tilnefnd til verðlauna Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust. 1. júlí 2024 13:52 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Tilkynnt var um sigurvegara verðlauna Norðurlandaráðs í kvöld. Veitt voru verðlaun í fimm flokkum, flokki bókmennta, kvikmynda, barna- og unglingabókmennta og tónlistar. Tvenn verðlaun rötuðu til Danmerkur, tvenn til Noregs og ein til Íslands. Í rökstuðningi dómnefndar á verðlaunum Arnhildar segir að í vinnu sinni sem arkitekt komi Arnhildur að öllum stigum byggingarverkefna: borgarskipulagi, hönnun og smíðaferli bygginga. Með fjölbreyttum áhugamálum sínum og kunnáttu stuðli hún að breytingum og finni sjálfbærar lausnir í iðnaði sem beri ábyrgð á um fjörutíu prósent af kolefnislosun heimsins. „Hönnunarverkefni hennar, hvort sem um er að ræða einstaka hús eða borgarskipulag, snúast að miklu leyti um að nýta endurunnin og endurnýtt efni, minnkaða orku- og efnisnotkun, kolefnishlutlausar lausnir og ástundun sjálfbærs lífsstíls, t.d. með því að auðvelda notkun almenningssamgangna, deilihagkerfis og fleira,“ segir í rökstuðningnum. Þá segir að um þessar mundir vinni Arnhildur að rannsóknum að því hvort stýra megi hraunrennsli í mót til að nota við byggingargerð. Hún mun sýna vinnu sína við efnið á nítjánda Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025, fyrst Íslendinga. Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2024 hlaut Jakob Martin Strid frá Danmörku fyrir bókina Den fantastiske bus. Tónlistarverðlaun Norðuelandaráðs rötuðu að auki til Danmerkur en tónlistarmaðurinn Rune Glerup hreppti hnossið fyrir verkið Om Lys og Lethed. Norska kvikmyndin Sex eftir Dag Johan Haugerud hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni. Norðmaðurinn Niels Fredrik Dahl hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Fars rygg. Nánar má lesa um verðlaunin á vef ráðsins.
Norðurlandaráð Umhverfismál Sjálfbærni Húsavernd Bókmenntir Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Arnhildur tilnefnd til verðlauna Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust. 1. júlí 2024 13:52 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Arnhildur tilnefnd til verðlauna Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust. 1. júlí 2024 13:52