„Við erum í ákveðnu óvissutímabili“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 15. október 2024 10:17 Það ríkir óvissuástand um framhald þingstarfa í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi í íslenskum stjórnmálum. Þetta sagði Birgir Ármannsson forseti Alþingis að loknum fundi sínum með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Það muni ráðast síðar í dag hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. Þess má vænta að forsætisráðherra muni síðar í dag biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. „Forsetinn var auðvitað bara að afla sér upplýsinga um þingstörfin og hvers væri að vænta varðandi þau á næstunni. Það má auðvitað segja að við erum í ákveðnu óvissutímabili þannig að þinstörfin munu auðvitað taka mið af því,“ sagði Birgir. Hann vilji ekki greina frá því í smáatriðum hvað hann og Halla forseti ræddu um. „Hún er hins vegar bara að afla sér upplýsinga og meta stöðuna út frá því.“ Hann segist eiga erfitt með að segja til um það núna hvernig hann sér vikuna fyrir sér hvað varðar þingstörfin, en hann muni ræða við formenn þingflokka þegar líður á daginn til að ræða hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. „Hins vegar þá getum við sagt að eins og oft er, þegar að óvissuástand af þessu tagi er í gangi að þá er nú eitthvað hlé á þingstörfum,“ segir Birgir. Hyggur að Bjarni verði beðinn að leiða starfsstjórn Aðspurður segir hann að það að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar þýði ekki að þeirri athöfn fylgi þingrof. „Það er ekki óhjákvæmilegt og það má segja að þarna er um að ræða tvær ákvarðanir. Annars vegar það að forsætisráðherra biðjist lausnar og sé þá beðinn um að sitja áfram til að veita starfsstjórn forstöðu og svo hins vegar um þingrof. Og það er hægt að taka þessar ákvarðanir alveg aðskilið,“ svarar Birgir. Forsætisráðherra og forseti Íslands verði að svara því hvenær þingrof verði boðað. Hann vænti þess að ekki muni langur tími líða þar til það muni liggja fyrir. Birgir gengur út frá því að Bjarni Benediktsson verði „væntanlega beðinn um“ að leiða áfram starfsstjórn. Formenn annarra flokka, meðal annars Svandís Svavarsdóttir, hafa lýst því yfir að þeim hugnist ekki starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar fram að kosningum. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Birgi Ármannsson að loknum fundi hans með forseta Íslands í morgun má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvað segir sagan okkur um stöðu forseta Alþingis við þessar aðstæður? „Forseti Alþingis náttúrlega ber bara ábyrgð á því að halda hlutunum í horfinu þangað til að umboð hans fellur niður og það er engin breyting á því. Þannig að það auðvitað mun hvíla á mér þá sú skylda að halda hlutunum í gangi eftir því sem þörf krefur þangað til kemur að kosningum,“ svarar Birgir. Yfirvofandi alþingiskosningar verða þær fyrstu síðan að ný kosningalög tóku gildi. Stjórnarskrá gerir ráð fyrir að eftir að þingrof hefur verið samþykkt þurfi kosningar að fara fram innan 45 daga. „Nýju kosningalögin breyta ákveðnum tímafrestum í þessu sambandi en það rúmast samt innan þess 45 daga frests sem stjórnarskráin kveður á um,“ segir Birgir. „Það er allt saman framkvæmanlegt og gerlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
„Forsetinn var auðvitað bara að afla sér upplýsinga um þingstörfin og hvers væri að vænta varðandi þau á næstunni. Það má auðvitað segja að við erum í ákveðnu óvissutímabili þannig að þinstörfin munu auðvitað taka mið af því,“ sagði Birgir. Hann vilji ekki greina frá því í smáatriðum hvað hann og Halla forseti ræddu um. „Hún er hins vegar bara að afla sér upplýsinga og meta stöðuna út frá því.“ Hann segist eiga erfitt með að segja til um það núna hvernig hann sér vikuna fyrir sér hvað varðar þingstörfin, en hann muni ræða við formenn þingflokka þegar líður á daginn til að ræða hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. „Hins vegar þá getum við sagt að eins og oft er, þegar að óvissuástand af þessu tagi er í gangi að þá er nú eitthvað hlé á þingstörfum,“ segir Birgir. Hyggur að Bjarni verði beðinn að leiða starfsstjórn Aðspurður segir hann að það að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar þýði ekki að þeirri athöfn fylgi þingrof. „Það er ekki óhjákvæmilegt og það má segja að þarna er um að ræða tvær ákvarðanir. Annars vegar það að forsætisráðherra biðjist lausnar og sé þá beðinn um að sitja áfram til að veita starfsstjórn forstöðu og svo hins vegar um þingrof. Og það er hægt að taka þessar ákvarðanir alveg aðskilið,“ svarar Birgir. Forsætisráðherra og forseti Íslands verði að svara því hvenær þingrof verði boðað. Hann vænti þess að ekki muni langur tími líða þar til það muni liggja fyrir. Birgir gengur út frá því að Bjarni Benediktsson verði „væntanlega beðinn um“ að leiða áfram starfsstjórn. Formenn annarra flokka, meðal annars Svandís Svavarsdóttir, hafa lýst því yfir að þeim hugnist ekki starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar fram að kosningum. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Birgi Ármannsson að loknum fundi hans með forseta Íslands í morgun má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvað segir sagan okkur um stöðu forseta Alþingis við þessar aðstæður? „Forseti Alþingis náttúrlega ber bara ábyrgð á því að halda hlutunum í horfinu þangað til að umboð hans fellur niður og það er engin breyting á því. Þannig að það auðvitað mun hvíla á mér þá sú skylda að halda hlutunum í gangi eftir því sem þörf krefur þangað til kemur að kosningum,“ svarar Birgir. Yfirvofandi alþingiskosningar verða þær fyrstu síðan að ný kosningalög tóku gildi. Stjórnarskrá gerir ráð fyrir að eftir að þingrof hefur verið samþykkt þurfi kosningar að fara fram innan 45 daga. „Nýju kosningalögin breyta ákveðnum tímafrestum í þessu sambandi en það rúmast samt innan þess 45 daga frests sem stjórnarskráin kveður á um,“ segir Birgir. „Það er allt saman framkvæmanlegt og gerlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira