Alma Möller skellir sér í pólitíkina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2024 13:13 Alma Möller landlæknir var orðuð við forsetaframboð en tók ekki þann slag. Nú tekur hún slaginn í pólitíkinni. Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Alma er svæfinga- og gjörgæslulæknir sem var skipuð landlæknir árið 2018 og varð um leið fyrsta konan til að gegna embættinu. Hún var afar áberandi sem hluti af þríeykinu svokallaða í kórónuveirufaraldrinum á árunum 2020 til 2022. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu heilbrigðismála sumarið 2020. Alma var orðuð við framboð til forseta Íslands fyrr á árinu en ákvað að fara ekki fram. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún tekið ákvörðun um að láta slag standa í pólitíkinni og bjóða fram krafta sína hjá Samfylkingunni. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 16:36 Alma hefur tilkynnt framboð sitt formlega. Tilkynninguna má lesa að neðan: Kæru vinir. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hver útkoman verður er jú óvíst, það er annarra að ákveða það, en ég vil bjóða fram krafta mína í þágu lands og þjóðar. Ég hef unnið í og kringum heilbrigðiskerfið alla mína starfsævi, sem læknir, yfirlæknir, framkvæmdastjóri á Landspítalanum og loks sem landlæknir. Það þarf því ekki að koma á óvart að málefni lýðheilsu og heilbrigðisþjónustu liggja mér nærri hjarta. Í störfum mínum hef ég kynnst að heilbrigðiskerfið okkar er drifið áfram af framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólki. Hins vegar hefur skortur á starfsfólki og innviðaskuld haft áhrif á þjónustuna og við því þarf að bregðast af festu. Þá eru mikil tækifæri fólgin í því að efla lýðheilsu. Ég tel að besti vettvangurinn til að vinna frekar að framgöngu heilbrigðismála sé í framlínu jafnaðarmanna. Efling lýðheilsu, styrking heilbrigðiskerfisins, samtryggingar okkar og öryggisnets, er meðal aðaláherslna Samfylkingarinnar, enda erindi hennar að skapa enn betra samfélag. Forsenda þess er að ná tökum á efnahagsmálunum og skapa hér skilyrði fyrir styrkingu innviða. Við sjáum hvað verður en þangað til sinni ég mínu erilsama starfi sem landlæknir. Komi til kosningabaráttu hefur yfirmaður minn, heilbrigðisráðherra, fallist á beiðni mína um leyfi frá störfum. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Heilbrigðismál Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29 Jón Magnús gefur kost á sér Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, mun óska eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 17. október 2024 12:02 Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. 16. október 2024 22:46 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Alma er svæfinga- og gjörgæslulæknir sem var skipuð landlæknir árið 2018 og varð um leið fyrsta konan til að gegna embættinu. Hún var afar áberandi sem hluti af þríeykinu svokallaða í kórónuveirufaraldrinum á árunum 2020 til 2022. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu heilbrigðismála sumarið 2020. Alma var orðuð við framboð til forseta Íslands fyrr á árinu en ákvað að fara ekki fram. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún tekið ákvörðun um að láta slag standa í pólitíkinni og bjóða fram krafta sína hjá Samfylkingunni. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 16:36 Alma hefur tilkynnt framboð sitt formlega. Tilkynninguna má lesa að neðan: Kæru vinir. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hver útkoman verður er jú óvíst, það er annarra að ákveða það, en ég vil bjóða fram krafta mína í þágu lands og þjóðar. Ég hef unnið í og kringum heilbrigðiskerfið alla mína starfsævi, sem læknir, yfirlæknir, framkvæmdastjóri á Landspítalanum og loks sem landlæknir. Það þarf því ekki að koma á óvart að málefni lýðheilsu og heilbrigðisþjónustu liggja mér nærri hjarta. Í störfum mínum hef ég kynnst að heilbrigðiskerfið okkar er drifið áfram af framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólki. Hins vegar hefur skortur á starfsfólki og innviðaskuld haft áhrif á þjónustuna og við því þarf að bregðast af festu. Þá eru mikil tækifæri fólgin í því að efla lýðheilsu. Ég tel að besti vettvangurinn til að vinna frekar að framgöngu heilbrigðismála sé í framlínu jafnaðarmanna. Efling lýðheilsu, styrking heilbrigðiskerfisins, samtryggingar okkar og öryggisnets, er meðal aðaláherslna Samfylkingarinnar, enda erindi hennar að skapa enn betra samfélag. Forsenda þess er að ná tökum á efnahagsmálunum og skapa hér skilyrði fyrir styrkingu innviða. Við sjáum hvað verður en þangað til sinni ég mínu erilsama starfi sem landlæknir. Komi til kosningabaráttu hefur yfirmaður minn, heilbrigðisráðherra, fallist á beiðni mína um leyfi frá störfum.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Heilbrigðismál Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29 Jón Magnús gefur kost á sér Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, mun óska eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 17. október 2024 12:02 Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. 16. október 2024 22:46 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29
Jón Magnús gefur kost á sér Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, mun óska eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 17. október 2024 12:02
Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. 16. október 2024 22:46