Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 11:56 Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hefur margoft sést á skjánum, oft í tengslum við umræðu um bandarísk stjórnmál. Vísir/Einar Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. „Mér finnst það mjög líklegt alla veganna,“ segir Silja Bára spurð hvort hún hyggist sækja um embættið, en Mannlíf greindi fyrst frá. Ekki er enn búið að auglýsa starfið en þess má vænta að það verði gert í desember. „Það er svona rúmt ár síðan fólk byrjaði að hvetja mig til þess að gera þetta,“ segir Silja Bára sem gerir fastlega ráð fyrir að sækjast eftir embættinu. „Ég ætla ekkert að neita því. Ég er að hugsa um þetta og að óbreyttu þá mun ég sækja um þetta,“ segir Silja Bára. Silja Bára hefur vikið af fundum þar sem fjallað er um ráðningu rektor til að gera sig ekki vanhæfa þar sem hún hefur hug á að sækja um embættið, en Silja Bára er aðalmaður í Háskólaráði HÍ. Rektorskjör fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní 2030 var til umfjöllunar á fundi Háskólaráðs þann 3. október. Jón Atli Benediktsson segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist láta gott heita og og muni ekki sækjast aftur eftir embættinu. „Ég er bara ánægður með þessi ár. Þetta er búinn að vera yndislegur tími og verður bara gott að fá nýtt fólk,“ segir Jón Atli. Hann gerir ráð fyrir að snúa að fullum krafti aftur til fyrri starfa við háskólann, en hann er sérfræðingur í rafmangsverkfræði og hefur aðstoðað við rannsóknarverkefni samhliða störfum rektors. Þá tekur hann þátt í undirbúningi stórrar ráðstefnu á sviði fjarkönnunar sem fram fer á Íslandi árið 2027 svo það er ýmislegt framundan hjá Jóni Atla sem kveðst enn hafa mikla ástríðu fyrir vísindastarfinu. Embættið auglýst um miðjan desember Samkvæmt lögum um opinbera háskóla skipar ráðherra rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs, en ráðið setur reglur um tilnefningu rektors og er hefð fyrir því að kjör fari fram í embættið líkt og reglur háskólans gera ráð fyrir. Háskólaráð skal auglýsa embætti rektors laust til umsóknar fyrir miðjan desember á því háskólaári sem skipunartímabili sitjandi rektors lýkur og skal umsóknarfrestur vera fjórar vikur að því er segir í reglum háskólans. Rektor er formaður háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan háskólans og utan hans. Hlutverk rektors er skýrt í lögum en hann stýrir meðal annars starfsemi háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki sér heildarstefnu í málefnum skólans. Þá ber rektor ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi háskólans. Fréttin hefur verið uppfærð. Háskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
„Mér finnst það mjög líklegt alla veganna,“ segir Silja Bára spurð hvort hún hyggist sækja um embættið, en Mannlíf greindi fyrst frá. Ekki er enn búið að auglýsa starfið en þess má vænta að það verði gert í desember. „Það er svona rúmt ár síðan fólk byrjaði að hvetja mig til þess að gera þetta,“ segir Silja Bára sem gerir fastlega ráð fyrir að sækjast eftir embættinu. „Ég ætla ekkert að neita því. Ég er að hugsa um þetta og að óbreyttu þá mun ég sækja um þetta,“ segir Silja Bára. Silja Bára hefur vikið af fundum þar sem fjallað er um ráðningu rektor til að gera sig ekki vanhæfa þar sem hún hefur hug á að sækja um embættið, en Silja Bára er aðalmaður í Háskólaráði HÍ. Rektorskjör fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní 2030 var til umfjöllunar á fundi Háskólaráðs þann 3. október. Jón Atli Benediktsson segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist láta gott heita og og muni ekki sækjast aftur eftir embættinu. „Ég er bara ánægður með þessi ár. Þetta er búinn að vera yndislegur tími og verður bara gott að fá nýtt fólk,“ segir Jón Atli. Hann gerir ráð fyrir að snúa að fullum krafti aftur til fyrri starfa við háskólann, en hann er sérfræðingur í rafmangsverkfræði og hefur aðstoðað við rannsóknarverkefni samhliða störfum rektors. Þá tekur hann þátt í undirbúningi stórrar ráðstefnu á sviði fjarkönnunar sem fram fer á Íslandi árið 2027 svo það er ýmislegt framundan hjá Jóni Atla sem kveðst enn hafa mikla ástríðu fyrir vísindastarfinu. Embættið auglýst um miðjan desember Samkvæmt lögum um opinbera háskóla skipar ráðherra rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs, en ráðið setur reglur um tilnefningu rektors og er hefð fyrir því að kjör fari fram í embættið líkt og reglur háskólans gera ráð fyrir. Háskólaráð skal auglýsa embætti rektors laust til umsóknar fyrir miðjan desember á því háskólaári sem skipunartímabili sitjandi rektors lýkur og skal umsóknarfrestur vera fjórar vikur að því er segir í reglum háskólans. Rektor er formaður háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan háskólans og utan hans. Hlutverk rektors er skýrt í lögum en hann stýrir meðal annars starfsemi háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki sér heildarstefnu í málefnum skólans. Þá ber rektor ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi háskólans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Háskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals