Stefán hélt starfinu með naumindum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. október 2024 18:48 Stefán Eiríksson er fyrrverandi borgarritari og lögreglustjóri. Vísir/Arnar Halldórsson Stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að endurráða Stefán Eiríksson í stöðu útvarpsstjóra til fimm ára. Fimm stjórnarmeðlimir RÚV greiddu atkvæði með því að bjóða Stefáni endurráðningarsamning en fjórir vildu auglýsa stöðuna. Þetta kemur fram í frétt á vef miðilsins. Stefán var ráðinn útvarpsstjóri í janúar 2020 og tók til starfa 1. mars sama ár. Í janúar í fyrra greindi Stefán sjálfur frá því að hann hygðist hætta sem útvarpsstjóri þegar skipunartíma hans lyki. Fyrr í mánuðinum sagði hann aftur á móti frá því að hann væri hættur við að hætta og hann væri reiðubúinn til að gegna starfinu áfram en skipunartímabili hans lýkur í byrjun næsta árs. Samkvæmt 11. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, skal útvarpsstjóri ráðinn til fimm ára í senn og er heimilt að endurráða hann einu sinni. Fram kemur í frétt RÚV að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. hafi á fundi sínum í síðustu viku ákveðið að nýta sér þá heimild, eftir að hafa óskað eftir og farið yfir greinargerð útvarpsstjóra þar sem hann gerði stjórn grein fyrir áherslum sínum og framtíðarsýn til næstu ára, fengi hann til þess umboð stjórnar. Fimm á móti fjórum Fjórir stjórnarmenn Ríkisútvarpsins vildu auglýsa stöðu útvarpsstjóra í stað þess að bjóða Stefáni Eiríkssyni endurráðningarsamning. Naumur meiri hluti, fimm stjórnarmenn, greiddu atkvæði með endurráðningarsamningi. Ingvar Smári Birgisson varaformaður stjórnar RÚV vekur athygli á þessu í færslu á Facebook. „Ég var á þeirri skoðun, ásamt þremur öðrum stjórnarmönnum (samtals 9 í stjórninni), að með réttu hefði átt að auglýsa stöðuna, enda samræmast slík vinnubrögð best þeim gagnsæju vinnubrögðum sem þurfa að einkenna störf Ríkisútvarpsins,“ segir í færslu Ingvars. Aftur á móti segir eftirfarandi í fundargerð þess fundar sem ákvörðunin var tekin á: „Sú leið að auglýsa stöðu útvarpsstjóra samræmist best þeim gagnsæju vinnubrögðum sem þurfa að einkenna störf Ríkisútvarpsins. Með því að auglýsa stöðuna má auka traust og tiltrú almennings gagnvart stofnuninni til framtíðar.“ Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr færslu Ingvars. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt á vef miðilsins. Stefán var ráðinn útvarpsstjóri í janúar 2020 og tók til starfa 1. mars sama ár. Í janúar í fyrra greindi Stefán sjálfur frá því að hann hygðist hætta sem útvarpsstjóri þegar skipunartíma hans lyki. Fyrr í mánuðinum sagði hann aftur á móti frá því að hann væri hættur við að hætta og hann væri reiðubúinn til að gegna starfinu áfram en skipunartímabili hans lýkur í byrjun næsta árs. Samkvæmt 11. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, skal útvarpsstjóri ráðinn til fimm ára í senn og er heimilt að endurráða hann einu sinni. Fram kemur í frétt RÚV að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. hafi á fundi sínum í síðustu viku ákveðið að nýta sér þá heimild, eftir að hafa óskað eftir og farið yfir greinargerð útvarpsstjóra þar sem hann gerði stjórn grein fyrir áherslum sínum og framtíðarsýn til næstu ára, fengi hann til þess umboð stjórnar. Fimm á móti fjórum Fjórir stjórnarmenn Ríkisútvarpsins vildu auglýsa stöðu útvarpsstjóra í stað þess að bjóða Stefáni Eiríkssyni endurráðningarsamning. Naumur meiri hluti, fimm stjórnarmenn, greiddu atkvæði með endurráðningarsamningi. Ingvar Smári Birgisson varaformaður stjórnar RÚV vekur athygli á þessu í færslu á Facebook. „Ég var á þeirri skoðun, ásamt þremur öðrum stjórnarmönnum (samtals 9 í stjórninni), að með réttu hefði átt að auglýsa stöðuna, enda samræmast slík vinnubrögð best þeim gagnsæju vinnubrögðum sem þurfa að einkenna störf Ríkisútvarpsins,“ segir í færslu Ingvars. Aftur á móti segir eftirfarandi í fundargerð þess fundar sem ákvörðunin var tekin á: „Sú leið að auglýsa stöðu útvarpsstjóra samræmist best þeim gagnsæju vinnubrögðum sem þurfa að einkenna störf Ríkisútvarpsins. Með því að auglýsa stöðuna má auka traust og tiltrú almennings gagnvart stofnuninni til framtíðar.“ Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr færslu Ingvars.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira