Úrskurðað var um gæsluvarðhaldið í síðustu viku, en það er fjögurra vikna langt og á grundvelli almannahagsmuna. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu.
Hann segir að ekki sé grunur um að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi.
Árásin átti sér stað í íbúð í Frostafold í Grafarvogi. Morguninn eftir að málið kom upp var greint frá því að sá sem var stunginn hefði hlotið lífshættulega áverka. Hann var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans.
Fram kom að hnífi hefði verið beitt og að lögregla hafi verið með mikinn aðbúnað vegna málsins. Líkt og áður segir voru tveir handteknir í fyrstu. Aðilar málsins eru á þrítugs- og fertugsaldri.