Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Árni Sæberg skrifar 22. október 2024 12:19 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins. Vísir/Ívar Fannar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Vísi en hann hefur verið sterklega orðaður við framboð til Alþingis, líkt og fleiri forystumenn í verkalýðshreyfingunni. Gefur ekkert upp um hver hefur komið að máli við hann Vilhjálmur vill ekkert gefa upp um það hver hefur komið að máli við hann varðandi framboð. Hann telji enda óheppilegt að verkalýðsforkólfar séu eyrnamerktir tilteknum stjórnmálaflokkum. Því kjósi hann að halda stjórnmálaskoðunum sínum fyrir sjálfan sig, þótt sterkar séu. „Það er oft þannig þegar forystumenn eru eyrnamerktir opinberlega einhverjum ákveðnum stjórnmálaflokki, þá er hætta á því að trúverðugleiki þeirra bíði hnekki. Ég tel ekki til hagsbóta að forystumenn séu stuðningsmenn ákveðinna stjórnmálaflokka. Þá verður erfiðara að gagnrýna og þú verður líka ótrúverðugri ef þú gagnrýnir ekki.“ Nægt framboð af frambjóðendum Vilhjálmur segist telja starfskröftum hans betur borgið innan verkalýðshreyfingarinnar en inni á Alþingi, enda sé þegar nægt framboð af frambjóðendum. Þar vísar hann vitanlega til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, Kristjáns Þórðar Snæbjörnssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem hefur þó sagt framboð sitt frekar til stuðnings en í von um þingsæti. „En eins og svo oft áður þá hefur mér staðið ýmislegt til boða, það er svo sem engin breyting þar á. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Að þessu sinni ætla ég að einbeita mér að verkalýðsbaráttunni, enda af nægu að taka þar, að veita stjórnvöldum á hverjum tíma ríkt aðhald. Kostirnir meiri við að halda áfram í skemmtilegu starfi Vilhjálmur minnir á mikilvægi þess að halda þeirri baráttu áfram og bendir á ýmsa sigra sem unnist hafa undanfarið. „Eins og til dæmis núna í síðustu kjarasamningum, þar sem okkur tókst að styrkja stöðu launafólks verulega. Nægir að nefna þar gjaldfrjálsar skólamáltíðir, hækkun á fæðingarorlofi, hækkun á greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa, hækkun á barnabótum og annað slíkt. Þetta eru allt baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Ég held að þegar maður tekur kosti og galla þess að fara úr því starfi sem maður er í í dag í það sem hugsanlega gæti komið, þá eru kostirnir að mínum dómi meiri við að halda áfram í því skemmtilega starfi sem ég er í.“ Kerfisbreytinga þörf Vilhjálmur segir það ekki gott ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi, en svo virðist sem allir og amma þeirra séu á leið í framboð, jafnvel frændur og frænkur líka. Hann voni þó að endurnýjunin á þingi verði til þess að eitthvað verði gert fyrir almenning. „Það sem þarf núna er að stjórnmálamenn taki stöðu með almenningi og heimilum þessa lands. Það þarf að ráðast í kerfisbreytingar. Kerfisbreytingar sem lúta að því að ná niður vöxtum hér á landi, svo það sé hægt að bjóða heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum lánakjör til samræmis við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við.“ Alþingi Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Vísi en hann hefur verið sterklega orðaður við framboð til Alþingis, líkt og fleiri forystumenn í verkalýðshreyfingunni. Gefur ekkert upp um hver hefur komið að máli við hann Vilhjálmur vill ekkert gefa upp um það hver hefur komið að máli við hann varðandi framboð. Hann telji enda óheppilegt að verkalýðsforkólfar séu eyrnamerktir tilteknum stjórnmálaflokkum. Því kjósi hann að halda stjórnmálaskoðunum sínum fyrir sjálfan sig, þótt sterkar séu. „Það er oft þannig þegar forystumenn eru eyrnamerktir opinberlega einhverjum ákveðnum stjórnmálaflokki, þá er hætta á því að trúverðugleiki þeirra bíði hnekki. Ég tel ekki til hagsbóta að forystumenn séu stuðningsmenn ákveðinna stjórnmálaflokka. Þá verður erfiðara að gagnrýna og þú verður líka ótrúverðugri ef þú gagnrýnir ekki.“ Nægt framboð af frambjóðendum Vilhjálmur segist telja starfskröftum hans betur borgið innan verkalýðshreyfingarinnar en inni á Alþingi, enda sé þegar nægt framboð af frambjóðendum. Þar vísar hann vitanlega til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, Kristjáns Þórðar Snæbjörnssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem hefur þó sagt framboð sitt frekar til stuðnings en í von um þingsæti. „En eins og svo oft áður þá hefur mér staðið ýmislegt til boða, það er svo sem engin breyting þar á. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Að þessu sinni ætla ég að einbeita mér að verkalýðsbaráttunni, enda af nægu að taka þar, að veita stjórnvöldum á hverjum tíma ríkt aðhald. Kostirnir meiri við að halda áfram í skemmtilegu starfi Vilhjálmur minnir á mikilvægi þess að halda þeirri baráttu áfram og bendir á ýmsa sigra sem unnist hafa undanfarið. „Eins og til dæmis núna í síðustu kjarasamningum, þar sem okkur tókst að styrkja stöðu launafólks verulega. Nægir að nefna þar gjaldfrjálsar skólamáltíðir, hækkun á fæðingarorlofi, hækkun á greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa, hækkun á barnabótum og annað slíkt. Þetta eru allt baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Ég held að þegar maður tekur kosti og galla þess að fara úr því starfi sem maður er í í dag í það sem hugsanlega gæti komið, þá eru kostirnir að mínum dómi meiri við að halda áfram í því skemmtilega starfi sem ég er í.“ Kerfisbreytinga þörf Vilhjálmur segir það ekki gott ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi, en svo virðist sem allir og amma þeirra séu á leið í framboð, jafnvel frændur og frænkur líka. Hann voni þó að endurnýjunin á þingi verði til þess að eitthvað verði gert fyrir almenning. „Það sem þarf núna er að stjórnmálamenn taki stöðu með almenningi og heimilum þessa lands. Það þarf að ráðast í kerfisbreytingar. Kerfisbreytingar sem lúta að því að ná niður vöxtum hér á landi, svo það sé hægt að bjóða heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum lánakjör til samræmis við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við.“
Alþingi Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira