Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. október 2024 22:46 Þórunn og Guðmundur Árni ætla sér bæði að leiða lista Samfylkingarinnar í Kraganum. vísir Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. Þórunn, sem leiddi listann í kosningunum 2021, staðfestir þetta við fréttastofu. Enn á eftir að taka ákvörðun innan kjördæmisráðs um það hvaða aðferð verði notuð við uppstillingu lista. „Okkur er skammtaður mjög naumur tími til að raða á lista,“ segir Þórunn. Þið eruð tvö sem stefnið á oddvitasætið. Hvernig meturðu þessa baráttu? „Það er svo sem ekkert um hana að segja. Það fer eftir því hvaða aðferð verður notuð við að raða á listann, hvernig hún fer fram. Ef það verður í höndum uppstillingarnefndar, þá fær nefndin það verkefni. Ég sækist eftir forystusæti á þessum lista og hlakka til baráttunnar, sem og kosningabaráttunnar. Ég er vonglöð um gott gengi fyrir hönd Samfylkingarinnar.“ Og vongóð um að fá oddvitasætið aftur? „Ég er alltaf vongóð um það. Það er auðvitað alltaf í höndum félaga minna að ákveða hvernig framboðslistarnir líta út. Þannig er það í lýðræðislegum stjórnmálaflokkum.“ Hún segist engar átakalínur hafa myndast hér á milli þess sem kallað hefur verið „nýja og gamla Samfylkingin“. Guðmundur Árni sneri sjálfur eftir sextán ára hlé fyrir tveimur og hálfu ári síðan og var kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar árið 2022. Myndirðu sætta þig við annað eða þriðja sætið, eða hvernig sem það yrði? „Ég get ekkert sagt til um það núna, það kemur bara í ljós. Fyrst þarf að ákveða aðferð og svo raða upp. Og síðan þarf að samþykkja lista.“ „Ég vona bara að við sjáum breytingar til batnaðar í íslensku samfélagi að loknum þessum alþingiskosningum,“ segir Þórunn að lokum. Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31 Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson. 11. mars 2021 19:25 Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. 28. október 2022 20:48 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Þórunn, sem leiddi listann í kosningunum 2021, staðfestir þetta við fréttastofu. Enn á eftir að taka ákvörðun innan kjördæmisráðs um það hvaða aðferð verði notuð við uppstillingu lista. „Okkur er skammtaður mjög naumur tími til að raða á lista,“ segir Þórunn. Þið eruð tvö sem stefnið á oddvitasætið. Hvernig meturðu þessa baráttu? „Það er svo sem ekkert um hana að segja. Það fer eftir því hvaða aðferð verður notuð við að raða á listann, hvernig hún fer fram. Ef það verður í höndum uppstillingarnefndar, þá fær nefndin það verkefni. Ég sækist eftir forystusæti á þessum lista og hlakka til baráttunnar, sem og kosningabaráttunnar. Ég er vonglöð um gott gengi fyrir hönd Samfylkingarinnar.“ Og vongóð um að fá oddvitasætið aftur? „Ég er alltaf vongóð um það. Það er auðvitað alltaf í höndum félaga minna að ákveða hvernig framboðslistarnir líta út. Þannig er það í lýðræðislegum stjórnmálaflokkum.“ Hún segist engar átakalínur hafa myndast hér á milli þess sem kallað hefur verið „nýja og gamla Samfylkingin“. Guðmundur Árni sneri sjálfur eftir sextán ára hlé fyrir tveimur og hálfu ári síðan og var kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar árið 2022. Myndirðu sætta þig við annað eða þriðja sætið, eða hvernig sem það yrði? „Ég get ekkert sagt til um það núna, það kemur bara í ljós. Fyrst þarf að ákveða aðferð og svo raða upp. Og síðan þarf að samþykkja lista.“ „Ég vona bara að við sjáum breytingar til batnaðar í íslensku samfélagi að loknum þessum alþingiskosningum,“ segir Þórunn að lokum.
Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31 Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson. 11. mars 2021 19:25 Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. 28. október 2022 20:48 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sigmundar og landsfundi frestað Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl. 15. október 2024 07:31
Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson. 11. mars 2021 19:25
Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður Guðmundur Árni Stefánsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins í kvöld. 28. október 2022 20:48