Guðmundur Árni hættur við og styður Ölmu Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2024 11:14 Guðmundur Árni er varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Hafnarfirði. Guðmundur Árni sækist ekki lengur eftir oddvitasæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Það tilkynnti hann á Facebook rétt í þessu. Í tilkynningu sinni vísar hann til tímabundinna heilsufarsástæðna. Það sé að læknisráði sem hann taki þessa ákvörðun. Hann segist styðja Ölmu Möller í forystu í kjördæminu. Það stefndi í slag um fyrsta sætið en Þórunn Sveinbjarnardóttir stefnir þá ein á fyrsta sætið. Guðmundur Árni segist styðja Ölmu Möller landlækni í fyrsta sæti listans en hún hefur tilkynnt að hún sækist eftir 2. sæti. „Af ofangreindum ástæðum er fyrirliggjandi, að ég hefði ekki átt þess kost að taka þátt í komandi kosningabaráttu og þeim viðamiklu verkefnum sem framundan eru, af þeim krafti sem ég er vanur og vilji minn stóð til. Þess vegna stíg ég til hliðar að þessu sinni,“ segir Guðmundur Árni og að hann styðji Ölmu til forystusætis. „Ég fagna innkomu Ölmu Möller á listann og styð hana til forystusætis og vek einnig athygli á Guðmundi Ara Sigurjónssyni og Hildi Rós Guðbjargardóttur sem ungu forystufólki og fjölmörgum öðrum sem eru til forystu fallin í kjördæminu. Jafnaðarmenn eru í góðum sóknarfærum undir ötulli forystu Kristrúnar Frostadóttur og ég mun styðja baráttu flokksfélaga minna eftir því sem mér er unnt. Einnig mun ég sinna áfram skyldum mínum sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaformaður flokksins eins og kostur er,“ segir hann og að hann biðji fjölmiðla og aðra að virða þessar persónulegu aðstæður. Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, gamalreyndar stjórnmálakempur sem báðar sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, svara því ekki hvort þau þæðu sæti neðar á lista. Mikil spenna ríkir einnig fyrir baráttu um annað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu, sem skera á úr um á sunnudag. 18. október 2024 13:37 „Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51 Alma hættir sér ekki í oddvitabaráttuna Alma Möller landlæknir gefur kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún fer í leyfi frá störfum sem landlæknir þegar listinn verður birtur og tekur Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir við embættinu á meðan. 17. október 2024 17:46 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Það stefndi í slag um fyrsta sætið en Þórunn Sveinbjarnardóttir stefnir þá ein á fyrsta sætið. Guðmundur Árni segist styðja Ölmu Möller landlækni í fyrsta sæti listans en hún hefur tilkynnt að hún sækist eftir 2. sæti. „Af ofangreindum ástæðum er fyrirliggjandi, að ég hefði ekki átt þess kost að taka þátt í komandi kosningabaráttu og þeim viðamiklu verkefnum sem framundan eru, af þeim krafti sem ég er vanur og vilji minn stóð til. Þess vegna stíg ég til hliðar að þessu sinni,“ segir Guðmundur Árni og að hann styðji Ölmu til forystusætis. „Ég fagna innkomu Ölmu Möller á listann og styð hana til forystusætis og vek einnig athygli á Guðmundi Ara Sigurjónssyni og Hildi Rós Guðbjargardóttur sem ungu forystufólki og fjölmörgum öðrum sem eru til forystu fallin í kjördæminu. Jafnaðarmenn eru í góðum sóknarfærum undir ötulli forystu Kristrúnar Frostadóttur og ég mun styðja baráttu flokksfélaga minna eftir því sem mér er unnt. Einnig mun ég sinna áfram skyldum mínum sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaformaður flokksins eins og kostur er,“ segir hann og að hann biðji fjölmiðla og aðra að virða þessar persónulegu aðstæður.
Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, gamalreyndar stjórnmálakempur sem báðar sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, svara því ekki hvort þau þæðu sæti neðar á lista. Mikil spenna ríkir einnig fyrir baráttu um annað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu, sem skera á úr um á sunnudag. 18. október 2024 13:37 „Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51 Alma hættir sér ekki í oddvitabaráttuna Alma Möller landlæknir gefur kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún fer í leyfi frá störfum sem landlæknir þegar listinn verður birtur og tekur Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir við embættinu á meðan. 17. október 2024 17:46 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
„Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, gamalreyndar stjórnmálakempur sem báðar sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, svara því ekki hvort þau þæðu sæti neðar á lista. Mikil spenna ríkir einnig fyrir baráttu um annað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu, sem skera á úr um á sunnudag. 18. október 2024 13:37
„Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51
Alma hættir sér ekki í oddvitabaráttuna Alma Möller landlæknir gefur kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún fer í leyfi frá störfum sem landlæknir þegar listinn verður birtur og tekur Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir við embættinu á meðan. 17. október 2024 17:46