Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. október 2024 15:33 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, yfirgaf fundin um hálf sex. visir/Vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. Fundurinn hófst klukkan 15:30. Erfiðlega hefur gengið að ná í þingmenn Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa svarað kváðust ekkert kannast við fundinn. Bjarni ítrekaði að fundi loknum að engin tillaga hafi verið lögð fram þess efnis að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu á fundinum í dag. Spurður hvers vegna hafi verið boðað svo skyndilega til fundar sagði Bjarni að kallað væri til funda hjá flokknum þegar að ástæða þykir til og að reglulega væri fundað innan Sjálfstæðisflokksins. Hann tók ekki undir það að fundurinn hafi verið skyndilegur og sagði það orð fréttamiðla. Bjarni tók fram að meðal annars hafi verið lagt mat á stjórnarsamstarfið á fundinum en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í vikunni að hann teldi að framganga Vinstri grænna væri með þeim hætti að útilokað væri að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Henni hefur verið lokað en hægt er að renna yfir hvað átti sér stað þar.
Fundurinn hófst klukkan 15:30. Erfiðlega hefur gengið að ná í þingmenn Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa svarað kváðust ekkert kannast við fundinn. Bjarni ítrekaði að fundi loknum að engin tillaga hafi verið lögð fram þess efnis að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu á fundinum í dag. Spurður hvers vegna hafi verið boðað svo skyndilega til fundar sagði Bjarni að kallað væri til funda hjá flokknum þegar að ástæða þykir til og að reglulega væri fundað innan Sjálfstæðisflokksins. Hann tók ekki undir það að fundurinn hafi verið skyndilegur og sagði það orð fréttamiðla. Bjarni tók fram að meðal annars hafi verið lagt mat á stjórnarsamstarfið á fundinum en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í vikunni að hann teldi að framganga Vinstri grænna væri með þeim hætti að útilokað væri að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Henni hefur verið lokað en hægt er að renna yfir hvað átti sér stað þar.
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira