Besti dómarinn í deildinni á von á sínu þriðja barni Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2024 10:00 Bergrós á von á sínum þriðja barni en ætlar sér að dæma aftur á næsta tímabili. vísir/einar Bergrós Lilja Unudóttir var valin besti dómarinn í Bestu-deild kvenna í sumar. Hún varð sjálf að hætta knattspyrnuiðkun eftir höfuðhögg en vildi handa tengingu við íþróttina með því að dæma. Næsta tímabil er aftur á móti í uppnámi hjá dómaranum. Það voru leikmenn í Bestudeildinni sem völdu Bergrósu besta dómarann á tímabilinu. Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist hún vera komin með góð tök á dómgæslu. „Þetta var óvænt ánægja af því að ég er ekki búin að vera dæma lengi. Það var mjög mikill heiður að leikmennirnir hefðu valið mig,“ segir Bergrós í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Reynslan mín sem leikmaður, ég spilaði í efstu deild sjálf, hjálpar mér rosalega mikið. Ég kann leikinn, kann að lesa hann og þekki tilfinningarnar í leiknum. Ég tek það líka inn þegar ég er að dæma. Ég fer ekki alveg alltaf eftir gjörsamlega reglubókinni heldur tek ég líka stundum inn í tilfinningarnar.“ Bergrós segist dæma leikinn út frá því hvernig hún myndi vilja að leikurinn yrði dæmdur ef hún væri að spila en hún þurfti sjálf að leggja skóna á hilluna aðeins nítján ára eftir höfuðhögg. Hrifsað af mér „Þegar þú ert leikmaður þá ert þú í harkinu og færð í tæklingarnar og allt. En þegar þú ert að dæma sérðu bara um að allt fari fram eftir reglunum og passar upp á leikmenn og slíkt. Þetta er virkilega gaman og að hafa tenginguna enn þá við sportið var helsta ástæðan fyrir því að ég fór í dómgæsluna af því að ég hafði ekki þann mögulega að geta spilað. Ég hafði ákveðin dómarabakgrunn því ég var duglega að dæma sem krakki.“ Hún segir að það hafi verið sárt að þurfa hætta í fótbolta. „Þetta var hrifsað af mér. Ég hafði ekkert val. Ég gat ekki spilað lengur af því að ég gat ekki skallað boltann lengur.“ Bergrós er 27 ára og á von á sínu þriðja barni snemma á næsta ári. „Maður veit ekkert hvernig maður er eftir barnsburð. En vonandi gengur allt vel og maður geti komið inn á miðju tímabili og haldið áfram að dæma. En maður verður svolítið að sjá hvað tíminn leiðir í ljós.“ Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Það voru leikmenn í Bestudeildinni sem völdu Bergrósu besta dómarann á tímabilinu. Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist hún vera komin með góð tök á dómgæslu. „Þetta var óvænt ánægja af því að ég er ekki búin að vera dæma lengi. Það var mjög mikill heiður að leikmennirnir hefðu valið mig,“ segir Bergrós í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Reynslan mín sem leikmaður, ég spilaði í efstu deild sjálf, hjálpar mér rosalega mikið. Ég kann leikinn, kann að lesa hann og þekki tilfinningarnar í leiknum. Ég tek það líka inn þegar ég er að dæma. Ég fer ekki alveg alltaf eftir gjörsamlega reglubókinni heldur tek ég líka stundum inn í tilfinningarnar.“ Bergrós segist dæma leikinn út frá því hvernig hún myndi vilja að leikurinn yrði dæmdur ef hún væri að spila en hún þurfti sjálf að leggja skóna á hilluna aðeins nítján ára eftir höfuðhögg. Hrifsað af mér „Þegar þú ert leikmaður þá ert þú í harkinu og færð í tæklingarnar og allt. En þegar þú ert að dæma sérðu bara um að allt fari fram eftir reglunum og passar upp á leikmenn og slíkt. Þetta er virkilega gaman og að hafa tenginguna enn þá við sportið var helsta ástæðan fyrir því að ég fór í dómgæsluna af því að ég hafði ekki þann mögulega að geta spilað. Ég hafði ákveðin dómarabakgrunn því ég var duglega að dæma sem krakki.“ Hún segir að það hafi verið sárt að þurfa hætta í fótbolta. „Þetta var hrifsað af mér. Ég hafði ekkert val. Ég gat ekki spilað lengur af því að ég gat ekki skallað boltann lengur.“ Bergrós er 27 ára og á von á sínu þriðja barni snemma á næsta ári. „Maður veit ekkert hvernig maður er eftir barnsburð. En vonandi gengur allt vel og maður geti komið inn á miðju tímabili og haldið áfram að dæma. En maður verður svolítið að sjá hvað tíminn leiðir í ljós.“
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira