Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 16:56 Ragnar Þór er svartsýn á horfur í íslensku samfélagi. Vísir/Einar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. Inga Sæland staðfesti þetta við fréttastofu. Ragnar Þór hefur verið formaður VR í sjö ár, síðan hann lagði Ólafíu B. Rafnsdóttur, forvera sinn í embætti, að velli í kosningum. Formannstímabili hans lýkur í mars næsta vor. Í viðtali við Rúv segir Ragnar að framboð hans hafi ekki áhrif á störf hans hjá VR og hann hafi ekki íhugað að fara í leyfi. Hann muni sinna störfum sínum sem formaður VR fram að því. Hann segist leggja áherslu á húsnæðismál og leggja sérstaka áherslu á að taka upp nýtt húsnæðislánakerfi og gera það að danskri fyrirmynd. Kom sér á óvart Tilkynningu frá Tómasi Tómassyni má finna á fréttavef Eiríks Jónssonar. Þar segir hann að allir góðir hlutir taki endi. „Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hringdi í mig í gær kl. 17.47 til að tilkynna mér að ég yrði ekki á lista Flokks fólksins í næstu Alþingiskosningum, en ég var í oddvitasæti 2021 og var kjördæmakjörinn,“ segir í tilkynningunni. „Þetta kom mér svoldið á óvart. Það er búið að vera sannur heiður að fá að vera á þingi með Ingu Sæland og öðrum þingmönnum Flokks fólksins – eitt allsherjar ævintýri ef satt skal segja,“ segir einnig. Þá hrósar hann Ingu fyrir það sem hún hafi áorkað og þakkar henni fyrir tækifærið. „Ég skil leikreglurnar. Það er margt gott fólk í boði og getur verið gott að endurnýja. Svona er lífið. Gangi ykkur vel og áfram veginn!“ segir að lokum. Ekki náðist í Ragnar við vinnslu fréttarinnar. Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. 17. október 2024 16:23 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Inga Sæland staðfesti þetta við fréttastofu. Ragnar Þór hefur verið formaður VR í sjö ár, síðan hann lagði Ólafíu B. Rafnsdóttur, forvera sinn í embætti, að velli í kosningum. Formannstímabili hans lýkur í mars næsta vor. Í viðtali við Rúv segir Ragnar að framboð hans hafi ekki áhrif á störf hans hjá VR og hann hafi ekki íhugað að fara í leyfi. Hann muni sinna störfum sínum sem formaður VR fram að því. Hann segist leggja áherslu á húsnæðismál og leggja sérstaka áherslu á að taka upp nýtt húsnæðislánakerfi og gera það að danskri fyrirmynd. Kom sér á óvart Tilkynningu frá Tómasi Tómassyni má finna á fréttavef Eiríks Jónssonar. Þar segir hann að allir góðir hlutir taki endi. „Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hringdi í mig í gær kl. 17.47 til að tilkynna mér að ég yrði ekki á lista Flokks fólksins í næstu Alþingiskosningum, en ég var í oddvitasæti 2021 og var kjördæmakjörinn,“ segir í tilkynningunni. „Þetta kom mér svoldið á óvart. Það er búið að vera sannur heiður að fá að vera á þingi með Ingu Sæland og öðrum þingmönnum Flokks fólksins – eitt allsherjar ævintýri ef satt skal segja,“ segir einnig. Þá hrósar hann Ingu fyrir það sem hún hafi áorkað og þakkar henni fyrir tækifærið. „Ég skil leikreglurnar. Það er margt gott fólk í boði og getur verið gott að endurnýja. Svona er lífið. Gangi ykkur vel og áfram veginn!“ segir að lokum. Ekki náðist í Ragnar við vinnslu fréttarinnar.
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. 17. október 2024 16:23 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. 17. október 2024 16:23