Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. október 2024 22:46 Þórunn og Guðmundur Árni ætla sér bæði að leiða lista Samfylkingarinnar í Kraganum. vísir Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. Þórunn, sem leiddi listann í kosningunum 2021, staðfestir þetta við fréttastofu. Enn á eftir að taka ákvörðun innan kjördæmisráðs um það hvaða aðferð verði notuð við uppstillingu lista. „Okkur er skammtaður mjög naumur tími til að raða á lista,“ segir Þórunn. Þið eruð tvö sem stefnið á oddvitasætið. Hvernig meturðu þessa baráttu? „Það er svo sem ekkert um hana að segja. Það fer eftir því hvaða aðferð verður notuð við að raða á listann, hvernig hún fer fram. Ef það verður í höndum uppstillingarnefndar, þá fær nefndin það verkefni. Ég sækist eftir forystusæti á þessum lista og hlakka til baráttunnar, sem og kosningabaráttunnar. Ég er vonglöð um gott gengi fyrir hönd Samfylkingarinnar.“ Og vongóð um að fá oddvitasætið aftur? „Ég er alltaf vongóð um það. Það er auðvitað alltaf í höndum félaga minna að ákveða hvernig framboðslistarnir líta út. Þannig er það í lýðræðislegum stjórnmálaflokkum.“ Hún segist engar átakalínur hafa myndast hér á milli þess sem kallað hefur verið „nýja og gamla Samfylkingin“. Guðmundur Árni sneri sjálfur eftir sextán ára hlé fyrir tveimur og hálfu ári síðan og var kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar árið 2022. Myndirðu sætta þig við annað eða þriðja sætið, eða hvernig sem það yrði? „Ég get ekkert sagt til um það núna, það kemur bara í ljós. Fyrst þarf að ákveða aðferð og svo raða upp. Og síðan þarf að samþykkja lista.“ „Ég vona bara að við sjáum breytingar til batnaðar í íslensku samfélagi að loknum þessum alþingiskosningum,“ segir Þórunn að lokum. Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31 Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson. 11. mars 2021 19:25 Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. 28. október 2022 20:48 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Sjá meira
Þórunn, sem leiddi listann í kosningunum 2021, staðfestir þetta við fréttastofu. Enn á eftir að taka ákvörðun innan kjördæmisráðs um það hvaða aðferð verði notuð við uppstillingu lista. „Okkur er skammtaður mjög naumur tími til að raða á lista,“ segir Þórunn. Þið eruð tvö sem stefnið á oddvitasætið. Hvernig meturðu þessa baráttu? „Það er svo sem ekkert um hana að segja. Það fer eftir því hvaða aðferð verður notuð við að raða á listann, hvernig hún fer fram. Ef það verður í höndum uppstillingarnefndar, þá fær nefndin það verkefni. Ég sækist eftir forystusæti á þessum lista og hlakka til baráttunnar, sem og kosningabaráttunnar. Ég er vonglöð um gott gengi fyrir hönd Samfylkingarinnar.“ Og vongóð um að fá oddvitasætið aftur? „Ég er alltaf vongóð um það. Það er auðvitað alltaf í höndum félaga minna að ákveða hvernig framboðslistarnir líta út. Þannig er það í lýðræðislegum stjórnmálaflokkum.“ Hún segist engar átakalínur hafa myndast hér á milli þess sem kallað hefur verið „nýja og gamla Samfylkingin“. Guðmundur Árni sneri sjálfur eftir sextán ára hlé fyrir tveimur og hálfu ári síðan og var kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar árið 2022. Myndirðu sætta þig við annað eða þriðja sætið, eða hvernig sem það yrði? „Ég get ekkert sagt til um það núna, það kemur bara í ljós. Fyrst þarf að ákveða aðferð og svo raða upp. Og síðan þarf að samþykkja lista.“ „Ég vona bara að við sjáum breytingar til batnaðar í íslensku samfélagi að loknum þessum alþingiskosningum,“ segir Þórunn að lokum.
Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31 Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson. 11. mars 2021 19:25 Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. 28. október 2022 20:48 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Sjá meira
Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31
Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson. 11. mars 2021 19:25
Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. 28. október 2022 20:48
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?