„Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra“ Árni Sæberg skrifar 12. október 2024 13:57 Guðmundi Inga finnst eðlilegt að hann hafi hringt í ríkislögreglustjóra. Það finnst Bjarna ekki. Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra segist aðeins hafa hringt í ríkislögreglustjóra til þess að afla upplýsinga nóttina sem senda átti Yazan Tamimi og fjölskyldu úr landi. Hann hafi ekki farið fram á að ríkislögreglustjóri stöðvaði brottflutninginn. „Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra,“ segir hann. Talsverður styr hefur staðið um Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, síðan Ríkisútvarpið greindi frá því að hann hefði tekið upp tólið eldsnemma morguns þann 16. september og hringt í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra til þess að ræða mál Yazans. Þá höfðu Yazan og fjölskylda verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem flytja átti þau til Spánar. Segir ekkert óeðlilegt við símtalið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sagt það óeðlilegt að ráðherra hringi í undirmann annars ráðherra. Í samtali við fréttastofu vísar Guðmundur Ingi þessum ummælum Bjarna á bug. „Mér finnst það bara alls ekki óeðlilegt að leita upplýsinga hjá ríkislögreglustjóra, sem ríkislögreglustjóri alls landsins, allra ráðherra, hvernig sem við viljum orða það. Ég virði auðvitað þá keðju undir og yfirmanna sem um er að ræða í þessu máli, þar sem dómsmálaráðherra er æðsti yfirmaður lögreglunnar. Ég var að leita upplýsinga og mér finnst eðlilegt að ráðherrar geti leitað upplýsinga hjá embættismönnum inni í íslensku stjórnkerfi. Annað væri óeðlilegt.“ Krafðist einskis Þá hafi hann ekki farið fram á neitt í símtali sínu við Sigríði Björk en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra stöðvaði brottflutninginn að beiðni Guðmundar Inga. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm „Ég segi ekki ríkislögreglustjóra fyrir verkum. En ég sagði ríkislögreglustjóra skoðun mína eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég var að leita upplýsinga um hvort það hafi virkilega verið farið inn á hjúkrunar og endurhæfingardeild Landspítalans, Rjóðrið, til þess að ná í fatlað barn til brottvísunar. Ég lýsti þeirri skoðun minni að það ætti að stöðva þennan brottflutning.“ Ekkert samkomulag milli flokkanna Skömmu eftir að brottflutningi Yazans og fjölskyldu var frestað rann frestur til að vísa þeim úr landi án efnislegrar meðferðar út og svo fór að fjölskyldan hlaut alþjóðlega vernd hér á landi. Því hefur verið velt upp hvort sú niðurstaða hafi verið fyrirframákveðin eftir samkomulagi ríkisstjórnarflokkana. „Við höfðum ekki gert neitt slíkt samkomulag. Ég hafði rætt þetta áður í ríkisstjórn áður og forsætisráðherra varð við þeirri beiðni minni, að þessu yrði frestað, brottflutningnum, og ég er þakklátur fyrir það. Ég tel að það hafi verið mikilvægt, til þess að það væri hægt að fara yfir málið.“ Mál Yazans Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Talsverður styr hefur staðið um Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, síðan Ríkisútvarpið greindi frá því að hann hefði tekið upp tólið eldsnemma morguns þann 16. september og hringt í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra til þess að ræða mál Yazans. Þá höfðu Yazan og fjölskylda verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem flytja átti þau til Spánar. Segir ekkert óeðlilegt við símtalið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sagt það óeðlilegt að ráðherra hringi í undirmann annars ráðherra. Í samtali við fréttastofu vísar Guðmundur Ingi þessum ummælum Bjarna á bug. „Mér finnst það bara alls ekki óeðlilegt að leita upplýsinga hjá ríkislögreglustjóra, sem ríkislögreglustjóri alls landsins, allra ráðherra, hvernig sem við viljum orða það. Ég virði auðvitað þá keðju undir og yfirmanna sem um er að ræða í þessu máli, þar sem dómsmálaráðherra er æðsti yfirmaður lögreglunnar. Ég var að leita upplýsinga og mér finnst eðlilegt að ráðherrar geti leitað upplýsinga hjá embættismönnum inni í íslensku stjórnkerfi. Annað væri óeðlilegt.“ Krafðist einskis Þá hafi hann ekki farið fram á neitt í símtali sínu við Sigríði Björk en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra stöðvaði brottflutninginn að beiðni Guðmundar Inga. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm „Ég segi ekki ríkislögreglustjóra fyrir verkum. En ég sagði ríkislögreglustjóra skoðun mína eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég var að leita upplýsinga um hvort það hafi virkilega verið farið inn á hjúkrunar og endurhæfingardeild Landspítalans, Rjóðrið, til þess að ná í fatlað barn til brottvísunar. Ég lýsti þeirri skoðun minni að það ætti að stöðva þennan brottflutning.“ Ekkert samkomulag milli flokkanna Skömmu eftir að brottflutningi Yazans og fjölskyldu var frestað rann frestur til að vísa þeim úr landi án efnislegrar meðferðar út og svo fór að fjölskyldan hlaut alþjóðlega vernd hér á landi. Því hefur verið velt upp hvort sú niðurstaða hafi verið fyrirframákveðin eftir samkomulagi ríkisstjórnarflokkana. „Við höfðum ekki gert neitt slíkt samkomulag. Ég hafði rætt þetta áður í ríkisstjórn áður og forsætisráðherra varð við þeirri beiðni minni, að þessu yrði frestað, brottflutningnum, og ég er þakklátur fyrir það. Ég tel að það hafi verið mikilvægt, til þess að það væri hægt að fara yfir málið.“
Mál Yazans Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
„Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59
Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07
Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent