Birta greinir frá þessu í myndbandi sem hún birti á síðu sinni á Instagram. Myndbandið sýnir fjölskylduna í myndatöku við tilefnið en þau eiga eina dóttur fyrir, Emblu Líf. Undir myndbandinu stendur: „Gunnarsdóttir 2025.“
Gunnar og Birta hafa verið saman í tíu ár og Birta sat fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er fyrr á árinu.