Svandís tekur upp hanskann fyrir kennara Lovísa Arnardóttir skrifar 22. október 2024 11:03 Svandís segist standa með kennurum í kjarabaráttu sinni. Verkföll kennara hefjast eftir viku náist ekki að semja. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segist standa með kennurum í kjarabaráttu sinni. Hún varar við því að menntakerfið sé einkavætt og að stétt fari þannig að hafa áhrif á aðgengi að menntun. Hún segir síðustu mánuði hafi verið hart sótt að kennurum. Því sé haldið fram að veikindahlutfall sé hátt og að þeim hafi fjölgað hraðar en nemendum, að vandinn sé ekki aðbúnaður eða aðstæður, heldur hjá kennurum sjálfum. Svandís segir þetta ekki rétt. Það gerir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu sem hún birtir sömuleiðis á Facebook-síðu sinni. Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs sagði í gær grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. „Eðlilegt er að mörg spyrji sig: Hvert er planið með þessum málflutningi? Hvaða markmiðum er verið að reyna að ná fram með því að ráðast á kennarastéttina?“ spyr Svandís í grein sinni. Hún segir það hræða þegar almannaþjónusta sé gagnrýnd frá hægri og það geti verið undanfari þess að markaðsöflum sé gefinn laus taumur. Menntakerfið megi hins vegar ekki verð „þeirri kredduhugsun að bráð“. Breytt samfélag hafi breytt menntakerfinu Hún segir menntakerfið í almannaþágu og að það verði að gefa kennurum verkfærin til að ná árangri en ekki „útmála þá sem sökudólga“. „Breytt samfélag með aukinni fjölbreytni kallar á aukinn stuðning við kennara, ekki árásir, til þess að hægt sé að mæta börnum á þeim stað sem þau eru. Það er flókið verkefni að kenna nemendahópi þar sem fjöldi nemenda hefur annað móðurmál en íslensku, hópum þar sem fjöldi barna með ýmsar greiningar hefur aukist mikið síðustu áratugi. Samfélagsbreytingar af þessum toga færa skólum verkefni sem áður voru ekki til staðar. Því til viðbótar koma samfélagsmiðlar og gliðnun samfélaga,“ segir Svandís í grein sinni Það þurfi að styðja betur við skólakerfið og að sveitarfélögin verði að hafa tekjustofna til að standa undir þjónustunni. „Í því verkefni má okkur ekki mistakast. Við viljum ekki feta í fótspor nágrannalanda okkar þar sem innviðir hafa verið einkavæddir í þágu fjármagns en ekki samfélagsins. Það sem við höfum verið svo stolt af, samfélag samstöðu, verður til í almennu skólakerfi. Þessu jöfnunarhlutverki verður að gefa gaum því það vegur þungt.“ Grein Svandísar er hægt að lesa í heild sinni hér. Kennaraverkfall 2024 Vinstri græn Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Kennarar í MR samþykkja verkfall Niðurstaða atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í Menntaskólanum í Reykjavík liggur fyrir. Mikill meirihluti styður boðun verkfalls. Þar með hafa verið boðaðar aðgerðir í tíu skólum í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandinu. 17. október 2024 13:52 Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53 „Þetta er einhver leikur sem menn ákváðu að spila“ Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga á hendur Kennarasambandsins ekki munu hafa áhrif á boðuð verkföll kennara. 16. október 2024 19:07 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Því sé haldið fram að veikindahlutfall sé hátt og að þeim hafi fjölgað hraðar en nemendum, að vandinn sé ekki aðbúnaður eða aðstæður, heldur hjá kennurum sjálfum. Svandís segir þetta ekki rétt. Það gerir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu sem hún birtir sömuleiðis á Facebook-síðu sinni. Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs sagði í gær grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. „Eðlilegt er að mörg spyrji sig: Hvert er planið með þessum málflutningi? Hvaða markmiðum er verið að reyna að ná fram með því að ráðast á kennarastéttina?“ spyr Svandís í grein sinni. Hún segir það hræða þegar almannaþjónusta sé gagnrýnd frá hægri og það geti verið undanfari þess að markaðsöflum sé gefinn laus taumur. Menntakerfið megi hins vegar ekki verð „þeirri kredduhugsun að bráð“. Breytt samfélag hafi breytt menntakerfinu Hún segir menntakerfið í almannaþágu og að það verði að gefa kennurum verkfærin til að ná árangri en ekki „útmála þá sem sökudólga“. „Breytt samfélag með aukinni fjölbreytni kallar á aukinn stuðning við kennara, ekki árásir, til þess að hægt sé að mæta börnum á þeim stað sem þau eru. Það er flókið verkefni að kenna nemendahópi þar sem fjöldi nemenda hefur annað móðurmál en íslensku, hópum þar sem fjöldi barna með ýmsar greiningar hefur aukist mikið síðustu áratugi. Samfélagsbreytingar af þessum toga færa skólum verkefni sem áður voru ekki til staðar. Því til viðbótar koma samfélagsmiðlar og gliðnun samfélaga,“ segir Svandís í grein sinni Það þurfi að styðja betur við skólakerfið og að sveitarfélögin verði að hafa tekjustofna til að standa undir þjónustunni. „Í því verkefni má okkur ekki mistakast. Við viljum ekki feta í fótspor nágrannalanda okkar þar sem innviðir hafa verið einkavæddir í þágu fjármagns en ekki samfélagsins. Það sem við höfum verið svo stolt af, samfélag samstöðu, verður til í almennu skólakerfi. Þessu jöfnunarhlutverki verður að gefa gaum því það vegur þungt.“ Grein Svandísar er hægt að lesa í heild sinni hér.
Kennaraverkfall 2024 Vinstri græn Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Kennarar í MR samþykkja verkfall Niðurstaða atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í Menntaskólanum í Reykjavík liggur fyrir. Mikill meirihluti styður boðun verkfalls. Þar með hafa verið boðaðar aðgerðir í tíu skólum í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandinu. 17. október 2024 13:52 Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53 „Þetta er einhver leikur sem menn ákváðu að spila“ Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga á hendur Kennarasambandsins ekki munu hafa áhrif á boðuð verkföll kennara. 16. október 2024 19:07 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Kennarar í MR samþykkja verkfall Niðurstaða atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í Menntaskólanum í Reykjavík liggur fyrir. Mikill meirihluti styður boðun verkfalls. Þar með hafa verið boðaðar aðgerðir í tíu skólum í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandinu. 17. október 2024 13:52
Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53
„Þetta er einhver leikur sem menn ákváðu að spila“ Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga á hendur Kennarasambandsins ekki munu hafa áhrif á boðuð verkföll kennara. 16. október 2024 19:07